Leita í fréttum mbl.is

Fólkið og Evrópusambandið

"Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna koma saman um þessa helgi í Portúgal til að ræða um breytingar á stofnsáttmálum Evrópusambandsins (ESB) í samræmi við niðurstöður leiðtogafundar ESB-ríkjanna í Brussel í júní sl. Ætlunin er að breyta stofnunum og skipulagi ESB, án þess að bera þurfi ákvarðanir um breytingarnar undir þjóðir ríkjanna í atkvæðagreiðslu.

Kristján Jónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, ræddi á dögunum við Hollendinginn Pierre Mathijsen, prófessor við Frjálsa háskólann í Brussel. Hann starfaði árum saman hjá Evrópusambandinu, m.a. sem skrifstofustjóri hjá framkvæmdastjórninni. Mathijsen flutti fyrirlestur á hádegisfundi Háskólans í Reykjavík miðvikudaginn 5. september um væntanlegan stofnsamning ESB og áhrif hans á samstarf Íslands og sambandsins. Birtist viðtalið við hann í Morgunblaðinu 5. september.

Mathijsen sagði ljóst, að nýi samningurinn gæti skipt máli fyrir stöðu Íslands í samstarfinu á Evrópska efnahagssvæðinu, EES, án þess hann lýsti þó frekar í viðtalinu, hvernig þetta gæti skipt máli. Kristján spurði Mathijsen, hvort Íslendingar gætu fengið undanþágur frá sjávarútvegsstefnu ESB, ef þeir gerðust ESB-aðilar. Mathijsen sagðist kenna, að engin regla væri án undatekninga. En yrði hún varanleg? spyr Kristján og svarið er: „Er til nokkuð eilíft í lífinu? En þið gætuð samið, fengið undanþágu og séð síðan til.“ Minnast má þess sem annar sérfræðingur um ESB sagði á dögunum, Gabriel Stein: Þið kunnið að fá undanþágu en síðan kemur ESB-dómstóllinn og afnemur hana í krafti jafnræðisreglu."

Grein Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, má lesa í heild á heimasíðu hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 293
  • Sl. sólarhring: 317
  • Sl. viku: 2773
  • Frá upphafi: 1164980

Annað

  • Innlit í dag: 254
  • Innlit sl. viku: 2383
  • Gestir í dag: 231
  • IP-tölur í dag: 230

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband