Þriðjudagur, 9. október 2007
Er líklegt að Noregur gangi í ESB?
Eins og staðan er í dag verður það að teljast afar ólíklegt, ef ekki hreinlega útilokað, að Noregur muni nokkurn tímann ganga í Evrópusambandið. Afstaða Norðmanna til Evrópusambandsaðildar hefur á liðnum árum verið nokkuð fyrirferðamikill hluti af umræðunni um Evrópumálin hér á landi þar sem sumir hafa viljað meina að gengju Norðmenn í Evrópusambandið myndi samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), sem Ísland er aðili að ásamt Noregi, Liechtenstein og aðildarríkjum Evrópusambandsins, heyra sögunni til. Staðreyndin er þó sú að segir að sú yrði raunin.
Í Noregi eru tveir af þeim sjö stjórnmálaflokkum, sem sæti eiga á norska Stórþinginu, hlynntir aðild að Evrópusambandinu, Verkamannaflokkurinn og Hægriflokkurinn. Það er þó talið útilokað að þeir geti myndað ríkisstjórn saman sem þýðir að jafnan eru í ríkisstjórn flokkar, einn eða fleiri, sem andvígir eru Evrópusambandsaðild.
Eins og kunnugt er hafa Norðmenn tvisvar hafnað Evrópusambandsaðild í þjóðaratkvæði, fyrst árið 1972 og síðan aftur 1994. Í bæði skiptin töldu stjórnvöld næsta víst að aðild yrði samþykkt enda bentu skoðanakannanir til þess að svo yrði. Niðurstaðan varð þó önnur eftir að andstæðar fylkingar höfðu tekizt á um málið í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslanna.
Ljóst þykir að afleiðing þessa sé m.a. minni áhugi en áður hjá Evrópusambandinu á nýjum aðildarviðræðum við Noreg kæmi til þeirra. Leiðandi Evrópusambandssinnar í Noregi hafa fyrir vikið lýst því yfir að ekki verði látið reyna á aðild í þriðja skiptið nema svo gott sem öruggt sé að hún verði samþykkt í þjóðaratkæði. Ekki verði hætt á að aðild verði hafnað í þriðja skiptið.
Staða mála í Noregi er raunar slík að harðir Evrópusambandssinnar, eins og forsætisráðherrann Jens Stoltenberg, hafa gengizt við því opinberlega að Norðmenn séu meira en sáttir utan Evrópusambandsins, séu í dag að uppskera ávinninginn af þeirri ákvörðun að standa utan sambandsins og að ekki sé útlit fyrir að nokkurn tímann verði sótt um Evrópusambandsaðild þar í landi á nýjan leik.
Skoðanakannanir í Noregi, um afstöðu fólks til Evrópusambandsaðildar, hafa í gegnum tíðina ýmist sýnt stuðningsmenn eða andstæðinga aðildar í meirihluta, en síðan fyrirhugaðri stjórnarskrá Evrópusambandsins var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum í Frakklandi og Hollandi í byrjun sumars 2005 hefur meirihluti haldizt gegn aðild og þá oftar en ekki mikill meiihluti.
Það er því fátt sem bendir til þess að Norðmenn muni ganga í Evrópusambandið í fyrirsjáanlegri framtíð ef nokkurn tímann.
Hjörtur J. Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:39 | Facebook
Nýjustu færslur
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 113
- Sl. sólarhring: 353
- Sl. viku: 2522
- Frá upphafi: 1165896
Annað
- Innlit í dag: 97
- Innlit sl. viku: 2188
- Gestir í dag: 97
- IP-tölur í dag: 95
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.