Leita í fréttum mbl.is

Norska ríkisútvarpið fjallar um ræðu Geirs Haarde

Norska ríkisútvarpið NRK fjallaði í vikunni um þá yfirlýsingu Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, í ræðu sem hann flutti á fundi með sjálfstæðismönnum í Valhöll 29. september sl., að ekki yrði sótt um aðild að Evrópusambandinu á því kjörtímabili sem nú er nýhafið eða tekin upp evra. Einnig er í fréttinni vikið að nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt var 30. september sl. og sýndi nauman meirihluta gegn aðild að sambandinu og mikinn meirihluta gegn því að skipta íslensku krónunni út fyrir evru.

Að síðustu er rætt við Hjört J. Guðmundsson, framkvæmdastjóra Heimssýnar, sem segir að ljóst sé af ræðu Geirs að Evrópusambandsaðild verði ekki á dagskrá á Íslandi í fyrirsjáanlegri framtíð.

Heimild:
Island ikke EU-søker (Nrk.no 03/10/07)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Og hver eru þau vinnubrögð vinur? Er verið að fela eitthvað? Ég veit ekki betur en að nákvæmlega þessar upplýsingar hafi komið fram á þessu bloggi fyrir aðeins nokkrum dögum síðan. Því til viðbótar koma þær fram í frétt NRK sem tengt er á.

Ein skilgreining á miklum meirihluta er að a.m.k. 10% aðskilji andstæðar fylkingar sem svo sannarlega er raunin í þessu tilfelli.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.10.2007 kl. 18:17

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Og fyrst þú ert svona áhugasamur um vinnubrögð. Hvernig væri að skrifa undir nafni í stað þess að skáka í skjóli nafnleysis?

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.10.2007 kl. 18:20

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Í síðustu alþingiskosningum voru rúmlega 220 þúsund manns á kjóskrá þannig að í umræddu tilfelli má gera ráð fyrir að um 13.000 manns þyrftu að skipta um skoðun til að niðurstaðan breyttist. Sá fjöldi samsvarar rúmlega öllum íbúum Garðabæjar og fer langleiðina í að ná öllum íbúum Akureyrar. Svo dæmi séu tekin. Það má vissulega vel vera að þér þyki persónulega lítið mál að sannfæra svo marga um eitthvað en aðrir kunna að vera á annarri skoðun.

Annars má til gamans minna á að 5% kosningabærra manna er nauðsynlegt skilyrði til að ná manni inn á Alþingi samkvæmt kosningalögum. Mörgum þykir það án efa heilmikið, sérstaklega þeim sem eru í þeirri aðstöðu að þurfa að uppfylla það skilyrði.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.10.2007 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 34
  • Sl. sólarhring: 346
  • Sl. viku: 2115
  • Frá upphafi: 1188251

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1923
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband