Leita í fréttum mbl.is

Arnar Þór ávarpar Heimssýnarfund

arnarthor-mynd-jun21Arnar Þór Jónsson, dómari og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins ávarpaði aðalfund Heimssýnar 9. júní sl. Arnar Þór ræddi meðal annars með hvaða hætti vald hefur færst í smáum skömmtum út fyrir landsteinana í skjóli EES-samningsins án þess að nein umræða hafi farið fram um það að heitið geti.  Hann lagði áherslu á að það væri misskilningur að ákvæði um að Íslendingar gætu afþakkað tilskipanir frá Evrópusambandinu væru bara til skrauts. 

Ávarpi Arnars Þórs var afar vel tekið og spunnust fjörugar umræður.  Þess er von að fjörið verði ekki minna í herbúðum Arnars Þórs þegar talið verður í yfirstandandi prófkjöri Sjálfstæðismanna um helgina. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Arnar Þór getur lagt fræðilegan grunn að andófi gegn stjórnarháttum, sem stríða gegn grunngildum raunverulegra lýðræðissamfélaga.  Að breyta Alþingi í stimpilstofnun erlends yfirþjóðlegs valds, er svo alvarlegur gjörningur, að flestir þingmenn hafa neitað að horfast í augu við það, heldur stungið hausnum í sandinn.  Á næsta kjörtímabili hillir undir breytingu á þeirri ótrúlegu stöðu.  Í Noregi á sama þróun sér stað, en þar er munurinn sá, að borgaraleg öfl eru klofin til þessa máls.  Þar standa vonir til, að verkalýðshreyfingin muni ná að leiða Verkamannaflokkinn af villu síns vegar.  Hún er búin að fá upp í kok af "gerðum" ESB, sem ógna atvinnuöryggi og réttindum hins vinnandi manns (í öllum stéttum).

Bjarni Jónsson, 11.6.2021 kl. 10:14

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Akkurat Bjarni og ekki hefur þú legið á liði þínu að koma viti fyrir þá sem virka eins og þeir séu leikmenn ESB. (líkja við Evrópukeppni fótbolta sem er að byrja)  

Helga Kristjánsdóttir, 11.6.2021 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 173
  • Sl. sólarhring: 557
  • Sl. viku: 2680
  • Frá upphafi: 1166440

Annað

  • Innlit í dag: 152
  • Innlit sl. viku: 2299
  • Gestir í dag: 150
  • IP-tölur í dag: 147

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband