Leita í fréttum mbl.is

Fyrirhuguð stjórnarskrá ESB samþykkt af leiðtogum aðildarríkjanna

Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu í gær fyrirhugaða stjórnarskrá sambandsins í Lissabon, höfuðborg Portúgals. Stjórnarskráin mun þó þar með ekki taka gildi heldur verða aðildarríkin að staðfesta hana hvert um sig annað hvort í gegnum þjóðþing sín eða þjóðaratkvæði. Ólíklegt er þó talið að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um málið annars staðar en á Írlandi þar sem slíkt er bundið í stjórnarskrá landsins. Annars staðar mun almenningur ekki fá tækifæri til að segja álit sitt á hinni fyrirhuguðu stjórnarskrá Evrópusambandsins, en eins og kunnugt er var henni hafnað af frönskum og hollenskum kjósendum í byrjun sumars 2005.

Sú stjórnarskrá sem samþykkt var í gær er að vísu eilítið breytt útgáfa frá þeirri sem Frakkar og Hollendingar afþökkuðu, en rannsóknir hafa sýnt fram á að 96% efnisins hefur haldið sér í nýju útgáfunni og þ.m.t. öll grundvallaratriði hennar. Þetta hefur sömuleiðis verið staðfest af ófáum forystumönnum Evrópusambandsins auk aðalhöfundar fyrri útgáfunnar, Valéry Giscard d'Estaing fyrrv. forseta Frakklands.

En ráðamenn sambandsins ætla ekki að gera þau mistök aftur að hafa almenning með í ráðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Bjuggust menn við einhverju öðru?

ÞAð er svosem þekkt, að þjóðum hefur verið att út í endurteknar kosningar um aðild að Evrópusambandinu og jafnvel myntbandalaginu ef þeir hafna ví einusinni, þa´vilja sumir kjósa og kjósa, þar til að þeir fá niðurstöðu, sem þeim líkar.

En ég ehf ekki enn heyrt um, að fólk fái að kjósa sig ÚR sambandinu.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 14.12.2007 kl. 09:21

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Nei, þetta var nú allt saman frekar fyrirsjáanlegt. Lýðræðið var fyrir þessum herramönnum og þá var því bara ýtt til hliðar. Allt skal víkja fyrir hinu heilaga takmarki að breyta Evrópusambandinu í eitt ríki.

Hjörtur J. Guðmundsson, 14.12.2007 kl. 10:19

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, í þessari útgáfu var neitunarvald þjóða tekið burt og fulltrúum fækkað úr 29 í 18. Smáþjóðir fá líklega að vera stóratáin á einum fulltrúa!

Ívar Pálsson, 14.12.2007 kl. 13:40

4 identicon

Og valdamenn í sambandsríkjunum munu sjálfsagt keyra þetta í gegnum þjóðþingin, því Evrópusambandið er að ýmsu leyti draumaheimur valdamanna. Ráðherra sem vill breyta lögum í landi sínu þarf að fá meirihluta löggjafarsamkundunnar á sitt band. Hann þarf að taka þátt í rökræðu sem fer að mestu fram fyrir opnum tjöldum og getur haft áhrif á vinsældir hans meðal almennings. Ef hann stingur upp á nýmælum sem krefjast opinberra útgjalda þarf hann í flestum tilvikum að fá heila ríkisstjórn í lið með sér, a.m.k. forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann. Þetta er erfitt og alltaf hætta á að málin snúist í höndunum á vesalings stjórnmálamanninum og hann falli neðar á framboðslista næst eða flokkurinn hans tapi fylgi. Lýðræðisleg stjórnmál eru erfið og sjálfsagt oft pirrandi.

Það er að ýmsu leyti þægilegra fyrir atvinnustjórnmálamenn að starfa á vettvangi Evrópusambandsins. Stór hluti af lögum þess er ákveðinn af fremur fámennu ráðherraráði. Umræður innan þess vekja litla athygli og það er auðveldara að sannfæra nokkra kollega, sem líka eru á toppnum í stjórnmálum og skoða heiminn með augum valdsmanna, en heilt þjóðþing þar sem er alls konar lið og enginn friður fyrir fjölmiðlum.

Ráðherraráð Evrópusambandsins er fámennur hópur með mikil völd. Hvernig ráðherrarnir beita þessu valdi hefur að jafnaði lítil áhrif á úrslit kosninga í heimalöndum þeirra, þar sem kosið er um mál sem eru á valdi einstakra ríkja fremur en Evrópusambandsins.

Fyrir þá sem hafa náð langt í stjórnmálum og eru orðnir ráðherrar er Evrópusambandið tækifæri til að hafa meira vald en hægt er í venjulegu lýðræðisríki og innan ráðherraráðsins er hægt að beita valdinu án þess að eiga á hættu að missa það. Það er nefnilega svo merkilegt með Evrópusambandið, að þegar verk stjórnmálamanna eru lögð í dóm kjósenda í aðildarríkjunum, þá ber enginn neina ábyrgð á ákvörðunum þess.

Atli Harðarson (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 310
  • Sl. sólarhring: 475
  • Sl. viku: 2391
  • Frá upphafi: 1188527

Annað

  • Innlit í dag: 272
  • Innlit sl. viku: 2168
  • Gestir í dag: 258
  • IP-tölur í dag: 255

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband