Leita í fréttum mbl.is

Styðjum vörslumenn fullveldis

SKJALDARMERKI-HEIMSSYN

Tvær ástæður eru fyrir því að láta afstöðu til fullveldis Íslands vega þungt þegar komið er að kjörborði.  Í fyrsta lagi er farsælast að sérhver þjóð ráði málum sínum sjálf, sé þess nokkur kostur.  Í öðru lagi er tap fullveldis varanleg ráðstöfun.  Sagan sýnir að það getur tekið margar aldir að endurheimta glatað fullveldi.  Flestar ákvarðanir Alþingis getur Alþingi sjálft endurskoðað, t.d. að afloknum kosningum.  Stórveldi og ríkjasambönd reyna hins vegar að leggja steina í götu þeirra sem vilja yfirgefa sambandið.  Það kom í ljós þegar Bretar ákváðu að fara.  Þeir gátu rutt burt stórgrýtinu sem fyrir þeim varð á þeirri leið, en það yrði ógjörningur fyrir smáþjóð.

Kjósendur ættu að íhuga að láta afstöðu sína til fullveldis Íslands ráða atkvæði sínu.  Glatað fullveldi verður ekki auðveldlega endurheimt.

Eftirfarandi afstöðu til spurningarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu má lesa úr svörum framboðanna sem birt voru á https://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/2269594/

 

JÁ: Viðreisn og Samfylking

 

NEI: Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Vinstri grænir, Miðflokkur, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn og Flokkur fólksins

 

KANNSKI/VEIT EKKI: Píratar og Sósíalistar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komið þið sæl; Heimssýnarfólk,líka sem og aðrir gestir, ykkar !

Varla; treystið þið : Sjálfstæðisflokki - Vinstri grænum og Framsóknarflokknum, sem einhverjum sjerstökum vörzlumönnum fullveldisins, eða ....... eruð þið búin að gleyma, þá allir liðsmenn þessarra flokka á þingi, greiddu atkvæði með Orkupakka III haustið 2019, að undanskildum Ásmundi Friðrikssyni ?

Þá; stóðu Miðflokksmenn í sína fætur, ásamt Flokki fólksins - Ásmundi og Jóni Þór Ólafssyni Pírata.

Jeg vil ekki; með nokkru móti trúa því, að Heimssýn fari að leggja eitthvert óverðskuldað traust, á Bjarna Benediktsson - Katrínu Jakobsdóttur og Sigurð Inga Jóhannsson og þeirra fylgjara til, að geta verið málsvarar gegn frekari ásælni Evrópusambandsins til íslenzkra náttúru auðlinda / jeg hugði minni ykkar ná betur aftur í tímann en svo, þó, ........ ekki væri nema til síðari hluta ársins 2019, ágæta Heimssýnar fólk.

Ykkur; að segja.

Með beztu kveðjum; engu að síður, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.9.2021 kl. 13:47

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Niðurstöður kosninganna sýna svart á hvítu hver vilji þjóðarinnar er í þessu máli. Þeir sem vildu ESB, einfaldlega töpuðu stórt.

Mér þætti annars vænt um að heyra frá Óskari Helga, hvern hann telur betri til að standa vörð um sjálfstæðið, nú þegar hann vill meina að engum sé treystandi af þeim sem báru sigur úr býtum.

Tek annars ekki alvarlega þegar hann leysir skriflegan vind.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2021 kl. 12:01

3 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Jón Steinar !

Jú; jú, rjett er það Jón Steinar - Flokkur fólksins og Miðflokkurinn hefðu þurft að fá yfirgnæfandi fjölda þingmanna, til þess að breyta núverandi og undanfarinna ára og áratuga stöðu í þinginu:: talandi um þrásetu og sífellt endurkjör gömlu flokkanna (B - D og S listanna, t.d.).

Viðurkenndu bara Jón minn; að ESB sinna er að finna í efstu lögum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokka, sbr. færibanda afgreiðzlu þeirra á alls lags paragröffum frá Brussel, eins og fjölmörg dæmin sýna / jafnvel meira skrifræði þar, en nokkurn tíma náði að festa sig í sessi í gamla Austur- Þýzkalandi(1949 - 1989), og er þá mikið sagt, Jón Steinar.

Geri nú ekki mikið að því; reka skriflega við, þjer kunni að finnast það, ágæti drengur.

Með sömu kveðjum; sem hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.9.2021 kl. 12:36

4 identicon

... þó þjer kunni að finnast það, átti að standa þar, í niðurlagi.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.9.2021 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 120
  • Sl. viku: 680
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 599
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband