Leita í fréttum mbl.is

Skarð fyrir skildi

IMG_1469

 

Styrmir Gunnarsson starfaði af krafti með Heimssýn og var af honum mikill styrkur. Hjálögð mynd var tekin af þeim Ögmundi Jónassyni á fullveldishátíð 2019, en þar höfðu þeir báðir framsögu. Heimssýn vottar fjölskyldu Styrmis innilega samúð og harmar fráfall hans mjög.  Eftirfarandi eru minningarorð Jóns Bjarnasonar.

 

"Alþingi verður að draga umsóknina frá 2009 að Evrópusambandinu til baka. Yfirlýsingar einstakra ráðherra eða ríkisstjórnar án samþykkis Alþingis eru marklausar.

Slíkt getur aðeins þýtt að einstakir hlutar ESB-ferlisins verða settir á bið eða fá önnur andlit.

Þriðji Orkupakki ESB sem samþykktur var á Alþingi sl. vetur er dæmi um þennan pólitíska tvískinnung stjórnmálamanna sem skortir hugsjónir.

Við verðum að halda baráttunni áfram til verndar fullveldinu"

Á þessa lund voru ein síðustu orðin sem fóru milli okkar Styrmis sl. vor á fundi hjá Heimsýn.

Ég kynntist Styrmi vel þegar ég tók sæti 2013 í stjórn Heimsýnar baráttusamtaka gegn inngöngu Íslands í ESB.

En ég var þar formaður í nokkur ár.

Þetta voru miklir baráttu tímar.

Alþingi samþykkti naumlega vorið 2009 að senda inn umsókn um inngöngu Í ESB. Ég var umsókninni afar andvígur 

Inngöngubeiðnin var undirrituð af þáverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra án fyrivara af Íslands hálfu. Í umsókninni fólst skuldbinding um að hlíta öllum reglum og kröfum ESB í því ferli.
Barátta okkar í Heimssýn snerist um að stöðva umsóknarferlið og draga umsóknina formlega til baka með samþykkt Alþingis.

Við  Styrmir og fleiri í Heimsýn bundum miklar vonir við að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem var mynduð 2013 undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonsr og Bjarna Benediktssonar stæði við gefin fyrirheit: "Að Alþingi samþykkti að afturkalla umsóknina frá 2009 að ESB".

Því miður gugnaði ríkisstjórn þessara flokka á að fylgja eftir þessum loforðum sínum. En settu umsóknina aðeins í bið.

Og þó við Styrmir deildum ekki skoðunum í einstökum grundvallarmálum  stjórnmálanna dáðist ég að stefnufestu hans og víðtækri þekkingu á fjölbreyttum sviðum þjóðlífsins innanlands sem utan. 
Við Styrmir störfuðum allnáið saman á þessum Heimsýnarárum. Og við áttum fundi með forseta Íslands, ráðherrum í ríkisstjórn og innlendum sem erlendum stjórnmálaleiðtogum í baráttunni fyrir fullveldi þjóðarinnar; Að Ísland gæti tekið þátt í samstarfi þjóða á aþjóðavettvangi sem fullvalda ríki á jafnréttis grunni en ekki sem hluti borgríkis ESB.

Það var gott að sitja á milli þeirra félaganna Ragnars Arnalds og Styrmis Gunnarssonar á Heimsýnarfundum:

"Sjálfstæðið er sívirk auðlind"  var boðorð Ragnars. Þar var samstaðan þétt.

Baráttuhugur og djörf sýn Styrmis Gunnarssonar fylgir okkur sem leiðarljós til sigurs í þeirri eilífu vegferð sem sjálfstæðisbarátta lítillar þjóðar er. 

Grein Styrmis í Morgunblaðinu í dag "Menning og pólitík" segir margt um sýn Styrmis á samhengi hlutanna. 

Pólitik án siðmenningar er "ógeðsleg" eins og hann sjálfur komst að orði. 

Með Styrmi Gunnarssyni er fallinn einn áhrifamesti einstaklingur íslenskrar stjórnmála og stjórnmálumræðu síðustu áratuga.

Með þökk fyrir samferðina

Blessuð sé minning Styrmis Gunnarssonar 

Fjölskyldu Styrmis sendi ég innilegar samúðarkveðjur

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.4.): 259
  • Sl. sólarhring: 348
  • Sl. viku: 2031
  • Frá upphafi: 1211535

Annað

  • Innlit í dag: 228
  • Innlit sl. viku: 1817
  • Gestir í dag: 223
  • IP-tölur í dag: 219

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband