Leita í fréttum mbl.is

Það æskilegasta við Evrópusambandsaðild?

Í ræðu sem Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, hélt á fundi sem haldinn var í Noregi um síðustu helgi af norsku Evrópusamtökunum sagði hann m.a. að evran væri það "sem Íslendingar almennt séð sjá æskilegast við aðild að ESB."

Þetta er óneitanlega athyglisvert sjónarmið hjá Árna sem óhætt er að segja að sé einn af helstu talsmönnum íslenskra Evrópusambandssinna. Miðað við skoðanakannanir hér á landi um Evrópumálin á undanförnum árum þá hefur stuðningur við upptöku evru verið upp og ofan og yfirleitt hefur verið meirihluti gegn því að taka það skref.

Síðasta skoðanakönnun um Evrópusambandsaðild og evruna hér á landi var gerð í september sl. af Fréttablaðinu. Samkvæmt henni voru 56% andvíg því að skipta íslensku krónunni út fyrir evru á móti 44% sem það vildu. Í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í ágúst sögðust 58% hlynnt upptöku evru en 42% á móti sé aðeins miðað við þá sem afstöðu tóku.

Evrópusambandssinnar vilja iðulega meina að Evrópusambandið sé frábært og að kostir þess að ganga þar inn fyrir Íslendinga séu ótvíræðir. En það æskilegasta við aðild, að þeirra eigin sögn (Árni Páll er ekki eini Evrópusambandssinninn sem hefur haldið þessu sjónarmiði fram) nýtur þó ekki meiri eða öruggari stuðnings á meðal þjóðarinnar en raun ber vitni.

Heimildir:
Meirihluti andvígur upptöku evru (Mbl.is 30/09/07)
Meirihluti hlynntur evru (Rúv.is 07/09/08)

Tengt efni:
Áréttaði stefnu Norðmanna í Evrópumálum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 34
  • Sl. sólarhring: 346
  • Sl. viku: 2115
  • Frá upphafi: 1188251

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1923
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband