Leita í fréttum mbl.is

Dýrar viðskiptahindranir

Fræg eru orð Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, um að viðskiptafrelsi EES snerist að mestu um að koma í veg fyrir tæknilegar viðskiptahindranir.  Tollar væru hvort eð er lágir eða engir í viðskiptum innan Evrópu.

Að sama skapi bauð EES-samningurinn upp á tækifæri til að skapa tæknilegar hindranir gagnvart viðskiptum út fyrir Evrópusambandið, en það vill svo til að utan þess sambands er allur þorri mannkyns.    

Þessar tæknilegu hindranir koma niður á utanríkisviðskiptum Íslendinga með ýmsum hætti, sem Hjörtur J. Guðmundsson ræðir með greinargóðum hætti, eins og hann er vanur.  Hjörtur lýkur pistli sínum á þessum vel völdu orðum:

Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara þegar þau semja um viðskipti sín á milli. Ekki sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Þar með talið Evrópusambandið. Víðtækur fríverzlunarsamningur. Leið sem, ólíkt EES-samningnum, felur ekki í sér hindranir í viðskiptum við önnur ríki, upptöku íþyngjandi regluverks eða vaxandi framsal valds yfir eigin málum.

https://www.fullveldi.is/?p=38926


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 282
  • Sl. viku: 508
  • Frá upphafi: 1116610

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 444
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband