Mánudagur, 25. febrúar 2008
Myndi ESB og evru fylgja minni eða meiri sveiflur í efnahagslífinu?
Það er fróðlegt að fylgjast með ýmsum þáttum umræðunnar um möguleg áhrif ESB-aðildar og evru-upptöku á íslenskt efnahagslíf. Því er stundum haldið fram að minni sveiflur myndu fylgja slíkri aðild. Í dag hlýddi ég á erindi fræðimanns á þessu sviði. Hagfræðin er ekki nákvæm vísindi og mikil óvissa oft í þeim fræðum. Umræðan snerist um það hvort sveiflur í verðbólgu yrðu minni eða meiri ef við værum með evru og værum háð peningastjórn seðlabanka Evrópu. Svarið er í raun bæði og. Sameiginlegur gjaldmiðill okkar og stórs Evrópusvæðis myndi væntanlega minnka áhættu í viðskiptum með gjaldmiðilinn og því gætu fylgt minni sveiflur í verðbólgu. Á hinn bóginn gætu meiri sveiflur í verðbólgu fylgt þar sem hagsveiflur á Íslandi og í flestum Evrópusambandsríkjum eru ósamhverfar (þenslu- og samdráttarskeið ber ekki upp á sama tíma) og því hentar mismunandi peningastefna, eða ákvarðanir um stýrivexti sem eiga að hafa áhrif á verðbólguna.
Í hagfræðimódelum er hægt að gefa sér ýmsar forsendur sem ekki væru raunhæfar með tilliti til aðstæðna í hagherfinu eða stjórnkerfinu. Ein slík forsenda væri t.d. að hugsa sér að við hefðum verið með evru og háð peningastjórn Evrópubankans í þeirri uppsveiflu sem verið hefur undanfarið. Ég hef engan séð halda því fram að við slíkar aðstæður hefði verðbólga orðið minni, heldur þvert á móti miklu meiri. Þannig að þrátt fyrir allt, þegar hagsveiflur í íslensku hagkerfi eru meiri en gengur og gerist, og á meðan þær markast m.a. af ólíkindalegri hegðun þorsks og loðnu sem láta sig meðaltalsreglur Evrópubankans litlu varða, þá er eins víst að aðild að Evrópusambandinu og evru-upptaka myndi auka á sveiflur í íslensku hagkerfi, bæði í verðbólgu og atvinnu. Verið getur að eigendur stórbankanna hefðu tryggari atvinnu, en ekki er eins víst að atvinna þorra almennings yrði eins trygg í slíku ástandi.
Stefán Jóhann Stefánsson,
hagfræðingur og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar
(Birtist áður á heimasíðu höfundar www.stefanjohann.is. Birt hér með góðfúslegu leyfi hans)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:56 | Facebook
Nýjustu færslur
- Skrítið að nota Evruna sem ástæðu fyrir ESB aðild
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 34
- Sl. sólarhring: 345
- Sl. viku: 2115
- Frá upphafi: 1188251
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 1923
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.