Leita í fréttum mbl.is

Heimsendir í nánd!

Eitt helsta einkenni Evróputrúboðsins eru heimsendaspárnar.  Aldrei ganga þær eftir, en samt koma þær aftur og aftur.  Jafnvel útgefendur kolvitlausra heimsendaspáa fara á kreik aftur, strax að lokinni rangri spá, og byrja að spá á ný.

Þannig var þetta í Icesave-málunum.  Íslandi var spáð öllu illu í tvígang.  Ekkert gekk eftir, en spámennirnir ganga um bísperrtir og halda áfram að mala eins og ekkert hafi í skorist.  Í Bretlandi var spáð efnhagshörmungum ef BREXIT gengi eftir.  Ekki urðu þær og nú eru horfur Breta bjartari en stórríkjanna sem enn eru í Evrópusambandinu.  Í Noregi er búið að hóta myrkum miðöldum í tvígang, árið 1972 og 1994.  Í bæði skiptin afþökkuðu Norðmenn aðild að bandalaginu og heimsendaspárnar fór rakleitt í vaskinn.

Nú eru nokkrar hjáróma raddir, m.a. Evrópuspekúlantsins Róberts Spanó, að reyna að gefa til kynna að illa fari ef Íslendingar samþykki ekki bókun 35, eftir 30 ára umhugsun.  Því trúir auðvitað ekki nokkur maður, og líklega ekki einu sinni heimsendaspámennirnir sjálfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 27
  • Sl. sólarhring: 363
  • Sl. viku: 1962
  • Frá upphafi: 1184369

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1690
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband