Leita í fréttum mbl.is

Samningaviðræðufarsinn hafinn á ný

Upp er komin umræða um atkvæðagreiðslu um undirbúning að innlimun Íslands í Evrópusambandið. 

Hugmyndin er að greiða atkvæði um fela Alþingi að ræða málið við Evrópusambandið.  Svo vill til að stór meirihluti á Alþingi hefur engan áhuga á að ganga Evrópusambandinu á hönd. 

Hvernig skyldi þetta fólk sjá fyrir sér viðræður Alþingis og sambandsins við slíkar aðstæður?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.3.2022:

Um helmingur Íslendinga hlynntur aðild að Evrópusambandinu og einungis þriðjungur mótfallinn cool

4.10.2018:

"Fleiri landsmenn eru fylgjandi því að taka upp evru eða 46% á móti ríflega 36% sem eru því á móti." cool

Vaxandi stuðningur við aðild að Evrópusambandinu

Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu." cool

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það." cool

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins." cool

Þegar meirihluti þingmanna á Alþingi samþykkti árið 2009 aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið var meirihluti þeirra heldur ekki hlynntur aðildinni, þótt margir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði með viðræðunum, enda átti að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamninginn.

Og hvernig sáu Sjálfstæðisflokkurinn og meirihluti kjósenda allra flokka á Alþingi framhald aðildarviðræðnanna fyrir sér á árunum 2013 og 2014 þegar meirihluti alþingismanna var heldur ekki fylgjandi aðild Íslands að Evrópusambandinu?

Þegar menn eru fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu vilja þeir að sjálfsögðu að meirihluti kjósenda í atkvæðagreiðslunni ráði og meirihluti Alþingis sætti sig við lýðræðið. cool

Það væri því harla einkennilegt ef Sjálfstæðisflokkurinn vildi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræðurnar en ætlaði sér svo ekki að sætta sig við niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar og hunsa þannig lýðræðið í þjóðfélagi sem heldur því fram að það sé lýðræðisríki. cool

25.2.2014:

Mikill meirihluti kjósenda allra flokka á Alþingi vill þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið cool

Þorsteinn Briem, 23.3.2022 kl. 21:42

2 identicon

Þessi tillaga Samfylkingarinnar og Viðreisnar á best heima í tætaranum. Makalaust hreint, hvernig fólkið lætur alltaf í þessum ESB-málum.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2022 kl. 00:03

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

ESB;heldur sig hafa séns af því mikil er fordæmingin á Rússa.

Helga Kristjánsdóttir, 24.3.2022 kl. 01:44

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samþykkt meirihluta Alþingis frá 16. júlí 2009 um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið er enn í fullu gildi, þar sem þingsályktunin hefur ekki verið dregin til baka af Alþingi. cool

"Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning."

Þingsályktun um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu

18.12.2012:

"Ég trúi því að það þjóni bæði hagsmunum Íslands og Evrópusambandsins að ljúka þessum samningaviðræðum,"segir Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, um aðildarviðræður Íslands að sambandinu."

"Við munum taka mið af ýmsum sérhagsmunum Íslands ... og vonandi felast næstu skref í því að við fáum tækifæri til að kynna endanlegan samning fyrir íslensku þjóðinni, þannig að þjóðin geti tekið upplýsta ákvörðun." cool

8.4.2013:

"Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins kveðst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði."

"Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að Evrópusambandið væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga. cool

Stækkunarstjórinn sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri."

"Í samningsafstöðu Íslendinga eru settar fram skýrar kröfur um að við myndum viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum."

"Gangur í viðræðunum hefur verið góður, 27 kaflar hafa verið opnaðir og 11 lokað og einungis er eftir að hefja viðræður um sex kafla." cool

Þorsteinn Briem, 24.3.2022 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 362
  • Sl. sólarhring: 434
  • Sl. viku: 2771
  • Frá upphafi: 1166145

Annað

  • Innlit í dag: 293
  • Innlit sl. viku: 2384
  • Gestir í dag: 274
  • IP-tölur í dag: 269

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband