Leita í fréttum mbl.is

Offrambođ á Evrópuumrćđu, en lítil eftirspurn

c_einarkrŢađ er eđlilegt ađ menn hafi skiptar skođanir á ađild Íslands ađ Evrópusambandinu. Ţađ er slíkt álitaefni ađ ţađ hlýtur ađ kalla á mikla umrćđu ţeirra sem hafa áhuga á stjórnmálum. Spurningin um ESB ađild er líka ţess konar ađ hún vekur spurningar um grundvallarviđhorf; spurningar sem lúta ađ fullveldi ţjóđar og stöđu okkar í alţjóđlegu samfélagi.

Ţessi spurning leiđir líka fram sitthvađ um efnahagsmál, fríverslun og ýmislegt af ţví tagi sem menn hafa togast á um á hinum póltíska vettvangi.

Fleira má nefna í ţessu sambandi sem örvar hugsun ţeirra sem pólitískt eru međvitađir. Fyrir vikiđ hafa áhugamenn um stjórnmál og stjórnmálamenn í fullu starfi, mjög gaman af ţví ađ rćđa um hin svo kölluđu Evrópumál - međ stórum staf og stundum einnig međ greini. Ţví getur ađ líta í blöđunum greinar og skrif sem fylla ekki bara heilu dálksentrimetrana, heldur dálk - metrana í mánuđi hverjum. - Vandinn er bara sá ađ svo fáir hafa áhuga á eđa nennu til ađ hlusta á blessađa Evrópuumrćđuna.

Ţess vegna er alveg stórfurđulegt ţegar einhverjir ćpa alltaf öđru hvoru upp fyrir sig ađ NÚNA verđi ađ hefja Evrópuumrćđuna. Ţađ sé kominn tími NÚNA á upplýsta Evrópuumrćđu. Eđa hvađ er átt viđ? Hefur allt ţetta óendanlega kynstur af umrćđu um Evrópumál ekki hlotiđ athygli ţeirra sem svona tala og skrifa? Eđa líkar ţeim ekki umrćđan og telst hún ekki á nćgjanlega háu plani?

Ćtli ţetta sífur stafi ekki frekar af ţví ađ ţeir sem svona láta, líkar ekki niđurstađan; semsé sú ađ viđ erum ekki á leiđ inn í ESB?

Sá sem hér stýrir tölvubendli sat í hinni ágćtu Evrópunefnd undir forystu Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráđherra, sem Davíđ Oddsson ţáverandi forsćtisráđherra skipađi okkur í ţann 8. júlí áriđ 2004. Í nefndinni áttu sćti fulltrúar allra flokka. Nefndin skilađi af sér mjög greinargóđri skýrslu um máliđ sem hvetja ţarf til ađ sem flestir kynni sér. Handhćgt er ađ nálgast hana á netinu, međ ţví ađ smella á ţessi bláleitu orđ.

Og ef einhver ćtlar rétt einu sinni ađ byrja fimbulfambiđ um ađ ţađ skorti á umrćđur um ESB mál vil ég biđja ţann hinn sama ađ fletta upp á bls. 132 í skýrslunni, Heimildir og ítarefni. Ţar getur ađ líta lista yfir heimildir og helstu gögn sem lögđ voru  fram á fundum nefndarinnar.

Ţessi "helstu gögn " voru 60 skýrslur og rit ! - Ýmis ţeirra ţverhandarţykk. !!

Og svo kvarta menn undir skorti á efni í umrćđuna, skorti á umrćđu eđa ađ stjórnvöld, ( sem stađiđ hafa fyrir mörgu af téđum gögnum og heimildum) hafi ţvingađ burtu alla umrćđu. Ţvílík della!

Vandinn í Evrópuumrćđunni er ekki skortur á frambođi af umrćđu. En ţađ er ríkir hins vegar lítill áhugi á ţessari umrćđu á međal alls almennings. Ţađ er međ öđrum orđum skortur á eftirspurn.

Einar K. Guđfinnsson,
sjávarútvegs- og landbúnađarráđherra

(Greinin birtist áđur á heimasíđu höfundar á www.ekg.is)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 112
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband