Leita í fréttum mbl.is

Svör forsetaframbjóđenda viđ spurningum Heimssýnar

Heimssýn sendi forsetaframbjóđendum nokkrar spurningar.  Svör bárust frá öllum, nema frambođum Ásdísar Ránar og Baldurs Ţórhallssonar.    Hér eru spurningarnar og svörin

Undanfarin ár hefur stjórnvald í sumum málaflokkum fćrst ađ hluta til útlanda.  Ekki er séđ fyrir endann á ţeirri ţróun.

 

 1) Telur ţú ađ forseti Íslands ćtti almennt ađ beita sér gegn frekari tilfćrslu á valdi til útlanda    

 

2)     Ef svariđ viđ 1) er jákvćtt, međ hvađa hćtti ćtti forsetinn ađ beita sér?

 

3)  Muntu, sem forseti, stađfesta lög sem í daglegu tali eru nefnd bókun 35?

 

4)  Muntu, sem forseti, stađfesta lög sem í daglegu tali eru nefnd orkupakki 4, eđa önnur lög sem framselja stjórnvald í orkumálum Íslendinga til Evrópusambandsins eđa stofnana ţess?

 

5) Muntu, sem forseti, stađfesta lög sem framselja stjórnvald í farsóttarmálum til útlanda?

 

 

 

Frá frambođi Arnars Ţórs Jónssonar

 

1)      Telur ţú ađ forseti Íslands ćtti almennt ađ beita sér gegn frekari tilfćrslu á valdi til útlanda?

Ekki er augljóst ađ sú valdatilfćrsla sem átt hefur sér stađ undanfarin ár, ţótt ekki sé talađ um ţađ sem er í bígerđ, standist stjórnarskrá.  Hlutverk forsetans er ađ standa vörđ um stjórnarskrána og ţví verđur ekki hjá ţví komist ađ forseti spyrni viđ og beiti sér gegn óhóflegri, og í framkvćmd óafturkrćfri, tilfćrslu á valdi til útlanda.  

 

2)     Ef svariđ viđ 1) er jákvćtt, međ hvađa hćtti ćtti forsetinn ađ beita sér?

Forsetinn á í stöđugu samtali viđ Alţingi og ríkisstjórn. Eins og landsmönnum er kunnugt getur forseti hafnađ ţví ađ stađfesta lög og í skjóli ţeirrar heimildar getur forsetinn beitt sér međ jákvćđum hćtti.

 

3)  Muntu, sem forseti, stađfesta lög sem í daglegu tali eru nefnd bókun 35?

Ţađ er vandséđ ađ bókun 35 standist stjórnarskrá Íslands.  Forsetinn getur ekki stađfest lög sem ganga gegn stjórnarskrá.  Sjálfur tel ég ađ bókun 35 sé óráđ.  

 

4)  Muntu, sem forseti, stađfesta lög sem í daglegu tali eru nefnd orkupakki 4, eđa önnur lög sem framselja stjórnvald í orkumálum Íslendinga til Evrópusambandsins eđa stofnana ţess?

Ekki er ljóst ađ ţađ fyrirkomulag sem veriđ er ađ koma á og lýtur ađ framsali á valdi í orkumálum til erlends ríkjasambands standist stjórnarskrá.  Sé vilji til ţess hjá ţjóđinni vćri eđlilegt ađ leitast viđ ađ breyta stjórnarskrá.  Ég hef miklar efasemdir um ađ Íslendingar vilji fćra erlendum embćttismönnum meiri völd í orkumálum á Íslandi, en ţeir hafa nú ţegar.  Sjálfur vil ég ţađ ekki.

 

5) Muntu, sem forseti, stađfesta lög sem framselja stjórnvald í farsóttarmálum til útlanda?

Ţađ er undarlegt, og hćttulegt, ađ vilja framselja ákvörđunarvald í farsóttarmálum til erlendrar stofnunar sem alţjóđleg stórfyrirtćki hafa óumdeilanlega mikil völd yfir. Forseti Íslands hlýtur ađ íhuga mjög vandlega ađ hafna ţví ađ stađfesta lög af ţví tagi.

 

 

Frá frambođi Ástţórs Magnússonar

 

1)      Telur ţú ađ forseti Íslands ćtti almennt ađ beita sér gegn frekari tilfćrslu á valdi til útlanda?

 

2)     Ef svariđ viđ 1) er jákvćtt, međ hvađa hćtti ćtti forsetinn ađ beita sér?

Standa vörđ um fullveldi og auđlindir ţjóđarinnar. Ný lög sem ganga á ţann rétt á ţjóđin ađ skera úr um í ţjóđaratkvćđagreiđslu.

 

3)  Muntu, sem forseti, stađfesta lög sem í daglegu tali eru nefnd bókun 35?

 Ef ţau lög eru ekki ađ ganga á fullveldi eđa auđlindir ţjóđarinnar ţá mun ég sem forseti stađfesta ţau, nema ađ til komi hávćr krafa um ađ tiltekiđ mál fari í ţjóđaratkvćđagreiđslu, ţá mun ég setja ţađ mál í slíkan farveg. 

 

4)  Muntu, sem forseti, stađfesta lög sem í daglegu tali eru nefnd orkupakki 4, eđa önnur lög sem framselja stjórnvald í orkumálum Íslendinga til Evrópusambandsins eđa stofnana ţess?

Ný lög sem ganga á fullveldi eđa auđlindir ţjóđarinnar á ţjóđin ađ skera úr um í ţjóđaratkvćđagreiđslu. 

 

5) Muntu, sem forseti, stađfesta lög sem framselja stjórnvald í farsóttarmálum til útlanda?

Öll lög sem ganga á rétt ţjóđarinnar til sjálfsákvörđunar eđa fullveldi eiga ađ fara í ţjóđaratkvćđagreiđslu. 

 

 

Frá frambođi Eiríks Inga Jóhannssonar

 

1)      Telur ţú ađ forseti Íslands ćtti almennt ađ beita sér gegn frekari tilfćrslu á valdi til útlanda?
 Valda flutningur frá sjálfstćđu lýđveldi á ekki ađ eiga sér stađ og tímabćrt ađ snúa viđ ţessari ţróun og afturkalla ţann skađa sem hefur orđiđ.
Ríki getur ekki talist sjálfstćtt ef ađ erlendir ađila hafa eitthvađ međ stjórnsýslu ţess ađ segja.
 

2)     Ef svariđ viđ 1) er jákvćtt, međ hvađa hćtti ćtti forsetinn ađ beita sér?
        Forsetinn fer međ forsćti međ ríkisráđi  og getur komiđ ţessum málum á veg einnig getur forseti gert samninga viđ útlönd.  ţegar kemur ađ lögum sem alţingi hefur samţykkt getur forsetinn lagt fram tillögur og lög fyrir ţinginu til ađ breyta og aftur kalla en svo er ţađ ţingsins ađ samţykkja ţađ og kjósenda ađ ţrýsta á ţingmenn sína.
 

3)  Muntu, sem forseti, stađfesta lög sem í daglegu tali eru nefnd bókun 35?
     Best vćri ađ ţessi bókun fćri ekki gegnum ţingiđ til forseta,  Ef svo fćri yrđi ţjóđaratkvćđis greiđsla um Bókun 35 undir mínu forsćti.
  Ţađ á ekkert ađ vera ćđri Íslenskum lögum á Íslandi annađ en stjórna skrá íslenska lýđveldisins.  Ţađ ţarf ađ vanda betur til í milliríkja samningum og tryggja ađ ekki séu samţykkt ákvćđi sem eiga ekki viđ beinni samkeppni í viđskiptum viđ erlend ríki.  Ísland deilir ekki sameiginlegum landamćrum og hefur ţví ekki ţörf á samkeppnis lög sem meginlands ríki ţurfa. 

 

4)  Muntu, sem forseti, stađfesta lög sem í daglegu tali eru nefnd orkupakki 4, eđa önnur lög sem framselja stjórnvald í orkumálum Íslendinga til Evrópusambandsins eđa stofnana ţess?
Nei, ég mundi vinna í ţví ađ fella orku pakka 3 og fleiri samnings og laga mistök í milliríkja samningum okkar.

 

5) Muntu, sem forseti, stađfesta lög sem framselja stjórnvald í farsóttarmálum til útlanda?
      Samstarf í sóttvarna málum og vöktun er ágćtt en engin stofnun eđa ríki á ađ hafa vald yfir okkar innanlandsmálum.

 

 

Frá frambođi Höllu Hrundar Logadóttur

Ég mun standa vörđ um hagsmuni Íslands og sem forseti Íslands mun ég standa vörđ um fullveldi, sjálfsákvörđunarrétt og sjálfstćđi ţjóđarinnar og tryggja ađ hagsmunir almennings séu ávallt í fyrirrúmi.

 Forsetinn ćtti ađ taka frumkvćđi í opinni umrćđu og samráđi viđ ţjóđina til ađ tryggja ađ hagsmunir landsins séu ávallt í fyrirrúmi. Ég mun íhuga hvert mál fyrir sig međ hagsmuni ţjóđarinnar ađ leiđarljósi.

Ţegar kemur ađ orkumálum, tel ég mikilvćgt ađ halda ţeim innanlands og tryggja ađ ákvörđunarvald sé í höndum Íslendinga. Ég hef séđ afleiđingar ţess ţegar ríki missa stjórn á auđlindum sínum og mun ţví beita mér fyrir vitundarvakningu um verđmćti náttúruauđlinda okkar og valdheimildum til ađ tryggja stjórn Íslands yfir ţeim.

 

 

Frá frambođi Höllu Tómasdóttur

Ísland er lýđveldi međ ţingbundinni stjórn og međ kosningarathöfnum sínum leggja kjósendur grundvöll ađ starfi Alţingis og forseta. Ţegar kjósendur greiđa atkvćđi samkvćmt 2. mgr. 79. gr. og 26. gr. stjskr. taka ţeir aftur á móti ţátt í löggjafarstarfsemi. Ţar eru kjósendur löggjafarađili. Ţađ er hins vegar mín skođun ađ enginn eigi ađ bjóđa sig fram til embćttis forseta Íslands međ fyrirfram mótađar skođanir um tiltekin málefnasviđ eđa hugmyndir um ađ gefa löggjafanum nokkur fyrirmćli. Forseti á fyrst og fremst ađ hlusta á ţjóđina og alla hópa samfélagsins og meta ţá hvort ađ ţađ sé ástćđa til ţess ađ vísa málum til ţjóđarinnar. Langtum eđlilegast vćri fyrir forseta ađ beita sér í málefnum á sviđi mannréttinda og jafnréttis og mála sem varđa hagsmuni nćstu kynslóđar. Ég hef hugsađ mikiđ um Icesave máliđ, sem var mál ţar sem óábyrg framganga ţáverandi valdhafa hefđi bitnađ á kynslóđum til langs tíma og á getu okkar til ađ sinna eldra fólkinu okkar, ţađ samrćmist ekki hugmyndum mínum um kynslóđajafnrétti og réttlćti. En forseti ţarf fyrst og fremst ađ hlusta á ţjóđina og fara fyrir grunngildum hennar.

 

Frá frambođi Helgu Ţórisdóttur

Undanfarin ár hefur stjórnvald í sumum málaflokkum fćrst ađ hluta til útlanda.  Ekki er séđ fyrir endann á ţeirri ţróun. 

 1)      Telur ţú ađ forseti Íslands ćtti almennt ađ beita sér gegn frekari tilfćrslu á valdi til útlanda? NEI 

 2)     Ef svariđ viđ 1) er jákvćtt, međ hvađa hćtti ćtti forsetinn ađ beita sér? _ 

  3)  Muntu, sem forseti, stađfesta lög sem í daglegu tali eru nefnd bókun 35 ? JÁ 

 4)  Muntu, sem forseti, stađfesta lög sem í daglegu tali eru nefnd orkupakki 4, eđa önnur lög sem framselja stjórnvald í orkumálum Íslendinga til Evrópusambandsins eđa stofnana ţess? Ef um er ađ rćđa framsal á grundavallar auđlindum íslenskrar ţjóđar, mannréttindum eđa sjálfstćđi - og ef ákvörđun ţings endurspeglar ekki vilja ţjóđarinnar myndi ég stíga inn í og leyfa ţjóđinni ađ eiga lokasvar. 

 5) Muntu, sem forseti, stađfesta lög sem framselja stjórnvald í farsóttarmálum til útlanda? Vísa í svariđ hér ađ ofan ţar sem ég vísa í mannréttindi og sjálfstćđi. 

 

Frá frambođi Jóns Gnarr

  1. Ég tel ekki ađ forseti eigi ađ hafa mikil afskipti af ákvörđunum alţingis nema ađ undangengnu ákalli frá ţjóđinni. Ég myndi skođa slíkt vandlega einsog í tilfellum EES samningsins eđa ESB ađildar, minnugur ţví sem á gekk í forsetatíđ frú Vigdísar

 

  1. Já, nema kćmi til ákall í formi undirskriftarlista. Ţá myndi ég hugleiđa ţađ og leita mér dómgreindar

 

  1. Já, nema í tilfelli undirskriftalista 

 

  1. Já nema í ljósi almennra mótmćla og eđa undirskriftalista

 

 

Frá frambođi Katrínar Jakobsdóttur

Samkvćmt okkar lýđrćđisskipulagi er ţađ er í höndum Alţingis og ríkisstjórnar á hverjum tíma ađ taka afstöđu til slíkra mála. Ţađ er hins vegar ljóst ađ bera ţarf mál sem geta haft langtímaáhrif á samfélagiđ, eins og til dćmis inngöngu í Evrópusambandiđ, undir ţjóđina. Ég geri ţó fastlega ráđ fyrir ađ Alţingi sjálft myndi taka ákvörđun um ađ gera ţađ án ađkomu forseta en klárlega myndi ég sem forseti tryggja ţađ ef ţađ yrđi ekki raunin.

Almennt tel ég ađ forseti eigi ekki ađ tjá sig um mál sem eru til međferđar á Alţingi eđa kunna ađ koma til međferđar ţar og mér finnst ţađ sama eiga viđ um forsetaframbjóđendur enda ekki hćgt ađ leggja mat á ţau fyrr en ađ ţinglegri međferđ lokinni.

Ég legg áherslu á ađ forseti hefji sig yfir alla flokkspólitík. Hann ţarf ađ geta lagt óhlutdrćgt mat á ţau lög sem samţykkt eru á ţingi. Ţau sjónarmiđ sem ég myndi hafa ađ leiđarljósi er hvort lögin varđa grundvallargildi félagsins, hvort ţau muni hafa langtímaáhrif á samfélagiđ og hvort djúpstćđur ágreiningur er um ţau sem til dćmis getur birst međ fjölda undirskrifta. Fyrrum forseti orđađi ţađ svo ađ gjá hafi skapast milli ţings og ţjóđar.

 

 

 

Frá frambođi Steinunnar Ólínu Ţorsteinsdóttur

 

1) Telur ţú ađ forseti Íslands ćtti almennt ađ beita sér gegn frekari tilfćrslu á valdi til útlanda?

NEI

 2) Ef svariđ viđ 1) er jákvćtt, međ hvađa hćtti ćtti forsetinn ađ beita sér?

3) Muntu, sem forseti, stađfesta lög sem í daglegu tali eru nefnd bókun 35?

Ég vil svara ţví til eins og ég gerđi hjá Lögréttu í pallborđi međ lögfrćđinemum. Full ástćđa er til ađ landsmenn séu ćtíđ upplýstir um eđli ţeirra samninga sem Ísland gerir viđ önnur ríki.

4) Muntu, sem forseti, stađfesta lög sem í daglegu tali eru nefnd orkupakki 4, eđa önnur lög sem framselja stjórnvald í orkumálum Íslendinga til Evrópusambandsins eđa stofnana ţess?

Viđ erum ađilar ađ samningum viđ Evrópulöndin um orkumál nú ţegar. Ţađ er sameiginlegt ábyrgđ jarđarbúa ađ vinna ađ heilbrigđum og heilbrigđari lausnum í orkumálum.
Ekki myndum viđ vilja ađ Ítalía t.d  myndi láta bara eins og ađrir kćmu ţeim ekki viđ og ákveđa ađ brenna bara olíu og menga fyrir nágrannaţjóđum sínum, eđa hvađ?  Rétt Íslendinga til ađ hafa óskertan ađgang ađ eigin orku má ađ mínu mati ekki skerđa en er ţađ yfirleitt í kortunum?

Ég hef meiri áhyggjur af landsölu og ţeim auđlindarétti sem útlendingar fá í kaupunum. Hvađ hyggjast ţeir fyrir, ţađ veit enginn. ţađ er vandinn og vert ađ hafa í huga.

5) Muntu, sem forseti, stađfesta lög sem framselja stjórnvald í farsóttarmálum til útlanda?

 
Full ástćđa er til ađ landsmenn séu ćtíđ upplýstir um eđli ţeirra samninga sem Ísland gerir viđ önnur ríki. Ef mér fyndust slík lög málum blandin myndi ég fylgjast vel međ gangi mála í međförum ţingsins og ef ástćđa vćri til ađ ćtla ađ um afsal sjálfstćđra ákvarđana Íslendinga vćri ađ rćđa, myndi ég krefjast ţess ađ ţjóđin vćri međvituđ um stöđu sína til framtíđar. Viđ munum öll ţegar viđ gátum ekki ferđast landa á milli nema gegn framvísun bólusetningaskírteinis í Covid. Viđ erum í ţessu tilfelli sem spurt er um ađ tala um óorđna hluti og ţví erfitt ađ segja af eđa á. Viđ ţiggjum nú ţegar bólusetningar sem börn sem sporna gegn ýmsum sjúkdómum sem áđur drógu menn til dauđa og bjarga mannslífum. Ţetta ţarf ađ skođa á grundvelli ţeirra sjúkdóma sem kunna ađ reynast mannkyni skćđir. Ég bjó lengi í BNA og ţar er sjálfsákvörđunarréttur fólks til bólusetninga barna sinna virtur, sumir segja ađ ţađ sé slćmt og óábyrgt gagnvart öđrum. Ég sjálf lét bólusetja mín börn eins og vani er hér á landi viđ algengum sjúkdómum.

 

 

 

Frá frambođi Viktors Traustasonar

1) Mér finnst mikilvćgast ađ forseti passi upp á ţađ ađ slíkar ákvarđanir séu ekki teknar nema búiđ sé ađ tryggja ţađ ađ meirihluti kjósenda sé á bakviđ ţćr. Annars finnst mér ađ reglur og takmarkanir á slíku eigi heima í stjórnarskrá og vera ekki háđar geđţótta einnar manneskju.

2) Ég hugsa ađ svar "1)" geti ekki flokkast sem jákvćtt frekar en neikvćtt.

3) Sem forseti myndi ég ekki skrifa undir neitt frumvarp sem 10% kjósenda hefur mótmćlt. Slík mál krefjast ţjóđaratkvćđagreiđslu til ţess ađ útkljá máliđ áđur en lengra er haldiđ, líkt og stjórnlagaráđ mćlti međ.

4) Sem forseti myndi ég ekki skrifa undir neitt frumvarp sem 10% kjósenda hefur mótmćlt. Slík mál krefjast ţjóđaratkvćđagreiđslu til ţess ađ útkljá máliđ áđur en lengra er haldiđ, líkt og stjórnlagaráđ mćlti međ.

5) Sem forseti myndi ég ekki skrifa undir neitt frumvarp sem 10% kjósenda hefur mótmćlt. Slík mál krefjast ţjóđaratkvćđagreiđslu til ţess ađ útkljá máliđ áđur en lengra er haldiđ, líkt og stjórnlagaráđ mćlti međ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Sept. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 107
  • Sl. sólarhring: 131
  • Sl. viku: 1379
  • Frá upphafi: 1143443

Annađ

  • Innlit í dag: 89
  • Innlit sl. viku: 1176
  • Gestir í dag: 87
  • IP-tölur í dag: 87

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband