Leita í fréttum mbl.is

Geltið er svo leiðinlegt

 

Langtímamarkmið Evrópusambandsins virðist vera að koma völdum frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum til embættismanna í hásölum sambandsins og þeirra fulltrúa í héraði.  Það er ekki nýtt í mannkynssögunni og ætti ekki að koma neinum á óvart.   

Verkfærið sem dugað hefur best til að koma á þessu svokallaða Evrópusambandslýðræði er það sem kalla má rúllupylsa endurtekningarinnar. 

Rúllupylsan er þannig að ef örlítið er skorið af í hvert sinn, þá segja menn að það muni ekkert um það.  Það sé í lagi að skera örlítinn bita handa hundinum, því geltið í honum sé svo leiðinlegt.  Á endanum klárast pylsan. Þannig færist valdið í litlum bútum til embættismanna Evrópusambandsins.  

Endurtekningin er að ef menn af einhverjum ástæðum neyðast í atkvæðagreiðslu og útkoman er skökk, þá skal kjósa aftur, og aftur, þangað til rétt niðurstaða fæst.  Þegar hún er fengin ekki þörf á að kjósa aftur.

Nú stendur fyrir dyrum að sneiða stórt af pylsunni.  Sneiðin heitir bókun 35.  Það er búið að tala um hana svo lengi að allir eru orðnir leiðir.  Ekki síst þingmenn.  Utanríkisráðherra lét semja skýrslu um málið og hún er löng og leiðinleg.  Skýrslan segir fátt nýtt og boðskapur hennar er að það sé best að samþykkja bókun 35 vegna þess að Evrópusambandið langi svo til þess. 

Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna segja svo að geltið í sambandinu sé svo leiðinlegt að það sé best að samþykkja.  

Er skrýtið að fylgi stjórnarflokkanna sé á flótta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Bókun 35 er mjög stór sneið af fullveldinu, of stór sneið til að nokkur þingmaður sem á eftir snefil í sínu hjarta af virðingu fyrir stjórnarskránni og lögum landsins geti samþykkt slíkan glæp gegn Íslandi. Það vakti mikla furðu árið 2019 að allir þingmenn VG samþykktu innleiðingu 3. orkupakka ESB. Það var engu tauti við þá komið. Við í Orkunni okkar reyndum hvað við gátum. ESB-sinnar í X-D með formanninn, Gulla og Þórdísi í fararbroddi héldu VG í heljargreipum. Allt fyrir forsætisráðherraembættið, skítt með hag þjóðarinnar! X-B snérist að sjálfsögðu 180 gráður í málinu þrátt fyrir varnarorð Sigurðar Inga, enda aumingjaflokkur hinn meiri.

Júlíus Valsson, 7.3.2024 kl. 08:43

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það er alveg ljóst að heimssýn skilur ekki og neitar að skilja raunveruleikann og hefur gert það síðan hún var stofnuð árið 2002 til að vera á móti EES samningum og ESB. Heimssýn er sorglegur klúbbur gamals fólks sem er hrætt við allt saman og skilur ekki alþjóðleg stjórnmál og heiminn í kringum sig.

Það þýðir lítið að útskýra þetta fyrir fólki sem neitar að skilja hlutina.

Jón Frímann Jónsson, 8.3.2024 kl. 03:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 197
  • Sl. sólarhring: 252
  • Sl. viku: 1936
  • Frá upphafi: 1177109

Annað

  • Innlit í dag: 179
  • Innlit sl. viku: 1756
  • Gestir í dag: 176
  • IP-tölur í dag: 173

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband