Leita í fréttum mbl.is

Myndi ESB og evru fylgja minni eða meiri sveiflur í efnahagslífinu?

euronotesÞað er fróðlegt að fylgjast með ýmsum þáttum umræðunnar um möguleg áhrif ESB-aðildar og evru-upptöku á íslenskt efnahagslíf. Því er stundum haldið fram að minni sveiflur myndu fylgja slíkri aðild. Í dag hlýddi ég á erindi fræðimanns á þessu sviði. Hagfræðin er ekki nákvæm vísindi og mikil óvissa oft í þeim fræðum. Umræðan snerist um það hvort sveiflur í verðbólgu yrðu minni eða meiri ef við værum með evru og værum háð peningastjórn seðlabanka Evrópu. Svarið er í raun bæði og. Sameiginlegur gjaldmiðill okkar og stórs Evrópusvæðis myndi væntanlega minnka áhættu í viðskiptum með gjaldmiðilinn og því gætu fylgt minni sveiflur í verðbólgu. Á hinn bóginn gætu meiri sveiflur í verðbólgu fylgt þar sem hagsveiflur á Íslandi og í flestum Evrópusambandsríkjum eru ósamhverfar (þenslu- og samdráttarskeið ber ekki upp á sama tíma) og því hentar mismunandi peningastefna, eða ákvarðanir um stýrivexti sem eiga að hafa áhrif á verðbólguna.

Í hagfræðimódelum er hægt að gefa sér ýmsar forsendur sem ekki væru raunhæfar með tilliti til aðstæðna í hagherfinu eða stjórnkerfinu. Ein slík forsenda væri t.d. að hugsa sér að við hefðum verið með evru og háð peningastjórn Evrópubankans í þeirri uppsveiflu sem verið hefur undanfarið. Ég hef engan séð halda því fram að við slíkar aðstæður hefði verðbólga orðið minni, heldur þvert á móti miklu meiri. Þannig að þrátt fyrir allt, þegar hagsveiflur í íslensku hagkerfi eru meiri en gengur og gerist, og á meðan þær markast m.a. af ólíkindalegri hegðun þorsks og loðnu sem láta sig meðaltalsreglur Evrópubankans litlu varða, þá er eins víst að aðild að Evrópusambandinu og evru-upptaka myndi auka á sveiflur í íslensku hagkerfi, bæði í verðbólgu og atvinnu. Verið getur að eigendur stórbankanna hefðu tryggari atvinnu, en ekki er eins víst að atvinna þorra almennings yrði eins trygg í slíku ástandi.

Stefán Jóhann Stefánsson,
hagfræðingur og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar

(Birtist áður á heimasíðu höfundar www.stefanjohann.is. Birt hér með góðfúslegu leyfi hans)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 39
  • Sl. sólarhring: 72
  • Sl. viku: 2002
  • Frá upphafi: 1176856

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 1824
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband