Leita í fréttum mbl.is

Andlát lýðræðis

Arnar_THor_Mbl_BW-188x300

Sífellt skýrara verður að lýðræðið á í vök að verjast.  Lög koma á færibandi frá erlendu ríkjasambandi og furðu fáir verða til þess að segja hið augljósa; að eitthvað mikið sé að. 

Arnar Þór Jónsson er í hópi hinna fáu sem benda á að keisarinn sé á góðri leið með að verða allsber. Úr penna hans renna iðulega sannindi sem kunna að þykja óþægileg, en þeim mun mikilvægara er að þeim sé haldið á lofti.  Hann segir m.a. í nýrri grein í Morgunblaðinu:

Þegar þátttaka í stjórnmálum var ekki lengur þjónustuhlutverk, heldur starfsferill, náðu þeir lengst sem spurðu engra spurninga, voru reiðubúnir að kynda undir óvild manna í garð samborgara sinna, veigruðu sér ekki við að hóta þeim sem sýndist skorta undirgefni og hikuðu ekki við að framfylgja fyrirskipunum með valdbeitingu. Frammi fyrir þessu rann smám saman upp fyrir kjósendum að stjórnmálin höfðu umbreyst í leiklestur og stjórnmálamennirnir í brúður.

 

og Arnar Þór spyr:

 

Hafa Íslendingar þrek til þess, eða kjósa menn enn að dvelja sofandi á draumþingum og hlusta hálfsofandi á léleg handrit leiklesin á öllum sviðum einkalífs og þjóðlífs?

 

https://fullveldisfelagid.is/er-lydraedid-dautt/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Arnar Þór hefur dug og þor til að segja það upphátt, sem aðrir menn þora varla að hugsa.

Spurningin er því miður einungis: Hvernig verður þaggað niður í honum?

Jónatan Karlsson, 9.8.2022 kl. 07:09

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Arnar Þór Jónsson vill sem sagt þjóðaratkvæðagreiðslu hér á Íslandi um aðild landsins að Evrópusambandinu, fyrst karlinn er svona mikill lýðræðissinni. cool

Evrópusambandið er samband sjálfstæðra ríka sem geta sagt sig úr sambandinu, ólikt Bandaríkjunum, þar sem til að mynda Kalifornía getur ekki sagt sig úr Bandaríkjunum.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru og hafa verið mun hærri en Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu. cool

Stýrivextir Seðlabanka Evrópu eru nú 0% en Seðlabanka Íslands 4,75%.

9.3.2022:

Um helmingur Íslendinga hlynntur aðild að Evrópusambandinu og einungis þriðjungur mótfallinn cool

4.10.2018:

"F
leiri landsmenn eru fylgjandi því að taka upp evru eða 46% á móti ríflega 36% sem eru því á móti." cool

Vaxandi stuðningur við aðild að Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 9.8.2022 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 1121213

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband