Leita í fréttum mbl.is

Þegar umhverfisskattur virkar öfugt við það sem honum er ætlað

Svokallaðir mengunarskattar eru m.a. ætlaðir til að breyta neyslumynstri til að draga úr mengun.  Kolefnisskattar eru af þeirri gerð, þó svo deilt sé um hvort rétt sé að kalla koltvísýring mengun. Skattarnir virka misvel, ekki síst eftir því hverjir valkostirnir eru á hverjum stað.  Fleira getur ruglað dæmið, til dæmis ef nýtt neyslumynstur leiðir til meiri mengunar í fjarlægu landi eða á öðru sviði sem ekki er í bókhaldinu.

Stundum virkar mengunarskattur í gagnstæða átt við það sem honum er ætlað.  Lítum til dæmis á ferðalag frá Mílanó til Seattle.  Ekki er kostur á beinu flugi, svo það verður að millilenda.  Stysta leið liggur yfir suðvestanvert Ísland, svo millilending í Keflavík er ákjósanleg.  Leiðin milli Mílanó og Keflavíkur verður skattlögð í botn, svo hún kemur varla til greina.  Farþeginn velur því til dæmis að fljúga um Nýju Jórvík, sem er miklu lengri leið, en líklega ódýrari vegna skattfrelsis.  

Niðurstaðan verður að skatturinn leiðir til meiri mengunar. 

Nokkur íslensk fyrirtæki missa líka spón úr aski sínum, en það er annað mál.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 180
  • Sl. sólarhring: 245
  • Sl. viku: 2115
  • Frá upphafi: 1184522

Annað

  • Innlit í dag: 164
  • Innlit sl. viku: 1827
  • Gestir í dag: 156
  • IP-tölur í dag: 151

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband