Laugardagur, 22. febrúar 2025
Umsögn til Alþingis um bókun 35
Til utanríkismálanefndar Alþingis
22. febrúar 2025
Umsögn um frumvarp til laga um Evrópska efnahagssvæðið (bókun 35), 85. mál
Heimssýn mælir GEGN samþykki frumvarps til laga um Evrópska efnahagssvæðið (bókun 35), 85. mál. (hér eftir "frumvarpið"). Frumvarpið bætir eftirfarandi forgangsreglu inn í lög nr. 2 frá 1993 um Evrópska efnahagssvæðið:
"Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum ef þau eru ósamrýmanleg öðrum stjórnvaldsfyrirmælum."
Í þessu felst veigamikil breyting sem getur skapað fleiri vandamál en ætlunin var að leysa.
Verði frumvarpið lögfest mun sú réttarfarsvenja, að nýrri lög hafi forgang umfram eldri lög, ekki gilda í því tilfelli er eldri lögin byggja á EES-reglum. Ekki liggur fyrir nein tæmandi greining á afleiðingum slíkrar breytingar á núverandi lagasafn. EES-reglugerðir og önnur stjórnvaldsfyrirmæli fá einnig forgang á önnur stjórnvaldsfyrirmæli. Fjöldi reglugerða er gríðarlegur og áhrif frumvarpsins á þann þátt hafa ekki verið greind.
Af ákvæðinu leiðir að lög sem lýðræðislega skipað Alþingi hefur samið, verða sett skör lægra en lög sem samin eru af embættismönnum ESB og Alþingi hefur staðfest vegna EES samningsins. Þannig veikir ákvæðið löggjafarvald Alþingis sem er varið í stjórnarskrá Íslands. Stjórnarskráin heimilar ekki að löggjöf sem er samin erlendis hafi slíkan forgang umfram löggjöf sem samin er af lýðræðislega kjörnum alþingismönnum.
Verði frumvarpið samþykkt mun það leiða til tafa og óvissu um raunverulegt gildi laga sem samin eru á Alþingi. Rannsaka þarf ítarlega hvort ný lög stangist á við eldri EES löggjöf. Lagasetning og gerð stjórnvaldsfyrirmæla verður þannig flóknari og tímafrekari.
Í réttarríki er gagnsæi og fyrirsjáanleiki mikilvægur. Innleiðing ákvæðisins mun í vissum tilfellum gera almenningi og lögaðilum erfiðara fyrir að þekkja rétt sinn og skyldur.
EES samningurinn er orðinn 30 ára og þótt forgangsreglan hafi ekki verið innleidd hefur samstarfið gengið án mikilla vandræða. Almennt er viðurkennt að Ísland hafi uppfyllt skyldur samningsins af stakri prýði. Þau fáu ágreiningsmál sem upp hafa komið, hafa verið leyst af dómstólum og Alþingi getur alltaf gert lagfæringar á löggjöf sé talin þörf á því. Frumvarpið er því óþarft og leysir engan raunverulegan vanda.
Carl Baudenbacher, fyrrverandi dómari og forseti EFTA dómstólsins, tekur undir þetta sjónarmið. Hann tjáði sig þannig um bókun 35 í viðtali við Morgunblaðið þann 16. september 2024
Meðan ég var í dómnum var ég þeirrar skoðunar að Ísland hefði ekki innleitt bókunina með réttum hætti og að því bæri að gera það. En það mætti líka segja að þetta ástand hafi varað svo lengi og án teljandi vandkvæða, að það væri ástæðulaust með öllu að hrófla við því.
Frumvarpið er mjög umdeilt, það leysir engin aðkallandi vandamál, það gengur gegn stjórnarskránni að gefa löggjöf sem samin er erlendis forgang umfram löggjöf sem samin er hérlendis. Frumvarpið eykur flækjustig og kostnað og getur aukið á réttaróvissu. Þess vegna mælir Heimssýn GEGN samþykki frumvarpsins. Heimssýn er tilbúin til að senda fulltrúa á fund nefndarinnar til að svara spurningum sem kunna að vakna við lestur þessa erindis.
F.h. Heimssýnar
Haraldur Ólafsson, formaður
Nýjustu færslur
- Umsögn til Alþingis um bókun 35
- Er þetta nokkuð svo flókið?
- Feitur reikningur og vafasamur heiður
- Hafa ekkert með gjaldmiðilinn að gera
- Stríðsmenning Evrópumanna
- Evrópa skömmuð
- Er Macron að segja að ESB hangi nú í köðlunum þegar kemur að ...
- Ilt er að gánga með steinbarn Þorgerður!
- EES-samningurinn: Frjáls viðskipti eða pólitísk forræðishyggja?
- Satt segir Sigmundur
- Skrýtnasta málið og vonin um að Eyjólfur hressist
- Hefur evran áhrif á atvinnuleysi?
- Gervigreindin þarf ekki sæstreng
- Sigríður og Jón opinbera ruglið
- Þær eldast vel
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 234
- Sl. sólarhring: 245
- Sl. viku: 2154
- Frá upphafi: 1198757
Annað
- Innlit í dag: 202
- Innlit sl. viku: 1942
- Gestir í dag: 186
- IP-tölur í dag: 182
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stjórnarskráin bannar hvergi að Alþingi, í krafti löggjafarvalds síns, setji lög sem mæla fyrir um tiltekin lög eða reglur skuli gilda framar öðrum hér á landi, hvort sem um er að ræða reglur af "erlendum uppruna" eða innlendum. Nú þegar eru fjölmörg ákvæði í íslenskum lögum sem mæla fyrir um að þau skuli gilda framar einhverjum öðrum lögum í lagasafninu og jafnvel eru ákvæði í stjórnarskránni sjálfri sem eiga sér erlenda fyrirmynd og gilda fullum fetum ofar öllum öðrum lögum reglum hér á landi. Einnig eru til heilu lagabálkarnir sem eru beinar þýðingar úr dönsku og aldrei hefur verið reynt að halda því fram að það hafi áhrif á gildi þeirra. Það er ekki uppruni fyrirmyndar að lögum sem ræður gildi þeirra heldur einfaldlega hvort þau hafi verið lögformlega samþykkt á Alþingi og séu að öðru leyti samrýmanleg stjórnarskrá sem er hlutverk dómstóla að skera úr um.
Ég á erfitt með að sjá að það "auki flækjustig" að taka skýrt fram hvaða lög skuli gilda framar öðrum, þvert á móti sýnist mér það til þess fallið að auka skýrleika og þar með réttaröryggi þeirra einstaklinga sem vilja bera fyrir sig þeim réttindum sem þeir eiga að hafa lögum samkvæmt. Ég vorkenni þeim sem vilja semja lög sem brjóta gegn þeim réttindum nákvæmlega ekki neitt ef þeir þurfa að leggja það á sig að kanna hvort þau geri það eða ekki. Mér þætti miklu auðveldara að þekkja réttindi mín og skyldur ef það kæmi skýrt fram hvaða lögum þau skuli fara eftir og hverjum ekki. Það myndi draga úr óvissu en ekki auka hana.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.2.2025 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning