Leita í fréttum mbl.is

Það er ekki núverandi kerfi sem skiptir mestu máli

heldur sú staðreynd að styrkjakerfi og lög um allt mögulegt í Evrópusambandi framtíðar verður ákveðið af öðrum en þeim sem búa í litlu samfélagi norður hjara, og skiptir þá engu hvort Ísland er í sambandinu eða ekki. 

Um þetta er fjallað í grein Haraldar Ólafssonar í DV 30. júlí.  Þar segir: 

Thomas Möller ræðir í löngu mál í DV 27. júlí sl. um landbúnað, styrki og hugsanlegan gróða við að segja sig til sveitar hjá Evrópusambandinu. Þá fer Thomas nokkrum orðum um frjálsa verslun.

Í styrkjaþokunni er stundum erfitt að sjá til og sumir villast. Lausnin er þá ekki að lesa reglurnar tíu sinnum til viðbótar og reyna svo að giska á hvað þær þýða heldur að rifja upp að styrkjakerfi Evrópusambandsins er fjarri því að vera meitlað í stein. Þegar nýtt ríki er innlimað getur kerfið verið orðið allt annað en það var, þegar það sama ríki sótti um aðild. Allar líkur standa til þess að árum eða áratugum seinna verði svo enn annað kerfi. Kannski verða þá engir styrkir, bara skattar. Hver veit? Allar slíkar breytingar koma að utan, enda væri mjög ólýðræðislegt að örþjóð innan stórveldisins fengi að ráða ferðinni í styrkjalöggjöf.

Hvað verslun varðar, þá verður að hafa í huga að Evrópusambandið er ekki félagsskapur um frjálsa verslun, nema milli ríkjanna sem að því standa, Þýskalands og Frakklands, og þeirra fylgiríkja. Gagnvart öðrum, sem eru um 95% af íbúum jarðarinnar er Evrópusambandið tollabandalag sem sinnir hagsmunum þeirra sem ráða ferðinni í sambandinu, og innheimtir tolla sem renna í fjárhirslurnar í Brussel. Enginn veit hversu háir þeir verða í framtíðinni.

Heldur svo einhver að það verði hægt um vik að hætta í félaginu þegar blæs á móti? Nei, þá er það orðið of seint, þá er bara að borga.

 

https://www.dv.is/eyjan/2023/07/30/haraldur-olafsson-skrifar-hverfull-er-grodinn-vid-fullveldisframsal/

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 21
  • Sl. sólarhring: 265
  • Sl. viku: 1891
  • Frá upphafi: 1184628

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 1620
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband