Leita í fréttum mbl.is

Dómur yfir pylsureglunni - Er nýr kafli að hefjast?

Eins og við mátti búast ýtti dómur hæstaréttar í Noregi  um orkupakkamálið af stað umræðu þar í landi.  Fjallað er um ýmsa anga málsins og snert er á grundvallaratriðum er varða lög og rétt. Lögfræðiprófessorarnir Cristoffer Conrad Eriksen við Háskólann í Osló og Eirik Holmöyvik við Háskólann í Björgvin eru uggandi yfir ýmsum þáttum dómsins og líkja honum við loftkastala á traustum grunni og er þar vísað í Ibsen.  Þeim verður tíðrætt um óvissu sem dómurinn skapar og eru augljóslega hissa á því að hæstiréttur skuli staðfesta lögmæti pylsureglunnar sem gengur út á að valdaframsal án aukins meirihluta sé í góðu lagi, ef þess er gætt að það sé gert í nógu smáum skrefum.

 

Orðrétt segja þeir um pylsuregluna:

 

Høyesteretts konklusjon var at hverken Stortinget eller domstolene var forpliktet til å ta tidligere tilfeller av myndighetsoverføringer i betraktning ved vurdering av om en myndighetsoverføring er lite inngripende. Det betyr at de enkelte tilfeller av myndighetsoverføring kan deles opp i mer eller mindre tynnes skiver.

 

Þótt það sé ekki sagt berum orðum má lesa út úr greininni, sem lesa má ókeypis ef menn skrá sig inn, að Noregur hafi tekið stórt skref í þá átt að koma samskiptunum við meginland Evrópu í annan farveg en þann sem EES markar.  Þangað leita nú öll vötn, bæði í Noregi og á Íslandi.

 

https://www.aftenposten.no/meninger/kronikk/i/69G9O0/hoeyesterett-har-i-acer-dommen-konstruert-et-ibsensk-luftslott-med-grunnmur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Hæstiréttur Noregs notaði heimatilbúna túlkun sína á stjórnarskránni til að friðþægja ESB maddömuna. Stjórnarskrá Noregs er alveg skýr með það að það þarf aukinn meirihluta í norska þinginu til að framselja fullveldið eða bita af því til yfirþjóðlegs valds. Þar er enginn afsláttur gefinn. Íslenska stjórnarskráin leyfir slíkt framsal alls ekki. Íslendingar þurfa að fá dóm hæstaréttar Íslands vegna 3. orkupakkans ÁÐUR en ESB maddaman sest ofan á okkar ágætu hæstaréttardómara.

Júlíus Valsson, 14.11.2023 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 33
  • Sl. sólarhring: 355
  • Sl. viku: 1968
  • Frá upphafi: 1184375

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 1696
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband