Leita í fréttum mbl.is

Leiðin út úr auraþokunni

Stundum getur verið erfitt að sjá til lands í þokukenndri umræðu.  Lausnin er þá að hreinsa burtu froðuna.  Það er stundum hægt að gera með því að huga að breytistærðum.  Raunvextir eru breytistærð sem lýsir leiguverði á peningum.  Nafnvextir eru líka breytistærð sem gott getur verið að nota, en hafa verður í huga verðrýrnun gjaldmiðils í því samhengi. 

Breytistærðir sem lýst er með orðum á borð við „borga þrisvar fyrir íbúð“ eru erfiðar viðfangs.  Maður kaupir íbúð á 10 milljónir og 20 árum síðar selur hann íbúðina á 50 milljónir.  Hann borgar 50 milljónir í vexti og afborganir.  Hversu oft borgar hann íbúðina sína?  Hann borgar 5 sinnum kaupverðið, en einu sinni verðmæti íbúðarinnar sem hann seldi.   Reikna mætti meðalverð íbúðarinnar á tímabilinu sem hann átti hana eða taka meðaltal af kaupverði og söluverði.  Niðurstaðan af æfingum af þessu tagi er að breytistærðin „borga X sinnum fyrir íbúð“ er illskiljanleg og vond.  Hún gegnir helst því hlutverki að dæla þoku inn í umræðuna og kannski er það hið raunverulega markmið. 

Best er að hætta að nota vondar breytistærðir og halda sig við hið einfalda, vexti og raunvexti.

Raunvextir á óverðtryggðum húsnæðislánum eru nálægt núlli á Íslandi. Það verður seint talið hátt verð, jafnvel þótt þeir séu neikvæðir í sumum öðrum löndum.  Ekki er augljóst að mikil sanngirni felist í neikvæðum raunvöxtum.  Greiðslubyrði er á hinn bóginn há á flestum óverðtryggðum lánum.  Það er tæknilegt vandamál sem einfalt ætti að vera að laga, ef vilji stæði til þess.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 29
  • Sl. sólarhring: 499
  • Sl. viku: 2536
  • Frá upphafi: 1166296

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2173
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband