Leita í fréttum mbl.is

Héldu Íslendingar yfirráðum sínum yfir auðlind Íslandsmiða við aðild að ESB?

togari4567Ef Ísland gengi í Evrópusambandið myndu yfirráðin yfir Íslandsmiðum færast til sambandsins. Í þessu felst að stór hluti þeirra reglna, sem gilda myndu um sjávarútveg hér á landi, myndi koma frá Brussel. Þar yrði ákveðið hvaða tegundir mætti veiða hér við land og hversu mikið og þar yrðu teknar allar veigameiri ákvaðanir um það hvaða umhverfi íslenzkum sjávarútvegi yrði búið í framtíðinni. Þessar ákvaðarnir yrðu eftir það ekki teknar af Íslendingum heldur fyrst og fremst af embættismönnum Evrópusambandsins í Brussel og fulltrúum annarra aðildarríkja sambandsins. Þá einkum og sér í lagi þeim stærri.

Íslenzkir Evrópusambandssinnar hafa lýst sig reiðubúna til að fallast á þetta. Og það sem meira er þá er ljóst af ítrekuðum yfirlýsingum þeirra að þeir eru fyllilega sáttir við þetta fyrirkomulag. Það er næg forsenda í þeirra hugum fyrir Evrópusambandsaðild að okkur Íslendingum yrði sennilega úthlutað stærstum hluta veiðiheimilda við Ísland kæmi til aðildar. Það skiptir þá hins vegar engu máli að engin trygging sé fyrir því að þessu yrði ekki breytt eftir að Ísland gengi í sambandið. Staðreyndin er nefnilega sú að það væri hvenær sem er hægt á auðveldan hátt án samþykkis okkar. 

Það lýsir einkennilegum metnaði fyrir hönd Íslands að vera reiðubúinir að framselja yfirráðin yfir íslenzkum sjávarútvegi til Evrópusambandsins og geta sætt sig við það í framhaldinu að sambandið skammtaði okkur Íslendingum kvóta hér við land eftir því sem embættismönnum þess og öðrum aðildarríkjum hugnaðist. Hvað ef Evrópusambandið ákveddi einn daginn að banna eða draga úr veiðum á stórum svæðum við Ísland vegna þess að stjórn þess á fiskveiðum við landið hefði leitt til ofveiði? Líkt og t.a.m. hefur gerzt í Norðursjó og víðar í sameiginlegri lögsögu Evrópusambandsins (sem miðin í kringum Ísland myndu tilheyra kæmi til íslenzkrar Evrópusambandsaðildar)?

Rétt er að minna á að afstaða ófárra Evrópusambandssinna var önnur áður. Þannig sagði t.a.m. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í grein í Morgunblaðinu 26. júní 2002 að án “tryggra yfirráða yfir auðlindinni” kæmi aðild að Evrópusambandinu ekki til greina að hans mati. Talsvert annað hljóð var hins vegar komið í strokkinn í umræðum um utanríkismál á Alþingi haustið 2005 þegar Össur sagði: “Hins vegar vil ég segja það alveg klárt og kvitt að ég er líka reiðubúinn að ganga í Evrópusambandið jafnvel þó yfirstjórnin [yfir íslenskum sjávarútvegi] yrði í Brussel ...” Öllu er m.ö.o. fórnandi fyrir Evrópusambandsaðild.

Flokksbróðir Össurar og samþingmaður, Björgvin G. Sigurðsson, tók undir með honum í Morgunblaðinu 14. júlí 2003 að án “fullra yfirráða yfir auðlindinni” kæmi aðild að Evrópusambandinu ekki til mála. Einn ötulasti talsmaður íslenzkra Evrópusambandssinna (að sögn Evrópusamtakanna sjálfra) Eiríkur Bergmann Einarsson sagði loks í Fréttablaðinu 26. október 2003 að hann myndi “alls ekki mæla fyrir aðildarsamningi [við Evrópusambandið] sem fæli í sér að yfirráðin yfir auðlindinni færist til Brussel.”

Það er því kannski ekki að undra að maður velti fyrir sér hvað full yfirráð yfir auðlind Íslandsmiða þýði í orðbók íslenzkra Evrópusambandssinna? Full yfirráð yfir þeim ákvörðunum og reglum sem gilda um sjávarútveg hér við land, þ.m.t. hversu mikið megi veiða á ári hverju og úr hvaða stofnum, eða kalla þeir það full yfirráð að afsala sér yfirráðunum yfir Íslandsmiðum til Evrópusambandsins sem síðan myndi skammta okkur kvóta á okkar eigin miðum (sem notabene yrðu ekki okkar eigin mið lengur ef til aðildar að sambandinu kæmi)? Sennilega geta flestir sammælzt um að fráleitt sé að kalla það síðarnefnda full yfirráð eða yfirráð yfir höfuð.

Hjörtur J. Guðmundsson


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 54
  • Sl. sólarhring: 206
  • Sl. viku: 633
  • Frá upphafi: 1116826

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 553
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband