Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Segir ákvæði um aukin áhrif þjóðaþinga aðildarríkja ESB gagnlaus
Eitt af því sem forystumenn Evrópusambandsins hafa fullyrt er að með fyrirhugaðri stjórnarskrá sambandsins (sem var endurskírð Lissabon-sáttmálinn eftir að franskir og hollenskir kjósendur höfnuðu henni í þjóðaratkvæði í byrjun sumars 2005) muni þjóðþing aðildarríkjanna fá aukin áhrif á lagasetningu sem samþykkt er á þingi Evrópusambandsins. Á dögunum greindu hins vegar þýskir fjölmiðlar frá því að Hans-Jürgen Papier, forseti stjórnlagadómstóls Þýskalands sem m.a. er ætlað er að hafa eftirlit með setningu laga í landinu, hafi lýst þeirri skoðun sinni að ákvæði stjórnarskrárinnar um aukin áhrif þjóðþinga aðildarríkjanna séu gagnslaus og ennfremur óhagkvæm auk þess sem á skorti að völdum Evrópusambandsins séu settar skorður gagnvart aðildarríkjunum.
Í ágúst 2003 lýsti Siegfried Bross, dómari við stjórnlagadómstólinn og leiðandi sérfræðingur í Evrópurétti, hliðstæðum áhyggjum af stjórnarskránni. Eitt helsta valdamálið við hana væri að það kæmi ekki skýrt fram í henni hvar mörkin á milli valdsviðs Evrópusambandsins annars vegar og aðildarríkjanna hins vegar eigi að liggja. Þetta væri galli sem ekki mætti vanmeta. Bross sagðist ennfremur telja að árekstrar, á milli Evrópusambandsins og einstakra aðildarríkja þess vegna valdskiptingar, ættu eftir að aukast í framtíðinni samfara því sem sambandið geri kröfu til meiri og meiri valda á kostnað aðildarríkjanna.
Heimildir:
German constitutional court says new powers for national parliaments in Lisbon Treaty not effective (Openeurope.org.uk 25/02/08)
Top German judge fears too hasty EU constitution (EUobserver.com 21/08/03)
---
Rétt er að hafa ávallt hugfast að umræðan um Evrópumálin snýst fyrst og síðast um það hvort við Íslendingar eigum áfram að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð eða hvort við eigum að ganga í Evrópusambandið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Facebook
Nýjustu færslur
- Jólakveðja
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
- Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
- Mýtan um vexti
- Hörmungarsagan
- Vont, og versnar líklega
- Gott fyrir svefninn
- Lokuð leið
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 45
- Sl. sólarhring: 77
- Sl. viku: 2008
- Frá upphafi: 1176862
Annað
- Innlit í dag: 40
- Innlit sl. viku: 1828
- Gestir í dag: 40
- IP-tölur í dag: 39
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyndið hvernig ykkur tókst, á stuttum tíma, að "ignora" annars vegar það sem Jón Ásgeir sagði um gjaldeyrismálin, og hins vegar það að meirihluti íslensku þjóðarinnar er hlynntur ESB aðild. Trúverðugleiki "Heimssýnar" er fljótur að fara í klósettið þegar maður sér um hverskyns einstefnu áróðursapparat er að ræða.
Einarr Þjóðholli (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 03:28
Einarr:
Það kann að hafa farið framhjá þér að að Heimssýn er stjórnmálahreyfing sem aðhyllist ákveðna afstöðu í Evrópumálum. Þú virðist halda að um sé að ræða fjölmiðil eða eitthvað slíkt. Venjulega hafa slíkar hreyfingar eina stefnu og þykir ekki til eftirbreytni að hafa margar slíkar.
Hvað Jón Ásgeir Jóhannesson áhrærir þá færði hann engin sérstök rök fyrir ummælum sínum um að Ísland þyrfti að ganga í Evrópusambandið og reyndar féllu þau ummæli talsvert í skuggann af því sem hann hafði að segja um stöðu íslenzku bankanna og dró síðan verulega í land nokkru síðar. Þess utan hafa ýmsir jafnvel viljað meina að í þessum efnum hafi hugsanlega ráðið meiru vilji til að ergja Björn Bjarnason og Davíð Oddsson en raunveruleg afstaða.
En hvort sem það er raunin eða ekki þá man ég ekki til þess að Evrópusamtökin hafi fjallað mikið um ummæli Björgólfs Thors Björgólfssonar frá því í desember um að Evrópusambandsaðild væri ekki æskileg og þó færði hann ágætis rök fyrir þeirri skoðun sinni. Ég man heldur ekki eftir því að sömu samtök hafi fjallað um það þegar Geir H. Haarde hefur ítrekað sagt Evrópusambandsaðild ekki á dagskrá og fært rök fyrir því hvers vegna ekki.
Og skoðanakönnun Fréttablaðsins sem sýndi 55% stuðning við aðildarviðræður við Evrópusambandið (ath. ekki aðild sem slíka) og 45% á móti sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu með eða á móti. Vissulega breyting ef aðeins eru skoðaðar kannanir Fréttablaðsins en ekkert nýtt ef skoðaðar eru kannanir Gallup.
Þess utan myndi ég hafa meiri áhyggjur af eigin trúverðugleika ef ég væri þú og kannski ertu vel meðvitaður um það í ljósi þess að þú kýst að skrifa ekki undir fullu nafni.
Hjörtur J. Guðmundsson, 28.2.2008 kl. 12:19
Ok þú sem sagt viðurkennir að hér er um áróðursaustur að ræða, en ekki málefnalega umfjöllun. Mér finnst samt sem áður hálf lélegt að tína einungis til það sem þjónar málstaðnum, þó svo að "Heimssýn" "aðhyllist ákveðna afstöðu." Því, eins og fyrr sagði, bitnar slíkt á trúverðugleika.
Einarr Einarsson m.e.h
Einarr Þjóðholli (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 19:37
Hér er á ferðinni málefnaleg umfjöllun um Evrópumál út frá ákveðnum pólitískum sjónarhóli, rétt eins og hjá öðrum stjórnmálasamtökum. M.ö.o. er hér haldið fram ákveðnum pólitískum sjónarmiðum og rök færð fyrir þeim. Þetta er ekki hlutlaus fjölmiðill eða akademísk stofnun eins og þú virðist halda.
Hjörtur J. Guðmundsson, 28.2.2008 kl. 22:32
Ok, flott. Ég vildi bara fá formlega staðfestingu á því að hér er um áróðurspésa að ræða.
Einarr Einarsson (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 01:59
Góðan daginn!
Viljirðu njóta lífsins betur - bendi ég þér á www.netsaga.is
mbk.
Chillingoli
es. Vinsamlegast gerðu heiminum þann greiða að áframsenda skilaboðin!
Ólafur (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.