Leita í fréttum mbl.is

Kveðja til Norðmanna

heimssyn-12 Folkeavstemningen 1972

Fyrir 50 árum gerðist sá sögulegi atburður að Norðmenn afþökkuðu innlimun í Evrópubandalagið í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Meirihlutinn þann 25. september 1972 var frekar naumur, en ekki fer milli mála að yfirgnæfandi meirihluti Norðmanna mundi afþakka innlimun ef kosið væri í dag.  Það má segja að hurð hafi skollið nærri hælum árið 1972, og reyndar aftur 1994.  Það minnir okkur á að það er ekki rétt að nýta tímabundnar annarlegar aðstæður í samfélaginu til að ná fram niðurstöðu í atkvæðagreiðslu sem kollvarpar stjórnskipun til ófyrirsjáanlegrar framtíðar.  Það skulum við kalla svindl.

   

Heimssýn sendi Norðmönnum kveðju á myndbandi.  Hér fer texti hennar:

 

Faller Norge, da faller Island.  Hvis Island faller, da faller Norge. 

Det er ikke sikkert det er sant, men vi önsker ikke aa overpröve det.  I de seneste aarene har vi paa Island kjempet kontinuerlig mot overföring av statsmakt til Europaunionen.  Först i aarene etter 2009 da islands daværende regjering önsket medlemskap og deretter i kampen mot energiunionen og ACER.  I bakgrunnen har vi saa en voksende kamp mot EÖS sem er I ferd med aa bli en omvei inn i unionen, som vil alle kjenner.

I denne kampen har vi paa Island hatt en ubeskrivelig stötte fra Nei til EU I Norge.  Den kunnskapen som genereres I Norge flyter over til Island og gir et meget stort bidrag til aa löfte nivaaet til debatten og overbevise befolkningen om at medlemskap I EU og demokrati er uforenelige.

Vi har mye aa take vaare norske slektninger for.  Jeg gjör det naa.  Og jeg vil spesielt nevne Katherine Klevelend, Morten Harper, Peter Örebech og Magnar Nomedal.  Disse navn vil ikke bli glemt paa Island.    Hjertelig takk til alle dere andre ogsaa for stötte af forskjellig art igjennom aarene.

Vi gratulerer med femtiaarsdagen til seieren i 1972.  Vi gratulerer Nei til EU og hele Norges befolkning og önsker at demokratiet aldri vil falle, hverken i Norge eller paa Island.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er einfaldlega stefna Samfylkingarinnar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar að framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur ásamt fleirum flutt um það þingsályktunartillögu á Alþingi.

Og önnur þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um aðildarsamninginn.

9.3.2022:

Um helmingur Íslendinga hlynntur aðild að Evrópusambandinu og einungis þriðjungur mótfallinn

4.10.2018:

"Fleiri landsmenn eru fylgjandi því að taka upp evru eða 46% á móti ríflega 36% sem eru því á móti."

Vaxandi stuðningur við aðild að Evrópusambandinu

1.9.2022:

Stjórnarflokkarnir næðu ekki þingmeirihluta ef kosið yrði núna - Fylgi Samfylkingarinnar eykst um fimmtíu prósent

Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

25.2.2014:

Mikill meirihluti kjósenda allra flokka á Alþingi vill þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið

Samþykkt meirihluta Alþingis frá 16. júlí 2009 um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið er enn í fullu gildi, þar sem þingsályktunin hefur ekki verið dregin til baka af Alþingi.

"Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning."

Þingsályktun um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu

18.12.2012:

""Ég trúi því að það þjóni bæði hagsmunum Íslands og Evrópusambandsins að ljúka þessum samningaviðræðum," segir Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, um aðildarviðræður Íslands að sambandinu."

"Við munum taka mið af ýmsum sérhagsmunum Íslands ... og vonandi felast næstu skref í því að við fáum tækifæri til að kynna endanlegan samning fyrir íslensku þjóðinni, þannig að þjóðin geti tekið upplýsta ákvörðun.""

8.4.2013:

"Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins kveðst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði."

"Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að Evrópusambandið væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga.

Stækkunarstjórinn sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri."

"Í samningsafstöðu Íslendinga eru settar fram skýrar kröfur um að við myndum viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum."

"Gangur í viðræðunum hefur verið góður, 27 kaflar hafa verið opnaðir og 11 lokað og einungis er eftir að hefja viðræður um sex kafla."

Þorsteinn Briem, 25.9.2022 kl. 10:59

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjávarútvegur er stór atvinnugrein í Skotlandi, eins og hér á Íslandi, og meirihluti Skota vill aðild að Evrópusambandinu.

Þar að auki yrði fiskveiðilögsaga Skotlands um tvisvar sinnum stærri en samanlögð fiskveiðilögsaga Englands, Wales og Norður-Írlands.

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip frá Evrópusambandsríkjunum að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og í Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.

30.9.2020:

"Norðmenn og Bretar hafa náð samkomulagi um fiskveiðisamning sem tekur gildi 1. janúar næstkomandi þegar aðlögunartíma vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu lýkur.

Samningurinn kveður á um ramma um gagnkvæmar veiðiheimildir í lögsögu ríkjanna, eftirlit og rannsóknir, að því er fram kemur í tilkynningu frá norsku ríkisstjórninni.

Skrifað verður undir samkomulagið í London síðar í dag."

Loðna hefur gengið á milli lögsagna Íslands og Noregs við Jan Mayen. Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa hins vegar lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum með aðild Íslands að Evrópusambandinu, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla niður tollar á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, sem stóreykur fullvinnslu hér á Íslandi á sjávarafurðum og landbúnaðarafurðum, til að mynda skyri og lambakjöti.

26.8.2010:

"Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi verði íslenskum og færeyskum skipum bannað að landa þar ferskum [óunnum] fiski.

Andrew Charles, fiskverkandi í Bretlandi, sagði í samtali við BBC að slíkt löndunarbann jafngilti því að loka höfnunum í Grimsby og Hull."

27.11.2020:

Vill nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands

Map showing UK's exclusive economic zones

Þorsteinn Briem, 25.9.2022 kl. 11:07

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópusambandsríkin eru stærsti markaðurinn fyrir íslenskar sjávarafurðir.

5.11.2020:

Verðmætustu afurðirnar til Frakklands

Við Íslendingar yrðum langstærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu, hefðum þar yfirburði í útgerð og fiskvinnslu, og Norðmenn eru okkar helstu keppinautar í sölu á sjávarafurðum.

http://static.mbl.is/skyringarmyndir/2009/01/sjvartvegur_6.jpg

Þorsteinn Briem, 25.9.2022 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 17
  • Sl. sólarhring: 368
  • Sl. viku: 1952
  • Frá upphafi: 1184359

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 1680
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband