Leita í fréttum mbl.is

Erlent ríkjasamband á að ráða

Í svokölluðum lýðræðisríkjum sem eru fullvalda eru lög sett af fólki sem til þess er kjörið af fólkinu í viðkomandi ríki.  Það fyrirkomulag er auðvitað umdeilanlegt, en ekki hefur tekist að finna annað betra. 

Nú er í undirbúningi að hnykkja á forgangi laga sem koma í pósti frá útlöndum. Skiptir þá engu hvort þau lög henti Íslandi og Íslendingum, eða ekki.  

Er ekki tímabært að endurskoða þetta undarlega fyrirkomulag?

 

 

Mál nr. 27/2023:

„Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993, með síðari breytingum (bókun 35)“.

„Með frumvarpinu er lagt til að sett verði ný 4. gr., til viðbótar 3. gr. laga um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993, þess efnis að þegar lagaákvæði sem réttilega innleiðir skýra og óskilyrta reglu á grundvelli EES-samningsins er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skuli hið fyrrnefnda ganga framar."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

surprised Þetta er náttúrulega fyrir neðan allar hellur. Ég er alveg sammála því, sem þið segið. Ég leyfi mér að kalla þetta frekju og yfirgang, sem á ekki að líðast. Mér finnst meira en kominn tími til, að við förum að endurskoða þennan samning okkar um EES, þegar þetta er komið inn á þessa vegi, því að þetta er alveg óþolandi og óskiljanlegt. Ég get ekki sagt annað.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2023 kl. 13:38

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðbjörg Snót.

Það býr ekki meiri frekja að baki forgangsreglunni en svo að hún hefur verið hluti af EES-samningnum allt frá því að hann var undirritaður af hálfu Íslands á sínum tíma.

Vandamálið er aftur á móti að forgangsreglan var aldrei réttilega innleidd í íslensk lög þó því hefði verið lofað með undirritun samningsins. Að verið sé að bæta úr þessu tæpum þremur áratugum síðar er vitnisburður um dapra frammistöðu íslenskra stjórnvalda við að fara eftir sínum eigin loforðum.

Svo má hafa skoðun á kostum og göllum EES-samningsins, en á meðan hann er í gildi verður að fara eftir honum.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.3.2023 kl. 14:15

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

EES samningurinn er bara til TRAFALA eins og hann er í dag. ÞAÐ ER RÉTT AÐ MINNA Á ÞAÐ AÐ KANADA FÉKK MUN HAGSTÆÐARI TVÍHLIÐA SAMNING VIÐ ESB EN EES BÝÐUR OKKUR UPP Á Í DAG.  ÞAÐ EINA SEM ER Í STÖÐUNNI ER AÐ SEGJA EES SAMNINGNUM UPP ÞÓTT FYRR HEFÐI VERIÐ....

Jóhann Elíasson, 10.3.2023 kl. 14:13

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jóhann. Fékk Kanada aðgang að EFTA dómstólnum eða sambærilegum dómstól til að skera úr um réttindi og skyldur?

Ef ekki þá hefur sá samningur verið mun takmarkaðri en EES, sem er miklu meira en bara viðskiptasamningur.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2023 kl. 19:54

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur, vertu ekki  með þessa útúrsnúninga og vitleysu þú veist ósköp vel að EFTA dómstóllinn hefur ekkert með tvíhliða samning að gera og samningurinn sem Kanada gerði við ESB innifelur það EKKI að Kanada þurfi að innleiða lög og reglur ESB í sín landslög, ásamt mun hagstæðari tollasamningum en Ísland hefur í gegnum EES og ef þú metur ekki þann samning hagstæðari en þann sem Ísland hefur í gegnum EES samninginn þá erum við bara á öndverðri skoðun, sem truflar mig svosem ekkert.  Ég tel mig bara vera búinn að útskýra mitt mál ágætlega....

Jóhann Elíasson, 11.3.2023 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 106
  • Sl. sólarhring: 131
  • Sl. viku: 1378
  • Frá upphafi: 1143442

Annað

  • Innlit í dag: 88
  • Innlit sl. viku: 1175
  • Gestir í dag: 87
  • IP-tölur í dag: 87

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband