Leita í fréttum mbl.is

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins. Hreyfingin var stofnuð þann 27. júní 2002 en markmið hennar er að stuðla að opinni umræðu um Evrópu- og alþjóðasamstarf. Ávarp sem rúmlega hundrað félagsmenn í Heimssýn sendu frá sér í kjölfar stofnfundarins, og birtist í helstu prentmiðlum landsins, hljóðaði svo:

"Íslendingar hafa á tæpri öld fest sig í sessi sem sjálfstæð þjóð með öflugt atvinnu- og menningarlíf þar sem velferð þegnanna er tryggð. Einstakur árangur fámennrar þjóðar væri óhugsandi nema fyrir það afl sem felst í sjálfstæðinu. Við undirrituð leggjum áherslu á vinsamleg samskipti og víðtæka samvinnu við aðrar þjóðir í Evrópu og heiminum öllum en teljum það ekki samrýmast hagsmunum Íslendinga að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Við hvetjum til opinnar umræðu um Evrópu- og alþjóðasamstarf á þessum grunni og höfum stofnað samtök sem bera heitið Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum."

Merki hreyfingarinnar er auga með heiminn sem augastein og stendur fyrir það sjónarmið hennar að horfa beri til alls heimsins eftir frjálsum og friðsamlegum samskiptum, viðskiptum og samvinnu á jafnréttisgrunni en einblína ekki á afmarkaðan hluta hans.

Heimssýn hefur frá upphafi reitt sig alfarið á frjáls framlög til starfsemi sinnar. Sé áhugi á því að styrkja Heimssýn er hægt að leggja inn á reikning hreyfingarinnar nr. 101-26-5810. Kennitala Heimssýnar er 680602-5810.

Á aðalfundi Heimssýnar 5. júní 2007 var ný stjórn fyrir starfsárið 2007-2008 kjörin. Ragnar Arnalds, rithöfundur, var endurkjörinn formaður.

Aðalstjórn:
Formaður: Ragnar Arnalds, rithöfundur.
Varaformaður: Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður.
Gjaldkeri: Bjarni Harðarson, alþingismaður.
Ritari: Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur.
Páll Vilhjálmsson, blaðamaður.
Gísli Freyr Valdórsson, stjórnmálafræðinemi.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögfræðingur. 
Hjörtur J. Guðmundsson, sagnfræðinemi.
Steingrímur Hermannsson, fyrrv. forsætisráðherra.

Varastjórn:
Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður.
Davíð Örn Jónsson, verkfræðinemi.
Brynja Björg Halldórsdóttir, menntaskólanemi.
Eyjólfur Eysteinsson, fyrrv. útsölustjóri.
Illugi Gunnarsson, alþingismaður.
Hörður Guðbrandsson, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur.
Ingvar Gíslason, fyrrv. menntamálaráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 437
  • Sl. sólarhring: 488
  • Sl. viku: 2794
  • Frá upphafi: 1165711

Annað

  • Innlit í dag: 401
  • Innlit sl. viku: 2427
  • Gestir í dag: 386
  • IP-tölur í dag: 382

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband