Leita í fréttum mbl.is

Í leikskólanum

heimssyn-hjortur

Hjörtur ræðir Evrópumál af skynsemi, sem fyrr.  Hann rifjar upp að hinn pólitíski ómöguleiki er ekki séríslensk hugmynd.  Á sínum tíma lýsti Evrópuþingið áhyggjum sínum af því að ríkisstjórn Íslands væri klofin í afstöðu sinni til innlimunar Íslands í Evrópusambandið.

Núna er ríkissjórnin ekki lengur klofin, hún er einhuga um að ganga ekki inn.  Hvernig halda menn að umsókn frá Íslandi yrði tekið við slíkar aðstæður?

 

http://fullveldi.is/?p=19440&fbclid=IwAR18kTI2eHrOE-G9HOwZtmXXEiO_CikpE_bx8rIMAtR76vQ0i9380w-e-Fk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þingflokkur Vinstri grænna og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, er á móti aðild Íslands að NATO.

En þrátt fyrir það hefur Katrín að sjálfsögðu verið á fundum NATO sem forsætisráðherra Íslands og ekkert erfiðara að vera í ríkisstjórn sem lýkur aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið í samræmi við vilja meirihluta íslenskra kjósenda.

9.3.2022:

Um helmingur Íslendinga hlynntur aðild að Evrópusambandinu og einungis þriðjungur mótfallinn

1.9.2022:


Stjórnarflokkarnir næðu ekki þingmeirihluta ef kosið yrði núna - Fylgi Samfylkingarinnar eykst um fimmtíu prósent

25.2.2014:


Mikill meirihluti kjósenda allra flokka á Alþingi vill þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið

Það er einfaldlega stefna Samfylkingarinnar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar að framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu.


Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur ásamt fleirum flutt um það þingsályktunartillögu á Alþingi.

Og önnur þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um aðildarsamninginn.

152. löggjafarþing 2021-2022:

Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu

21.3.2022:


"Fram kemur í grein­ar­gerð til­lög­unnar að þings­á­lykt­un­ar­til­laga af nákvæm­lega sama meiði hafi verið lögð fram á 144. lög­gjaf­ar­þingi af Árna Páli Árna­syni, Katrínu Jak­obs­dótt­ur, Guð­mundi Stein­gríms­syni og Birgittu Jóns­dótt­ur.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, þá leið­togi Vinstri grænna í stjórn­ar­and­stöðu en nú for­sæt­is­ráð­herra, mælti fyrir til­lög­unni er hún var borin fram í mars 2015.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni er vísað til þess að í júlí 2009 hafi Alþingi ályktað að fela rík­is­stjórn­inni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu og að loknum við­ræðum við sam­bandið yrði haldin þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um vænt­an­legan aðild­ar­samn­ing.

"Sú þings­á­lyktun er enn í fullu gildi, enda hefur hún ekki verið felld úr gildi með annarri ályktun Alþing­is," segir í grein­ar­gerð­inni.

Og því er bætt við að til­gangur til­lög­unnar sé að fylgja eftir þeim vilja Alþingis sem end­ur­speglist í þings­á­lykt­un­inni frá árinu 2009."

Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 27.9.2022 kl. 20:09

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.12.2012:

""Ég trúi því að það þjóni bæði hagsmunum Íslands og Evrópusambandsins að ljúka þessum samningaviðræðum," segir Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, um aðildarviðræður Íslands að sambandinu."

"Við munum taka mið af ýmsum sérhagsmunum Íslands ... og vonandi felast næstu skref í því að við fáum tækifæri til að kynna endanlegan samning fyrir íslensku þjóðinni, þannig að þjóðin geti tekið upplýsta ákvörðun.""

8.4.2013:

"Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins kveðst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði."

"Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að Evrópusambandið væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga.

Stækkunarstjórinn sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri."

"Í samningsafstöðu Íslendinga eru settar fram skýrar kröfur um að við myndum viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum."

"Gangur í viðræðunum hefur verið góður, 27 kaflar hafa verið opnaðir og 11 lokað og einungis er eftir að hefja viðræður um sex kafla."

Þorsteinn Briem, 27.9.2022 kl. 20:12

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hið Rússneska félag Heimssýn talar og bullar um innlimanir í sambandið við inngöngu ríkja í Evrópusambandið. Á meðan Rússland ræðst inn í Úkraínu og innlimar hluta þess ríkis með fölsum kosningum eins og gert var í Krím árið 2014.

Fastaháttur Heimssýnar er orðin augljós öllum þeim sem sjá og ljóst að er Heimssýn er félag sem verður fljótlega litið á sem skömm Íslands. Enda ekkert nema öfgafélag fólks sem skilur ekki heiminn og lifir í samsæriskenninga heimi og er gjörsamlega ótengt raunveruleikanum.

Brexit gengur þannig að efnahagur Bretlands er að hrynja þessa dagana eins og sjá má á fréttum. Pundið fallið niður í lægsta verðgildi frá upphafi núverandi útgáfu pundsins (sem er í kringum 1965 til 1973) og staðan í efnahagnum þar er svo slæmt að IMF sagði ríkisstjórninni í Bretlandi að stefnan sem þeir væru á mundi gera ríkið gjaldþrota.

Heimssýn dásamaði Brexit en lítið heyrist af þeim um það núna. Þó heldur Heimssýn áfram að bulla og rugla um Evrópusambandið og innlimanir.

Ég legg til þess að öll Heimssýn fari á sterk geðlyf og skrái sig í langtímameðferð hjá sálfræðingi. Það sem hrjáir fólk í Heimssýn er gengdarlaus tortryggni og fasismi.

Jón Frímann Jónsson, 29.9.2022 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 17
  • Sl. sólarhring: 369
  • Sl. viku: 1952
  • Frá upphafi: 1184359

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 1680
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband