Leita í fréttum mbl.is

Fullveldisyfirfćrsla og forherđingin

bjarni_hardarson„En tvímćlalaust verđa Íslendingar ađ breyta stjórnarskránni áđur en hćgt er ađ ganga í Evrópusambandiđ sökum ţeirrar fullveldisyfirfćrslu sem inngöngunni er samfara."

Eftirfarandi er tilvitnun í grein ţeirra mćtu Evrópusambandssinna Björns Friđfinnssonar og Andrésar Péturssonar í 24 stundum fyrir skemmstu. Nú vil ég ekki kasta rýrđ ađ pólitískum sannfćringum manna og ţađ er skođun sem verđur ađ virđa sem hverja ađra ađ yfirfćra skuli fullveldi íslensku ţjóđarinnar til Brussel. Ég vil ţakka ţeim félögum hreinskilnina ţví á stundum ber á ţeim misskilningi í málflutningi Brusselsinna ađ látast ekki skilja ađ ađild ađ ESB fylgir ađ viđ afsölum okkur eigin fullveldi.

Hrokafull umrćđa
Ţá hefi ég hrósađ ţeim félögum fyrir greinina en mig langar líka ađ finna hér ađ. Í upphafi segja ţeir félagar ađ innan skamms hljóti andstćđingar ađildar Íslands viđ inngöngu ađ hćtta ađ berja hausnum viđ steininn. Minnir mig á ađ nýlega rakst ég ţá fullyrđingu á einni bloggsíđu Brusselsinna ađ viđ sem erum talsmenn fullveldisins eru taldir forhertir og hugsunarlausir.

Málflutningur af ţessu tagi er engum til sóma. Okkur ber ađ rćđa saman međ rökum en ekki sleggjudómum um ađ menn berji hausum viđ steina. Mér er ekki grunlaust um ađ ţessi málflutningur Brusselsinnanna tengist ţví ađ ţeir eru vissir í sinni sök, sannfćrđir og hafa séđ ljósiđ. Ţeir „vita" međ öđrum orđum ađ viđ munum ganga í Evrópusambandiđ, rétt eins og Jón í Reykjadal sem vissi ađ jörđin hlyti ađ hrapa til helvítis. Annađ dćmi eru gömlu kommarnir sem vissu ađ byltingin kćmi, ţetta var bara spurning um tíma. Ţví blandast saman í málflutningi margra talsmanna ESB hér á landi sá hroki sem gjarnan fylgir ţeim mönnum sem telja sig vita lengra nefi sínu. Í raunheimi reynist slík ţekking oftar en ekki tálsýn.

Ţjóđin sterkari í kosningum en könnunum
Ţađ eru 50 ár síđan öll samtök atvinnurekenda í Noregi ákváđu ađ landiđ vćri ađ ganga í Evrópusambandiđ og áratugir síđan meirihluti ţingmanna gekkst sömu skođun á hönd. Samt eru Norđmenn enn ţar fyrir utan og fjćr ţví en nokkru sinni ađ gerast ađilar. Hin ţjóđrćkni almenningur hefur ţar ítrekađ tekiđ fram fyrir hendurnar á ţotuliđi stjórnmála og athafnalífs. Ţar er búiđ ađ kjósa um máliđ slag í slag og alltaf hafa hin ţjóđlegu öfl yfirhöndina jafnvel ţó skođanakannanir hafi oft sýnt lýkur á ađ ESB - sinnar sigri.

Hér á landi hafa skođanakannanir mjög sjaldan sýnt ađ ţađ sé meirihluti međ ađild ađ ESB og fylgiđ viđ ţađ er minna nú en var fyrir nokkrum árum ţrátt fyrir nokkra erfiđleika í efnahagslífinu. Ţađ getur vitaskuld breyst í ţeirri niđursveiflu sem nú gengur ţannig ađ í stuttan tíma verđi meirihlutafylgi međ ađild líkt og oft hefur veriđ í Noregi.

En ef til kosninga kemur er miklu líklegra ađ fullveldishugsjónin verđi hverskonar fullveldisyfirfćrslum sterkari. Engu ađ síđur er allt tal um ESB - kosningar leikur ađ eldi. Um ađildarkosningar ađ ESB gildir ţađ sama og kosningar til sameininga sveitarstjórna. Ţegar byrjađ er verđur kosiđ aftur og aftur ţar til jáyrđi fćst og svo aldrei aftur enda möguleikarnir ţjóđa á ađ ganga úr ESB og endurheimta fullveldi nćr engir. Ţađ er almennt viđurkennt af bćđi ESB - sinnum og öđrum ađ úrsögn úr ţessum félagsskap hefur ekki veriđ möguleiki.

Međ Lissabonsamningum er reynt ađ klóra ţar yfir og sett inn málamyndaákvćđi um úrsögn en ţau eru samt fremur til skrauts en brúks. Ţannig er dagljóst ađ ESB - land sem ćtlađi sér út úr bandalaginu stćđi ţá skyndilega eins og hvítvođungur í samfélagi ţjóđanna ţar sem ESB - ađild fylgir ađ valdaafsal í utanríkismálum og samningum viđ erlend ríki.

Bjarni Harđarson,
alţingismađur

(Birtist áđur í 24 stundum 29. apríl 2008 og á bloggsíđu höfundar)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 189
  • Sl. viku: 756
  • Frá upphafi: 1232702

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 655
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband