Leita í fréttum mbl.is

Klappsteinn um áramót

Framtíð Íslands er til umfjöllunar í Morgunblaðinu 30. desember.   Einn þeirra sem skrifar er Róbert Spanó. Róbert fer um víðan völl og flest það sem hann fjallar um er hreint ágætt að flestra mati.  Lífið er gott, en gæti verið enn betra.  Inn á milli laumast almennt orðaðar hugleiðingar um að það þurfi að „efla stöðu landsins í samfélagi Evrópuþjóða“, að það þurfi að ræða inngöngu í Evrópusambandið af „yfirvegun og festu“, þó svo Róbert treysti sér ekki að fullyrða fullum fetum að Ísland eigi að ganga þar inn.  Þá er tekið undir sönginn um að samningurinn um EES hafi gjörbreytt Íslandi til hins betra.

Allt eru þetta kunnugleg stef, en sjálfsagt að minna á að aðild að Evrópusambandinu hefur verið rædd af yfirvegun og festu i áratugi.  Niðurstaðan er alltaf sú sama, að það sé langsamlega farsælast að Íslendingar stjórni sér sjálfir, en ekki bandalag undir stjórn gömlu nýlenduveldanna á meginlandi Evrópu.  Ekkert mælir með síðarnefnda fyrirkomulaginu.    

Þá hefur heldur ekkert handfast komið fram sem bendir til þess að samfélag á Íslandi væri lakara en það er, ef ekki hefði verið EES.  Reyndar má færa fyrir því rök að töluverður, og sívaxandi, beinn og óbeinn kostnaður sem tengist EES hefði sparast og það hlýtur að koma að því að það samstarf verði endurskoðað með frjálsa verslun að leiðarljósi.

Að svo mæltu óskar Heimssýn landsmönnum og öðrum jarðarbúum friðar, gæfu og gengis á nýju ári


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 442
  • Sl. viku: 1754
  • Frá upphafi: 1120537

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 1496
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband