Leita í fréttum mbl.is

Dýr flöggun

Evrópusambandið hefur í hyggju að opna nýjar skrifstofur í London fyrir framkvæmdastjórnina og Evrópusambandsþingið á sama stað, en eins og sakir standa eru skrifstofur þessara stofnana sambandsins á tveimur mismunandi stöðum í borginni. Fulltrúar Evrópusambandsins leita þessa dagana að álitlegu húsnæði, en algert skilyrði af hálfu þeirra er að hægt verði að flagga fána sambandsins utan á því. Einn þeirra staða sem koma helst til greina er bygging sem staðsett er í Victoria Street og hýsti eitt sinn höfuðstöðvar breska Íhaldsflokksins.

Húsnæðið sem um ræðir er samstals 4.400 fermetrar og leigan á því myndi kosta skattgreiðendur innan Evrópusambandins samtals 3,2 milljónir punda á ári (rúmlega 400 milljónir króna). Sambandið þarf þó aðeins um 2.200 fermetra húsnæði fyrir starfsemi sína, en er engu að síður að íhuga að taka allt húsnæðið á leigu til þess að geta flaggað Evrópusambandsfánanum utan á því. Nokkuð sem myndi kosta 1,3 milljónir punda (um 164 milljónir króna) aukalega fyrir skrifstofuhúsnæði sem engin þörf væri fyrir að sögn Martin Callanan, þingmanns breska Íhaldsflokksins á Evrópusambandsþinginu.

"Burtséð frá því hvort yfir höfuð sé einhver þörf fyrir þessa áróðursmaskínu í London þá er það hræðileg tilhugsun að milljónir punda á ári fari í súginn vegna þessa verkefnis. Þeir virðast vera helteknir af því að flagga fánanum, jafnvel þó það hafi í för með sér sóun á gríðarlegum fjárhæðum af peningum skattgreiðenda," bætti Callanan við.

Heimild:
EU flag may fly over Thatcher's Tory HQ (The Daily Telegraph 25/10/07)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Yfirleitt er nú óþarfi að svara þér Jón minn enda dæma skrif þín sig oftar en ekki sjálf. Þessi athugasemd er t.d. afar gott dæmi um slíkt ;)

Það eruð nú einmitt þið Evrópusambandssinnar sem viljið einangra Ísland inni í tollabandalaginu Evrópusambandinu kallinn minn.

Þessi skrifstofumál Evrópusambandsins eru nú aðallega bara bráðfyndin og ekki síður t.d. hvernig flakkað er með þing sambandsins fram og til baka á milli Brussel og Strasbourg. Að vísu er það ekkert fyndið hvernig farið er með skattfé almennings í aðildarríkjunum í þeim efnum :D

Og nei, hafðu engar áhyggjur, við munum að sjálfsögðu aldrei gefast upp :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 9.11.2007 kl. 22:56

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Við eigum að opna okkur fyrir öllum heiminum. versla og vinna með öllum löndum. ekki bara loka okkur inn með skriffinum sem fantasera um 1000 ára ríki.

Fannar frá Rifi, 11.11.2007 kl. 02:32

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Vissulega eigum við mikil viðskipti við ríki Evrópusambandsins (raunar vegur Bretland þar þyngst sem er ekki með evru) og því er sjálfsagt að eiga góð og eðlileg samskipti við þau. Það er þó vel hægt án þess að gangast undir vald yfirþjóðlegs skriffinskubákns í flestum málum, skriffinskubákns sem við myndum seint hafa einhver teljandi áhrif innan. Og það eru engin rök fyrir því að skjóta sig í hausinn þó maður sé kominn með einhverja sótt.

Evrópusambandið er einfaldlega gamaldags tollabandalag sem verndar sig með tollum þegar þurfa þykir og litlar líkur á að það breytist til batnaðar. Ekki sízt í ljósi sívaxandi radda innan þess um að taka þurfi upp verndarstefnu fyrir ýmsa framleiðslu aðildarríkja sambandsins, ekki sízt í Frakklandi.

Og ef fólk með hliðstætt hugarfar og ófáir Evrópusambandssinnar hefðu ráðið ferðinni hér á landi 1918 og 1944 hefðum við  aldrei orðið fullvalda né sjálfstæð. Það yrði ekki skref fram á við að afsala okkur sjálfstæðinu og fullveldinu á ný þó þú virðist greinilega halda það, það yrði skref aftur á bak.

Hjörtur J. Guðmundsson, 14.11.2007 kl. 22:17

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ef Evrópusambandið hefði ekki áhrif á fullveldi og sjálfstæði aðildarríkja sinna væru stofnanir þess valdalausar. Einhvers staðar frá koma sjálfstæð völd þeirra. Þau verða ekki til bara upp úr þurru. Nei, þau koma frá aðildarríkjunum. Um er að ræða völd sem einu sinni voru hjá aðildarríkjunum, þ.e. áður en þau gengu í sambandið, en eru nú hjá stofnunum þess. Það sem þú vilt meina er ekki blekking því það sér væntanlega hver heilvita maður hversu fráleitt það er.

Ríki geta vel átt í samstarfi sín á milli án þess að selja sig undir yfirráð annarra ríkja eða yfirþjóðlegra stofnana. Alveg eins og þú sem einstaklingur getur átt í samstarfi við aðra slíka án þess að selja þig undir yfirráð þeirra með einhverjum hætti. Að halda annað er furðulegur barnaskapur.

Og jú, Evrópusambandið er tollabandalag. Lestu um hvað tollabandalag er áður en þú fullyrðir svona út í loftið. Tollabandalög virka þannig að tollar eru felldir niður innan þeirra en hins vegar eru gjarnan háir tollar gagnvart aðilum utan þeirra. Meira að segja Evrópusamtökunum dettur ekki annað í hug en að viðurkenna þessa staðreynd.

Nei takk vinur, ég held ég reyni frekar að leggja mitt að mörkum til að frelsa Ísland sem mest undan slíkum ófögnuði. Ef þig langar svona mikið í Evrópusambandið hins vegar gætirðu flutt til eins af þeim ríkjum sem eru þar innanborðs, enda verður sem betur fer að teljast afar ólíklegt að þau ömurlegu örlög bíði Íslands.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.11.2007 kl. 22:33

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Vissulega er EES-samningurinn að vissu leyti fullveldisskerðandi, en við tökum þó aðeins yfir brot af lagagerðum Evrópusambandsins í gegnum hann. Hann snýst sömuleiðis aðeins um afmarkað svið. Þær alþjóðstofnanir sem þú nefndir starfa líka á mjög afmörkuðu sviði, en þar ólíkt Evrópusambandinu, koma ríki alljafna fram á jafnréttisgrunni óháð stærð eða fólksfjölda. Ef Ísland gengi í Evrópusambandið hins vegar myndi sambandið fá yfirráð yfir nánast öllum okkar málum á meðan við myndum hafa lítil sem engin áhrif innan þess, enda fara áhrif einstakra aðildarríkja sambandsins fyrst og síðast eftir því hversu fjölmenn þau eru.

Og já, ég óttast það að íslenzka þjóðin tapi völdum yfir eigin málum, m.ö.o. fullveldinu. Því það mun svo sannarlega gerast ef við göngum Í Evrópusambandið.

Ég er vissulega sjálfstæður einstaklingur í samskiptum mínum við aðra einstaklinga. Hitt er svo annað mál að sem íbúi og ríksborgari í þessu landi er ég undir lög þess settur hvort sem mér líkar betur eða verr. Við höfum hins vegar val um það sem þjóð hvort við seljum okkur undir vald og lög Evrópusambandsins. En það er gott að vita að þú sért sammála því að sambandið sé sambærilegt við ríki. Ég fæ ekki skilið orð þín öðruvísi og ég er alveg sammála þér. Það vantar a.m.k. lítið upp á að um ríki sé að ræða.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.11.2007 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 44
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 2007
  • Frá upphafi: 1176861

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 1827
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband