Leita í fréttum mbl.is

Hagsmunir alþýðu felast í fullveldi þjóðarinnar og lýðræði

 

heimssyn-1maiFyrsti maí er baráttudagur verkalýðsins.  Sú barátta hefur tekið á sig ýmsar myndir og er víða.  Vinnulaun og ýmis önnur réttindi eru tryggð með samningum, en líka með löggjöf.  Færa má rök fyrir því að löggjöf í þeim málum víki aldrei langt frá því sem gerist í nágrannalöndunum, hvernig sem staðið er að henni.  Með öðrum orðum er ekki víst að miklu muni hvort reglur um vinnuvernd eru skrifaðar með hliðsjón af handriti í Osló, Ottawa eða Brussel.     

Á hinn bóginn verður ekki á móti mælt að kjör allrar alþýðu á Íslandi byggja á skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda og hún lýtur stjórn kjörinna manna á Íslandi.  Deilt er um ýmislegt varðandi þá stjórn, en óþarfi er að deila um að ef stjórnvaldið væri annars staðar en á Íslandi kæmi að því fyrr eða síðar að auðlindirnar yrðu fyrst og fremst nýttar öðrum til hagsbóta en fólkinu sem byggir landið.  Erlend stjórnvöld þyrftu aldrei að hirða um endurkjör og umræða um hvað mætti betur fara í stjórninni væri til lítils.  Þess í stað mundu menn ræða um hvernig ætti að ráðstafa molunum sem reglur hins erlenda valds mundu úthluta Íslendingum.

Um hríð voru ýmis samtök launþega höll undir hið erlenda vald, líklega mest vegna misskilnings eða gremju sem stundum nær að dafna í skugga hins hversdagslega þjarks.  Sá tími er blessunarlega liðinn og kemur vonandi aldrei aftur.  Vonandi mun íslensk alþýða gera sér grein fyrir að velsæld hennar og framtíð byggjast á að Íslandi sé stjórnað af einstaklingum sem þiggja umboð sitt hjá þjóðinni sjálfri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 19
  • Sl. sólarhring: 298
  • Sl. viku: 2121
  • Frá upphafi: 1187902

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 1896
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband