Leita í fréttum mbl.is

Fullveldisyfirfærsla og forherðingin

bjarni_hardarson„En tvímælalaust verða Íslendingar að breyta stjórnarskránni áður en hægt er að ganga í Evrópusambandið sökum þeirrar fullveldisyfirfærslu sem inngöngunni er samfara."

Eftirfarandi er tilvitnun í grein þeirra mætu Evrópusambandssinna Björns Friðfinnssonar og Andrésar Péturssonar í 24 stundum fyrir skemmstu. Nú vil ég ekki kasta rýrð að pólitískum sannfæringum manna og það er skoðun sem verður að virða sem hverja aðra að yfirfæra skuli fullveldi íslensku þjóðarinnar til Brussel. Ég vil þakka þeim félögum hreinskilnina því á stundum ber á þeim misskilningi í málflutningi Brusselsinna að látast ekki skilja að aðild að ESB fylgir að við afsölum okkur eigin fullveldi.

Hrokafull umræða
Þá hefi ég hrósað þeim félögum fyrir greinina en mig langar líka að finna hér að. Í upphafi segja þeir félagar að innan skamms hljóti andstæðingar aðildar Íslands við inngöngu að hætta að berja hausnum við steininn. Minnir mig á að nýlega rakst ég þá fullyrðingu á einni bloggsíðu Brusselsinna að við sem erum talsmenn fullveldisins eru taldir forhertir og hugsunarlausir.

Málflutningur af þessu tagi er engum til sóma. Okkur ber að ræða saman með rökum en ekki sleggjudómum um að menn berji hausum við steina. Mér er ekki grunlaust um að þessi málflutningur Brusselsinnanna tengist því að þeir eru vissir í sinni sök, sannfærðir og hafa séð ljósið. Þeir „vita" með öðrum orðum að við munum ganga í Evrópusambandið, rétt eins og Jón í Reykjadal sem vissi að jörðin hlyti að hrapa til helvítis. Annað dæmi eru gömlu kommarnir sem vissu að byltingin kæmi, þetta var bara spurning um tíma. Því blandast saman í málflutningi margra talsmanna ESB hér á landi sá hroki sem gjarnan fylgir þeim mönnum sem telja sig vita lengra nefi sínu. Í raunheimi reynist slík þekking oftar en ekki tálsýn.

Þjóðin sterkari í kosningum en könnunum
Það eru 50 ár síðan öll samtök atvinnurekenda í Noregi ákváðu að landið væri að ganga í Evrópusambandið og áratugir síðan meirihluti þingmanna gekkst sömu skoðun á hönd. Samt eru Norðmenn enn þar fyrir utan og fjær því en nokkru sinni að gerast aðilar. Hin þjóðrækni almenningur hefur þar ítrekað tekið fram fyrir hendurnar á þotuliði stjórnmála og athafnalífs. Þar er búið að kjósa um málið slag í slag og alltaf hafa hin þjóðlegu öfl yfirhöndina jafnvel þó skoðanakannanir hafi oft sýnt lýkur á að ESB - sinnar sigri.

Hér á landi hafa skoðanakannanir mjög sjaldan sýnt að það sé meirihluti með aðild að ESB og fylgið við það er minna nú en var fyrir nokkrum árum þrátt fyrir nokkra erfiðleika í efnahagslífinu. Það getur vitaskuld breyst í þeirri niðursveiflu sem nú gengur þannig að í stuttan tíma verði meirihlutafylgi með aðild líkt og oft hefur verið í Noregi.

En ef til kosninga kemur er miklu líklegra að fullveldishugsjónin verði hverskonar fullveldisyfirfærslum sterkari. Engu að síður er allt tal um ESB - kosningar leikur að eldi. Um aðildarkosningar að ESB gildir það sama og kosningar til sameininga sveitarstjórna. Þegar byrjað er verður kosið aftur og aftur þar til jáyrði fæst og svo aldrei aftur enda möguleikarnir þjóða á að ganga úr ESB og endurheimta fullveldi nær engir. Það er almennt viðurkennt af bæði ESB - sinnum og öðrum að úrsögn úr þessum félagsskap hefur ekki verið möguleiki.

Með Lissabonsamningum er reynt að klóra þar yfir og sett inn málamyndaákvæði um úrsögn en þau eru samt fremur til skrauts en brúks. Þannig er dagljóst að ESB - land sem ætlaði sér út úr bandalaginu stæði þá skyndilega eins og hvítvoðungur í samfélagi þjóðanna þar sem ESB - aðild fylgir að valdaafsal í utanríkismálum og samningum við erlend ríki.

Bjarni Harðarson,
alþingismaður

(Birtist áður í 24 stundum 29. apríl 2008 og á bloggsíðu höfundar)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 61
  • Sl. sólarhring: 331
  • Sl. viku: 1996
  • Frá upphafi: 1184403

Annað

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 1718
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband