Leita í fréttum mbl.is

Sjálfsmorđsákvćđi stjórnarsáttmálans

althingishusidStjórnarsáttmáli Sjálfstćđisflokks og Samfylkingar heimilar ekki ađ ađildarviđrćđur viđ Evrópusambandiđ verđi settar á dagskrá ţó Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formađur Samfylkingarinna, og fleiri Evrópusambandssinnar hafi ađ undanförnu viljađ halda öđru fram. Geir H. Haarde, forsćtisráđherra, tók af allan vafa um ţađ í umrćđum á Alţingi sl. mánudag 28. apríl ţar sem hann svarađi fyrirspurn Kristinns H. Gunnarssonar, ţingmanns Frjálslynda flokksins. Orđrétt sagđi Geir í svari sínu á Alţingi:

"Hvađ varđar Evrópusambandiđ ţá er ţađ ljóst ađ stjórnarflokkarnir tveir hafa ólíka afstöđu í ţví máli. Ţeir sömdu hvorugur um ţađ ađ breyta afstöđu sinni ţegar stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar var gerđur. Ţađ segir ekkert um ţađ í stjórnarsáttmálanum ađ ţađ eigi ađ ganga í Evrópusambandiđ. Ţađ á ađ setja á laggirnar nefnd sem nú er ađ hefja störf til ađ fylgjast međ ţróuninni ţar, svokallađa vaktstöđ sem mun vakta ástandiđ. Ţađ stendur í sjálfu sér heldur ekki ađ ekki eigi ađ ganga í Evrópusambandiđ. En ef ţađ ćtti ađ gera ţađ, ţ.e. ganga í Evrópusambandiđ, ţyrfti ađ semja um ţađ upp á nýtt og ţá ţyrfti annar stjórnarflokkurinn, Sjálfstćđisflokkurinn, ađ skipta um afstöđu frá ţví sem hann hefur í dag. Ţađ er ekki meiningin."

Ţetta ţýđir einfaldlega ađ ef ríkisstjórnin ćtlađi ađ setja ađildarviđrćđur viđ Evrópusambandiđ á dagskrá yrđi ađ semja um nýjan stjórnarsáttmála og ţar međ ađ mynda nýja ríkisstjórn. Stjórnarsáttmálinn inniheldur ţví m.ö.o. í raun sjálfsmorđsákvćđi ţegar kemur ađ Evrópumálunum eins og stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Noregs. Forsenda ţess er ţó ađ Sjálfstćđisflokkurinn breyti stefnu sinni í Evrópumálum. Hvorugt er ţó á dagskrá eins og formađur flokksins tók skýrt fram og hefur margoft gert áđur.

Ófáir ţingmenn Sjálfstćđisflokksins hafa ennfremur mótmćlt yfirlýsingum Ingibjargar Sólrúnar um stjórnarsáttmálann og bent á ţađ ađ í honum sé kveđiđ á um ţađ sem ríkisstjórnin ćtli ađ gera á kjörtímabilinu en ekki ţađ sem hún ćtli ekki ađ gera.

Heimild:
Umrćđur á Alţingi: Afstađa ríkisstjórnarinnar til ađildarumsóknar ađ ESB

--- 

Rétt er ađ hafa ávallt hugfast ađ umrćđan um Evrópumálin snýst fyrst og síđast um ţađ hvort viđ Íslendingar eigum áfram ađ vera sjálfstćđ og fullvalda ţjóđ eđa hvort viđ eigum ađ ganga í Evrópusambandiđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 36
  • Sl. sólarhring: 350
  • Sl. viku: 1971
  • Frá upphafi: 1184378

Annađ

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 1699
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband