Leita í fréttum mbl.is

Forystumenn ESB viðurkenna að stjórnarskráin muni í raun halda sér

Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins komust að samkomulagi á dögunum um nýtt fyrirkomulag sem ætlað er að koma í stað stjórnarskrár sambandsins sem felld var í þjóðaratkvæðagreiðslum í Hollandi og Frakklandi í byrjun sumars 2005. Fyrirkomulagið er þó ekki nýrra en svo að leiðtogarnir hafa strax viðurkennt opinberlega að í öllum meginatriðum sé um nákvæmlega sama fyrirkomulag að ræða og kveðið var á um í stjórnarskránni.

"Undirstöðustriðin úr stjórnarskránni hafa haldið sér að mestu leyti." Angela Merkel, kanslari Þýskalands í spænska dagblaðinu El Pais 25. júní sl.

"Stóran hluta af innihaldi stjórnarskrár Evrópusambandsins er að finna í hinum nýja sáttmála." José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, í El Pais 25. júní sl.

"... til allrar hamingju hafa þeir ekki breytt aðalatriðunum [úr stjórnarskránni] - 90% af þeim eru enn þarna." Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, í írska dagblaðinu Irish Independent 24. júní sl.

"Það góða er að öll táknrænu atriðin [úr stjórnarskránni] eru farin á meðan það sem skiptir máli - kjarninn - er eftir." Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í danska dagblaðinu Jótlandspóstinum 25. júní sl.

"Það hefur engu verið breytt frá upphaflega stofnanafyrirkomulaginu." Astrid Thors, Evrópumálaráðherra Finnlands, í TV-Nytt 23. júní sl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 252
  • Sl. sólarhring: 276
  • Sl. viku: 2621
  • Frá upphafi: 1165249

Annað

  • Innlit í dag: 225
  • Innlit sl. viku: 2248
  • Gestir í dag: 209
  • IP-tölur í dag: 205

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband