Leita í fréttum mbl.is

Offramboð á Evrópuumræðu, en lítil eftirspurn

c_einarkrÞað er eðlilegt að menn hafi skiptar skoðanir á aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er slíkt álitaefni að það hlýtur að kalla á mikla umræðu þeirra sem hafa áhuga á stjórnmálum. Spurningin um ESB aðild er líka þess konar að hún vekur spurningar um grundvallarviðhorf; spurningar sem lúta að fullveldi þjóðar og stöðu okkar í alþjóðlegu samfélagi.

Þessi spurning leiðir líka fram sitthvað um efnahagsmál, fríverslun og ýmislegt af því tagi sem menn hafa togast á um á hinum póltíska vettvangi.

Fleira má nefna í þessu sambandi sem örvar hugsun þeirra sem pólitískt eru meðvitaðir. Fyrir vikið hafa áhugamenn um stjórnmál og stjórnmálamenn í fullu starfi, mjög gaman af því að ræða um hin svo kölluðu Evrópumál - með stórum staf og stundum einnig með greini. Því getur að líta í blöðunum greinar og skrif sem fylla ekki bara heilu dálksentrimetrana, heldur dálk - metrana í mánuði hverjum. - Vandinn er bara sá að svo fáir hafa áhuga á eða nennu til að hlusta á blessaða Evrópuumræðuna.

Þess vegna er alveg stórfurðulegt þegar einhverjir æpa alltaf öðru hvoru upp fyrir sig að NÚNA verði að hefja Evrópuumræðuna. Það sé kominn tími NÚNA á upplýsta Evrópuumræðu. Eða hvað er átt við? Hefur allt þetta óendanlega kynstur af umræðu um Evrópumál ekki hlotið athygli þeirra sem svona tala og skrifa? Eða líkar þeim ekki umræðan og telst hún ekki á nægjanlega háu plani?

Ætli þetta sífur stafi ekki frekar af því að þeir sem svona láta, líkar ekki niðurstaðan; semsé sú að við erum ekki á leið inn í ESB?

Sá sem hér stýrir tölvubendli sat í hinni ágætu Evrópunefnd undir forystu Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra, sem Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra skipaði okkur í þann 8. júlí árið 2004. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar allra flokka. Nefndin skilaði af sér mjög greinargóðri skýrslu um málið sem hvetja þarf til að sem flestir kynni sér. Handhægt er að nálgast hana á netinu, með því að smella á þessi bláleitu orð.

Og ef einhver ætlar rétt einu sinni að byrja fimbulfambið um að það skorti á umræður um ESB mál vil ég biðja þann hinn sama að fletta upp á bls. 132 í skýrslunni, Heimildir og ítarefni. Þar getur að líta lista yfir heimildir og helstu gögn sem lögð voru  fram á fundum nefndarinnar.

Þessi "helstu gögn " voru 60 skýrslur og rit ! - Ýmis þeirra þverhandarþykk. !!

Og svo kvarta menn undir skorti á efni í umræðuna, skorti á umræðu eða að stjórnvöld, ( sem staðið hafa fyrir mörgu af téðum gögnum og heimildum) hafi þvingað burtu alla umræðu. Þvílík della!

Vandinn í Evrópuumræðunni er ekki skortur á framboði af umræðu. En það er ríkir hins vegar lítill áhugi á þessari umræðu á meðal alls almennings. Það er með öðrum orðum skortur á eftirspurn.

Einar K. Guðfinnsson,
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

(Greinin birtist áður á heimasíðu höfundar á www.ekg.is)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 153
  • Sl. sólarhring: 332
  • Sl. viku: 2562
  • Frá upphafi: 1165936

Annað

  • Innlit í dag: 127
  • Innlit sl. viku: 2218
  • Gestir í dag: 123
  • IP-tölur í dag: 123

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband