Leita í fréttum mbl.is

Viđ verđum ađ ráđa fram úr okkar málum sjálf

halldor_blondalŢetta er mikiđ ţjóđarböl, 7,2% atvinnuleysi,“ sagđi góđur vinur minn viđ mig á dögunum, ţegar ESB-ađild bar á góma, en viđ höfđum í höndunum upplýsingar um, ađ ţvílíkt ástand hefđi veriđ í löndum Evrópusambandsins í fyrra, en ađeins 2,3% atvinnuleysi hér á landi. „Ţađ er skrítin hugmynd,“ bćtti hann viđ, „ađ vilja flytja inn atvinnuleysiđ!“ Og ég fór ađ hugsa um ţessar tölur og fann á vefnum, ađ atvinnuleysi međal ungs fólks undir 25 ára aldri hafđi veriđ 18,8% í Evrópusambandinu á árinu 2005 og er ugglaust svipađ enn. Ţetta ástand lýsir svo sannarlega miklu ţjóđarböli og mannlegum harmleik, ţegar atvinnuleysiđ fer ađ ganga frá kynslóđ til kynslóđar eins og erfđagen innan sömu fjölskyldunnar. Ţađ ţarf mikiđ innra afl til ađ rífa sig upp úr ţví!

ESB-ađild er mikiđ rćdd nú, og ţessi útgangspunktur er ekki verri en hver annar: Hvernig tryggjum viđ Íslendingar best velferđ okkar sjálfra? Ég sá í sjónvarpinu um daginn viđtalsţátt frá Fćreyjum, ţar sem ma. var rćtt viđ Magne Arge, forstjóra fćreyska flugfélagsins Atlantic Airways, en honum hefur tekist ađ gera flugfélagiđ ađ stórveldi međ dugnađi og bjartsýni. Grunntónninn í bođskap hans var, ađ Fćreyingar ćttu ađ segja skiliđ viđ Dani. Viđ verđum ađ bjarga okkur sjálfir, sagđi hann. Ţađ verđa engir ađrir til ţess.

Ég ţekkti ţennan bjarta tón héđan frá Íslandi og átti bágt međ ađ sjá ţađ fyrir mér, ađ fyrsta verk Fćreyinga yrđi ađ ganga í Evrópusambandiđ eftir ađ hafa endurheimt sjálfstćđi sitt úr höndum Dana. Ţađ hefđi ţá veriđ betra ađ vera kyrrir undir Dönum, hugsađi ég. Ragnar Arnalds bendir á ţađ í glöggri grein í Morgunblađinu á laugardag, ađ árlega sé haldinn ráđherrafundur Evrópusambandsins, ţar sem teknar eru ákvarđanir um nýtingu sameiginlegra fiskimiđa og sé sá fundur oft nefndur „nótt hinna löngu hnífa“. Ţar hefđum viđ ţrjú atkvćđi af um 350. Ćtli Fćreyingar fengju eitt eđa tvö? Ekki er kyn ţó áhugamenn um ESB-ađild séu ađ reyna ađ koma ţví ađ, ađ íslenska ríkisstjórnin ćtti fulltrúa á fundinum og ađgang ađ öllum gögnum!

Hagsćld okkar Íslendinga hefur alltaf oltiđ á ţví, hvort okkur hefur tekist ađ afla nćgilegs gjaldeyris. Mesta reiđarslagiđ sem ég man eftir var hrun síldarstofnsins í lok 7. áratugarins, ţegar hlutfall síldarafurđa af heildarútflutningsverđmćtum hrundi á tveim árum úr 42% niđur fyrir 10% vegna ofveiđi. Afleiđingin varđ sú, ađ fjöldi manns flutti úr landi til ađ leita sér atvinnu og margir komu ekki til baka. En gćfa okkar var á hinn bóginn sú, ađ samningar höfđu tekist um byggingu álversins viđ Straumsvík. Sjávarútvegurinn stendur enn í dag undir lífskjörum okkar ásamt orkulindum okkar og orkufrekum iđnađi. Fjarđaál hefur gjörbreytt byggđaţróun á Austurlandi og á nćstu árum mun margvíslegur orkufrekur iđnađur byggja upp atvinnulíf víđsvegar um landiđ og afla okkur meiri gjaldeyristekna. Ţegar lífskjör Íslendinga eru borin saman viđ lífskjör annarra ţjóđa ríđa ódýrt rafmagn og heitt vatn baggamuninn.

Í Reykjavíkurbréfi í gćr [sl. laugardag] var gerđ grein fyrir kanadískri skýrslu, ţar sem spáđ er helmingshćkkun á eldsneyti á nćstu árum. Ég tek undir međ bréfritara ađ undir ţessum kringumstćđum er fásinna ađ ganga í Evrópusambandiđ og deila međ öđrum ţjóđum yfirráđum okkar yfir orkulindunum. Ţćr eiga eftir ađ margfaldast í verđi. Ţćr eru ásamt fiskimiđunum lykillinn ađ velferđ okkar Íslendinga og forsenda ţess, ađ viđ getum lifađ frjáls og óháđ hér norđur viđ heimskautsbaug.

Jón Baldvin Hannibalsson fer mikinn í Morgunblađinu á fimmtudag og ţykir lítiđ til krónunnar koma, – hún sé ekki annađ en ónýtt fat, sem vondir stjórnmálamenn hafi fariđ illa međ en nefnir ţó ekki Hlutabréfasjóđ og ţađ gums allt saman, sem hann var ţó kunnugur. Og ţađ er rétt hjá honum, ađ krónan er minnsti gjaldmiđill veraldar og ţess vegna viđkvćm og ađ ţađ ţrengir ađ okkur núna. Og úr ţví verđum viđ ađ vinna sjálf, – ţađ verđa ekki ađrir til ţess. Evrópusambandiđ er engin gustukastofnun. En auđvitađ lćrum viđ af reynslunni. Og ef ţrautalendingin verđur ađ síđustu sú, ađ nauđsynlegt sé ađ skipta um mynt myntarinnar vegna, hljótum viđ ađ velta fórnarkostnađinum fyrir okkur. Og ţá hygg ég ađ muni koma í ljós, ađ evran sé of dýru verđi keypt.

Halldór Blöndal,
fyrrverandi forseti Alţingis

(Birtist áđur í Morgunblađinu 28. apríl 2008)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Jan. 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 78
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 514
  • Frá upphafi: 972539

Annađ

  • Innlit í dag: 69
  • Innlit sl. viku: 421
  • Gestir í dag: 68
  • IP-tölur í dag: 67

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband