Leita í fréttum mbl.is

Sjálfsmorðsákvæði stjórnarsáttmálans

althingishusidStjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar heimilar ekki að aðildarviðræður við Evrópusambandið verði settar á dagskrá þó Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinna, og fleiri Evrópusambandssinnar hafi að undanförnu viljað halda öðru fram. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tók af allan vafa um það í umræðum á Alþingi sl. mánudag 28. apríl þar sem hann svaraði fyrirspurn Kristinns H. Gunnarssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Orðrétt sagði Geir í svari sínu á Alþingi:

"Hvað varðar Evrópusambandið þá er það ljóst að stjórnarflokkarnir tveir hafa ólíka afstöðu í því máli. Þeir sömdu hvorugur um það að breyta afstöðu sinni þegar stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar var gerður. Það segir ekkert um það í stjórnarsáttmálanum að það eigi að ganga í Evrópusambandið. Það á að setja á laggirnar nefnd sem nú er að hefja störf til að fylgjast með þróuninni þar, svokallaða vaktstöð sem mun vakta ástandið. Það stendur í sjálfu sér heldur ekki að ekki eigi að ganga í Evrópusambandið. En ef það ætti að gera það, þ.e. ganga í Evrópusambandið, þyrfti að semja um það upp á nýtt og þá þyrfti annar stjórnarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, að skipta um afstöðu frá því sem hann hefur í dag. Það er ekki meiningin."

Þetta þýðir einfaldlega að ef ríkisstjórnin ætlaði að setja aðildarviðræður við Evrópusambandið á dagskrá yrði að semja um nýjan stjórnarsáttmála og þar með að mynda nýja ríkisstjórn. Stjórnarsáttmálinn inniheldur því m.ö.o. í raun sjálfsmorðsákvæði þegar kemur að Evrópumálunum eins og stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Noregs. Forsenda þess er þó að Sjálfstæðisflokkurinn breyti stefnu sinni í Evrópumálum. Hvorugt er þó á dagskrá eins og formaður flokksins tók skýrt fram og hefur margoft gert áður.

Ófáir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ennfremur mótmælt yfirlýsingum Ingibjargar Sólrúnar um stjórnarsáttmálann og bent á það að í honum sé kveðið á um það sem ríkisstjórnin ætli að gera á kjörtímabilinu en ekki það sem hún ætli ekki að gera.

Heimild:
Umræður á Alþingi: Afstaða ríkisstjórnarinnar til aðildarumsóknar að ESB

--- 

Rétt er að hafa ávallt hugfast að umræðan um Evrópumálin snýst fyrst og síðast um það hvort við Íslendingar eigum áfram að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð eða hvort við eigum að ganga í Evrópusambandið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 161
  • Sl. viku: 1637
  • Frá upphafi: 1223177

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 1414
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband