Leita í fréttum mbl.is

Kveikur í graut

Sérkennilegur þáttur um peningamál var sýndur á sjónvarpsstöð sem kallar sig RÚV og margir kannast við.  Þátturinn ber nafnið Kveikur og var sýndur 5. desember síðastliðinn.

Í þættinum er margoft endurtekið að sum fyrirtæki á Íslandi geri upp í erlendri mynt, en slíkt standi heimilum ekki til boða.  Ekki er ljóst hvers konar uppgjör er vísað í, því eins og flestir vita skila hvorki einstaklingar né einkaheimili bókhaldi, hvað þá ársreikningum.  Það er hinn bóginn ljóst að mönnum er frjálst að semja um launagreiðslur í nánast hverju sem er, þar með talið evrum, dölum, salti eða gulli. Eins geta menn keypt útlenda peninga fyrir öll launin sín og geymt þá undir koddanum eða annars staðar þar sem hentar.

Þá má af sjónvarpinu skilja að með því að gera ekki upp krónum, heldur dölum eða evrum sé hægt að láta bókhald fyrirtækja líta svo vel út að það verði auðveldara að fá lán og að lánið verði jafnvel ódýrara en ef gert er upp í krónum.  Allt er það sérkennilegt og virðist byggjast á því að hægt sé að stunda bókhaldssjónhverfingar sem bankar sjái ekki í gegnum þegar þeir skoða rekstur og eignir fyrirtækja sem vilja fá lán. Hvað skyldu bankamenn segja um það?     

Ótalmargt fleira sem ástæða væri til að ræða frekar var kynnt í fyrrnefndum þætti, en eitt af því undarlegasta var þegar viðmælandi sagði undir lok 9. mínútu þáttarins að raunvextir á íbúðalánum á Íslandi væru rúmlega 10%.  Eins og flestir vita er það ekki rétt.  Raunvextir á íbúðalánum í stærsta banka Íslands eru rúmlega 3%.  Öllum getur orðið á og í beinni útsendingu verða mismæli ekki löguð eftir á. Hér er á hinn bóginn ekki bein útsending, heldur þáttur þar sem klippt er út og suður og allt hægt að laga og leiðrétta.  Það er samt ekki gert. Þáttastjórnandi leiðréttir viðmælandann ekki og tökumaður slekkur ekki og byrjar upp á nýtt eins og venjan er þegar viðmælandi ruglast í ríminu. Ekkert er heldur lagað í vinnslu þáttarins.  Það vekur óneitanlega upp spurningar um hversu vel þeir sem að verkinu standa skilja það sem fjallað er um.  Eru áhorfendur kannski að horfa inn í einhvers konar hliðarveruleika þar sem allt er í graut og óljós tengsl við raunveruleikann?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 39
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 2002
  • Frá upphafi: 1176856

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 1824
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband