Leita í fréttum mbl.is

Héldu Íslendingar yfirráđum sínum yfir auđlind Íslandsmiđa viđ ađild ađ ESB?

togari4567Ef Ísland gengi í Evrópusambandiđ myndu yfirráđin yfir Íslandsmiđum fćrast til sambandsins. Í ţessu felst ađ stór hluti ţeirra reglna, sem gilda myndu um sjávarútveg hér á landi, myndi koma frá Brussel. Ţar yrđi ákveđiđ hvađa tegundir mćtti veiđa hér viđ land og hversu mikiđ og ţar yrđu teknar allar veigameiri ákvađanir um ţađ hvađa umhverfi íslenzkum sjávarútvegi yrđi búiđ í framtíđinni. Ţessar ákvađarnir yrđu eftir ţađ ekki teknar af Íslendingum heldur fyrst og fremst af embćttismönnum Evrópusambandsins í Brussel og fulltrúum annarra ađildarríkja sambandsins. Ţá einkum og sér í lagi ţeim stćrri.

Íslenzkir Evrópusambandssinnar hafa lýst sig reiđubúna til ađ fallast á ţetta. Og ţađ sem meira er ţá er ljóst af ítrekuđum yfirlýsingum ţeirra ađ ţeir eru fyllilega sáttir viđ ţetta fyrirkomulag. Ţađ er nćg forsenda í ţeirra hugum fyrir Evrópusambandsađild ađ okkur Íslendingum yrđi sennilega úthlutađ stćrstum hluta veiđiheimilda viđ Ísland kćmi til ađildar. Ţađ skiptir ţá hins vegar engu máli ađ engin trygging sé fyrir ţví ađ ţessu yrđi ekki breytt eftir ađ Ísland gengi í sambandiđ. Stađreyndin er nefnilega sú ađ ţađ vćri hvenćr sem er hćgt á auđveldan hátt án samţykkis okkar. 

Ţađ lýsir einkennilegum metnađi fyrir hönd Íslands ađ vera reiđubúinir ađ framselja yfirráđin yfir íslenzkum sjávarútvegi til Evrópusambandsins og geta sćtt sig viđ ţađ í framhaldinu ađ sambandiđ skammtađi okkur Íslendingum kvóta hér viđ land eftir ţví sem embćttismönnum ţess og öđrum ađildarríkjum hugnađist. Hvađ ef Evrópusambandiđ ákveddi einn daginn ađ banna eđa draga úr veiđum á stórum svćđum viđ Ísland vegna ţess ađ stjórn ţess á fiskveiđum viđ landiđ hefđi leitt til ofveiđi? Líkt og t.a.m. hefur gerzt í Norđursjó og víđar í sameiginlegri lögsögu Evrópusambandsins (sem miđin í kringum Ísland myndu tilheyra kćmi til íslenzkrar Evrópusambandsađildar)?

Rétt er ađ minna á ađ afstađa ófárra Evrópusambandssinna var önnur áđur. Ţannig sagđi t.a.m. Össur Skarphéđinsson, ţingmađur Samfylkingarinnar, í grein í Morgunblađinu 26. júní 2002 ađ án “tryggra yfirráđa yfir auđlindinni” kćmi ađild ađ Evrópusambandinu ekki til greina ađ hans mati. Talsvert annađ hljóđ var hins vegar komiđ í strokkinn í umrćđum um utanríkismál á Alţingi haustiđ 2005 ţegar Össur sagđi: “Hins vegar vil ég segja ţađ alveg klárt og kvitt ađ ég er líka reiđubúinn ađ ganga í Evrópusambandiđ jafnvel ţó yfirstjórnin [yfir íslenskum sjávarútvegi] yrđi í Brussel ...” Öllu er m.ö.o. fórnandi fyrir Evrópusambandsađild.

Flokksbróđir Össurar og samţingmađur, Björgvin G. Sigurđsson, tók undir međ honum í Morgunblađinu 14. júlí 2003 ađ án “fullra yfirráđa yfir auđlindinni” kćmi ađild ađ Evrópusambandinu ekki til mála. Einn ötulasti talsmađur íslenzkra Evrópusambandssinna (ađ sögn Evrópusamtakanna sjálfra) Eiríkur Bergmann Einarsson sagđi loks í Fréttablađinu 26. október 2003 ađ hann myndi “alls ekki mćla fyrir ađildarsamningi [viđ Evrópusambandiđ] sem fćli í sér ađ yfirráđin yfir auđlindinni fćrist til Brussel.”

Ţađ er ţví kannski ekki ađ undra ađ mađur velti fyrir sér hvađ full yfirráđ yfir auđlind Íslandsmiđa ţýđi í orđbók íslenzkra Evrópusambandssinna? Full yfirráđ yfir ţeim ákvörđunum og reglum sem gilda um sjávarútveg hér viđ land, ţ.m.t. hversu mikiđ megi veiđa á ári hverju og úr hvađa stofnum, eđa kalla ţeir ţađ full yfirráđ ađ afsala sér yfirráđunum yfir Íslandsmiđum til Evrópusambandsins sem síđan myndi skammta okkur kvóta á okkar eigin miđum (sem notabene yrđu ekki okkar eigin miđ lengur ef til ađildar ađ sambandinu kćmi)? Sennilega geta flestir sammćlzt um ađ fráleitt sé ađ kalla ţađ síđarnefnda full yfirráđ eđa yfirráđ yfir höfuđ.

Hjörtur J. Guđmundsson


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Júlí 2019
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 966425

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband