Leita í fréttum mbl.is

Bjarni, Eyjólfur og Jakob Frímann

Alþingismenn ræddu EES-samninginn 7. mars síðastliðinn.  Eins og við mátti búast virðast sumir telja að Íslendingar dragi andann í gegnum EES, en hafa þegar betur er að gáð aldrei nein traust rök fram að færa.  Þeirra málflutningur minnir á auglýsingar fyrir sykraða gosdrykki.  Trúin á málstaðinn kemur með sífelldri endurtekningu á trúarjátningunni.

Þeir eru aðrir sem hafa sitthvað bitastætt að segja.  Eyjólfur Ármannsson hefur efasemdir um framsal valds til Evrópusambandsins og sér glögglega að bókun 35 gengur ekki upp.  Samflokksmaður Eyjólfs, Jakob Frímann Magnússon er augljóslega smeykur við það hvernig Evrópusambandið er að færa sig upp á skaftið í gegnum EES.   Bjarni Jónsson stendur vaktina sem fyrr og kemst víða ágætlega að orði, t.d. hér:

Slík nálægð má þó ekki verða til þess að gengið sé á hagsmuni okkar í viðskiptum, hvernig við högum lífi okkar og við látum hlut okkar, að staða okkar sem sjálfstæðrar þjóðar sé ekki virt. Það er sömuleiðis mikilvægt að við höldum áfram að byggja upp og styrkja tvíhliða samskipti og viðskiptasamninga við þjóðir utan Evrópusambandsins, en lokumst ekki inni eða verðum of háð viðskiptum og samskiptum við eitt ríkjasamband.

Hér má gera því skóna að Bjarni vísi m.a. í þá staðreynd að EES-samningurinn hefur reynst frjálsri verslun út fyrir hóp EES-ríkja fjötur um fót.  Það er ekki nógu gott.

https://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20240307T144617


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 23
  • Sl. sólarhring: 192
  • Sl. viku: 988
  • Frá upphafi: 1117911

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 880
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband