Leita í fréttum mbl.is

Ráðherrum verður bannað að vinna að hagsmunum eigin ríkja

Fjallað var um það í breska dagblaðinu Daily Mail í gær að Gisela Stuart, þingmaður Verkamannaflokksins, hafi varað við því að samkvæmt fyrirhugaðri stjórnarskrá Evrópusambandsins verði ráðherrar aðildarríkja þess í fyrsta skipti neyddir til að taka ákvarðanir á vettvangi ráðherraráðsins í samræmi við hagsmuni sambandsins í stað hagsmuna sinna eigin ríkja. Þeir verði skyldaðir til að "leggja áherslu á gildi Evrópusambandsins, vinna að markmiðum sambandsins og þjóna hagsmunum þess." Stuart, sem var einn af höfundum stjórnarskrárinnar, segir að áður hafi ráðherraráðið verið vettvangur forystumanna aðildarríkja Evrópusambandsins til að hittast og samræma hagsmuni ríkjanna, en ráðherrar aðildarríkjanna verði samkvæmt nýja fyrirkomulaginu skuldbundnir til að vinna að hagsmunum sambandsins í stað aðildarríkjanna áður.

Einnig kemur fram í umfjöllun blaðsins að bresk stjórnvöld hafi nú viðurkennt að stjórnarskráin fyrirhugaða muni hafa í för með sér að neitunarvald aðildarríkja Evrópusambandsins í 50 málaflokkum verður afnumið.

Heimild:
Euro treaty is a threat to Britain, warns Labour MP who wrote it (The Daily Mail 070807)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 450
  • Sl. sólarhring: 505
  • Sl. viku: 2531
  • Frá upphafi: 1188667

Annað

  • Innlit í dag: 400
  • Innlit sl. viku: 2296
  • Gestir í dag: 374
  • IP-tölur í dag: 365

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband