Leita í fréttum mbl.is

En Píratar?

Hvað skyldi fullveldissinnaði Píratinn hafa að segja við félaga sína sem telja að það ætti að skoða að koma Íslandi undir stjórn Evrópusambandsins? 

Því er fljótsvarað.  Hann þarf bara að sýna þeim tilkynninguna sem kemur upp þegar reynt er að opna vefsíður fréttastofa sem eru í ónáð í sambandinu.   Þar segir nefnilega á útlensku: „This site can´t be reached“

Þær síður sem stjórnvöldum í Evrópusambandinu leiðast eru bara lokaðar.  Einfalt og þægilegt.  Alveg eins og sagt er að hafi verið austan járntjalds í gamla daga.  Enginn and-eitthvað áróður og allir glaðir. Það er einmitt rúsínan í pylsuendanum; það mótmælir enginn. Það er ekki nóg með að Píratar yrðu þegnar í ríki þar sem stjórnvöld ákveða hvaða fréttir megi lesa, heldur virðast samborgararnir hæstánægðir með þá leiðsögn stjórnvalda. 

Það yrði skrítið fyrir Pírata að „deila fullveldi“ með því fólki.

Því skal spáð, að í kjölfar kynningar á þessum kaldranalegu staðreyndum, muni fylgi við innlimun Íslands í Evrópusambandið falla niður í núll í röðum Pírata.

 

Við minnum á Heimssýn á Fasbók:  https://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/2292587/

Gerist áskrifendur!  Það kostar ekkert. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 110
  • Sl. sólarhring: 249
  • Sl. viku: 1856
  • Frá upphafi: 1120639

Annað

  • Innlit í dag: 106
  • Innlit sl. viku: 1594
  • Gestir í dag: 104
  • IP-tölur í dag: 102

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband