Leita í fréttum mbl.is

Stjórnmálafræðingurinn Gunnar og ESB

Stjórnmálafræðingurinn Gunnar Hólmsteinn Ársælsson ritaði grein í 24 stundir sl. laugardag þar sem hann gagnrýndi Magnús Kristinsson, útgerðarmann í Vestmannaeyjum, fyrir þau orð sín að við Íslendingar myndum hafa lítil sem engin áhrif innan Evrópusambandsins ef við gengjum þar inn. Gunnar segir að Magnús viti ekki hver áhrif okkar innan sambandsins yrðu þar sem við höfum aldrei verið þar innanborðs og kallar eftir rökum fyrir orðum Magnúsar.

Staðreyndin er sú að vægi aðildarríkja Evrópusambandsins innan þess fer fyrst og síðast eftir því hversu fjölmenn þau eru og það þarf varla að fara mörgum orðum um það hversu óhagstæður sá mælikvarði yrði fyrir okkur Íslendinga. Miðað við stærð sambandsins í dag yrðum við langsamlega fámennsta aðildarríkið og með vægi samkvæmt því. Vægi okkar á þingi Evrópusambandsins er lýsandi dæmi um vægi okkar almennt innan stofnana sambandsins, en þar ættum við von á að fá í bezta falli 5 fulltrúa af 785.

Þetta er einfaldlega eitt af þeim fjölmörgu lykilmálum sem ekki verður samið um í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. En Gunnar kann kannski ráð til þess að semja um að Ísland fái undanþágu frá þessari grundvallarreglu sambandsins og þá kannski sama vægi og Þýzkaland með sínar 82 milljónir manna eða Holland með sínar 16 milljónir? Eða kann hann kannski ráð til að fjölga Íslendingum í nokkrar milljónir, og jafnvel tugmilljónir, á næstu árum?

Vægi Íslands innan Evrópusambandsins yrði þ.a.l. sáralítið sem ekkert og ekki bætir úr skák að sífellt hefur verið fækkað þeim sviðum þar sem krafizt er einróma samþykkis aðildarríkjanna og aðildarríkin hafa þar með neitunarvald. Nokkuð sem kemur minni aðildarríkjum sérstaklega illa eðli málsins samkvæmt. Þessi þróun hefur átt sér stað með vaxandi hraða á undanförnum árum og taki Lissabon-sáttmáli sambandsins (lesist Stjórnarskrá Evrópusambandsins) gildi mun neitunarvald aðildarríkjanna verða afnumið á vel yfir 50 sviðum til viðbótar.

Ef við Íslendingar gengjum í Evrópusambandið myndu möguleikar okkar til áhrifa þannig áfram byggjast fyrst og fremst á svokölluðum “lobbyisma” – rétt eins og raunin er í dag. Nokkuð sem virðist vera það sem Gunnar er reiðubúinn að leggja allt traust sitt á og leggja fullveldi þjóðarinnar í sölurnar fyrir. Á móti myndum við nefnilega gefa eftir yfirráð okkar yfir flestum okkar málum en lítið sem ekkert hafa um þau að segja eftir það.

Hjörtur J. Guðmundsson

(Birtist áður í 24. stundum 3. maí 2008 og á bloggsíðu höfundar)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Ágúst 2019
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 24
  • Sl. sólarhring: 419
  • Sl. viku: 661
  • Frá upphafi: 967327

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 588
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband