Leita í fréttum mbl.is

Meirihluti andvígur aðild að ESB og upptöku evru

Meirihluti Íslendinga er andvígur því að taka upp evru í stað krónu sem gjaldmiðil. Meirihluti er einnig andvígur inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar sem gerð var fyrir Fréttablaðið í gær og sem birt er í dag. Tæp 56% sögðust andvíg því að skipta íslensku krónunni út fyrir evru á meðan rétt rúm 44% sögðust því fylgjandi. Talsvert mjórra er á mununum í afstöðu til Evrópusambandsaðildar, en rétt rúm 51% sögðust mótfallin aðild á meðan tæp 49% sögðust henni hlynnt.

Úrtak könnunarinnar var 800 manns sem skiptist jafnt á milli kynja og hlutfallslega jafnt á milli landshluta. Svarhlutfallið var í kringum 75%.

Heimildir:
Meirihluti andvígur upptöku evru (Mbl.is 30/09/07)
Meirihluti andvígur evru og ESB (Dv.is 30/09/07)
Stuðningur við ESB eykst (Fréttablaðið 30/09/07)
Meirihluti vill halda íslensku krónunni (Fréttablaðið 30/09/07)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 58
  • Sl. sólarhring: 329
  • Sl. viku: 1993
  • Frá upphafi: 1184400

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 1715
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband