Leita í fréttum mbl.is

Ályktun um fríverslunarsamning við Kanada

efta1Stjórn Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fagnar fríverslunarsamningi sem gerður hefur verið á milli Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA), sem Ísland er aðili að, og Kanada og sem undirritaður var á dögunum. Vert er af þessu tilefni að minna á að vegna stöðu Íslands utan Evrópusambandsins höfum við Íslendingar fullt frelsi til að gera þá alþjóðasamninga sem við kjósum og teljum þjóna okkar hagsmunum best, t.a.m. fríverslunarsamninga og samninga um skiptingu sameiginlegra fiskistofna svo dæmi séu tekin. Með aðild að Evrópusambandinu væri þetta frelsi framselt til stofnana sambandsins sem eftirleiðis myndu sjá um gerð allra slíkra samninga fyrir okkar hönd og annarra aðildarríkja þess.
 
Ísland hefur gert marga hagstæða fríverslunarsamninga á undanförnum árum, ýmist á eigin vegum eða fyrir milligöngu EFTA og hefur í seinni tíð gengið mun betur í þeim efnum en t.a.m. Evrópusambandinu. Þannig má nefna að Ísland á nú fyrst Evrópuríkja í beinum viðræðum við Kína um viðskiptasamning og fríverslunarsamningur á milli EFTA og Suður-Kóreu var undirritaður þann 15. desember 2005 en enn standa yfir fríverslunarviðræður á milli Evrópusambandsins og Suður-Kóreumanna.

Stjórnin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 34
  • Sl. sólarhring: 346
  • Sl. viku: 2115
  • Frá upphafi: 1188251

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1923
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband