Þriðjudagur, 6. maí 2008
Byrjað á öfugum enda
Undanfarna daga hafa ýmsir ágætir menn reifað sjónarmið í þá veru, að nú sé rétti tíminn kominn til að hefja viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Rétt sé að láta reyna á það hvaða samningskjör bjóðist í slíkum viðræðum og taka síðan afstöðu til aðildar. Ýmsum spurningum varðandi aðild verði ekki svarað til fullnustu fyrr en niðurstaða viðræðna liggur fyrir og samningar hafa tekist og þá geti þing og þjóð tekið ákvörðun um málið. Í orðum þessara manna virðist gengið út frá því að það sé svo sjálfsagður hlutur að Ísland leiti eftir aðild að það sé nánast bara tæknilegt úrlausnarefni að hefja ferlið, setja samningsmarkmið, fara út í viðræður og eftir atvikum að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni.
Í orðum þeirra felst vissulega sá sannleikskjarni, að ekki er unnt að segja nákvæmlega fyrir um það hvaða samningskjör okkur bjóðast fyrr en að viðræðum loknum. Eins er ljóst að slíkur samningur yrði á endanum borinn bæði undir Alþingi og kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig ráðast hin endanlegu úrslit og þjóðin mun alltaf hafa síðasta orðið. Nærtækt er að minna á að norskir kjósendur hafa tvívegis hafnað samningum um ESB-aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu þótt ríkisstjórnin og Stórþingið hafi fyrir sitt leyti samþykkt þá.
Nú er einnig rétt að halda því til haga, að bæði þing og þjóð myndu oftar en einu sinni fá tækifæri til að taka afstöðu til einstakra skrefa í átt til ESB-aðildar. Hún er þannig óhugsandi án stjórnarskrárbreytingar, sem samþykkja þarf á tveimur þingum með alþingiskosningum á milli. Óumdeilt er að í aðild fælist slíkt framsal fullveldis til fjölþjóðlegra stofnana, að ósamrýmanlegt væri núgildandi stjórnarskrá. Afstaða til breytingar sem heimilaði fullveldisframsal myndi óhjákvæmilega ráðast af afstöðu manna til aðildar af ESB. Eins er ljóst að ríkisstjórn þyrfti að styðjast við þingmeirihluta til að fara ut í viðræður og setja sér samningsmarkmið. Eðlilegt er að gera ráð fyrir að slíkur þingmeirihluti þyrfti að byggja á vilja kjósenda, sem fram hefði komið í almennum kosningum. Ekki er hægt að segja að ESB-málin hafi fram til þessa verið kosningamál hér á landi og því getur enginn fullyrt um vilja kjósenda í þessum efnum. Tilviljanakenndar niðurstöður skoðanakannana eru ekki mælikvarði sem hægt er að styðjast við í því sambandi. Hvað sem því líður er auðvitað ljóst að mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en endanleg afstaða er tekin til ESB-aðildar, og tekist verður á um hvert skref á þeirri leið.
En fyrst þarf auðvitað að taka afstöðu til þeirrar grundvallarspurningar hvort við viljum verða aðilar að Evrópusambandinu eða ekki. Er það fýsilegur kostur fyrir íslensku þjóðina þegar til lengri tíma er litið? Með öðrum orðum; er þetta einfaldlega markmið sem við viljum stefna að? Þá stefnu þarf að marka að undangengnum rökræðum um kosti og galla aðildar, bæði meðal almennings og á hinum pólitíska vettvangi. Nauðsynlegt er að komast að niðurstöðu í þeim efnum áður en lengra er haldið. Menn eiga ekki að ganga til samningaviðræðna nema þeim sé alvara í að ná samningum. Það að ætla sér að rjúka í aðildarviðræður við ESB og sjá svo til hvort við viljum vera með er ekki skynsamleg nálgun. Með því væri byrjað á fullkomlega öfugum enda. Helstu áhugamenn um aðild Íslands að ESB virðast því komnir langt fram úr sjálfum sér með þessum málflutningi.
Birgir Ármannsson,
alþingismaður
(Birtist áður í Morgunblaðinu 29. apríl 2008)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
- Rykbindiefni
- Leiðindasuð
- Breyttur skilningur Samfylkingar á ESB-viðræðum
- Asni klyfjaður gulli
- Gullmolar á nýju ári
- Nýtt ár
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 35
- Sl. sólarhring: 353
- Sl. viku: 1970
- Frá upphafi: 1184377
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 1698
- Gestir í dag: 35
- IP-tölur í dag: 31
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.