Leita í fréttum mbl.is

Óskhyggja Jóns Sigurđssonar

c_sigurdurkariJón Sigurđsson, fyrrverandi formađur Framsóknarflokksins, skrifađi grein í Morgunblađiđ sl. ţriđjudag ţar sem hann lýsir ţeirri skođun sinni ađ nú sé tími til kominn ađ Ísland sćki um ađild ađ Evrópusambandinu. Í greininni víkur Jón međal annars ađ sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB og segir ađ forsendur hennar eigi ekki viđ á Íslandsmiđum. Viđ ţessa fullyrđingu Jóns Sigurđssonar er ástćđa til ađ gera alvarlega athugasemd, enda vandséđ ađ hún eigi viđ rök ađ styđjast. Íslendingar yrđu bundnir af sjávarútvegsstefnu ESB viđ ađild.

Ţađ er ekki langt síđan samin voru drög ađ nýrri stjórnarskrá ESB og var efnt til ţjóđaratkvćđagreiđslna um hana í flestum ađildarríkjum ţess. Sú stefnumörkun ESB um sjávarútvegsmál sem fram kom í hinni nýju stjórnarskrá var alveg skýr: Sjávarútvegsstefnan skyldi vera sameiginleg fyrir öll ađildarríkin, stjórn fiskveiđa skyldi vera á hendi ESB, en ekki ađildarríkjanna, og meginreglur ţess efnis skyldu lögfestar í stjórnarskrá.

Ákvćđi stjórnarskrár geyma grundvallarlög sem almenn lög mega ekki brjóta í bága viđ. Sú meginregla gildir jafnt um stjórnarskrá Íslands og stjórnarskrár annarra ríkja. Sú réttarskipan sem kveđiđ er á um í stjórnarskrá á viđ um alla ţá sem undir hana heyra. Ţađ dettur til dćmis engum í hug ađ jafnrćđisregla 65. gr. íslensku stjórnarskrárinnar nái til ákveđins hóps einstaklinga í okkar samfélagi en ekki til annarra. Ţađ dettur heldur engum í hug ađ tjáningarfrelsisákvćđi 73. gr. stjórnarskrárinnar tryggi sumum rétt til ađ láta í ljós skođanir sínar og sannfćringu en ekki öđrum. Ákvćđi stjórnarskrárinnar kveđur međ öđrum orđum á um ţá réttarskipan sem viđ höfum komiđ okkur saman um ađ fylgja og sömu réttindi og sömu skyldur fyrir alla borgara. Um ţessi grundvallaratriđi hygg ég ađ ţurfi ekki ađ deila.

Ţau drög ađ stjórnarskrá ESB, sem hér hefur veriđ vísađ til, voru felld í ţjóđaratkvćđagreiđslum í Hollandi og Frakklandi. Í kjölfariđ hvarf stjórnarskráin af yfirborđi jarđar, en hefur nú skotiđ upp kollinum á nýjan leik. Nú í formi fjölda samninga, sem ekki munu verđa lagđir fyrir íbúa sambandsins og verđa vafalítiđ ađ lögum án ţeirra vitundar. En efnisatriđi ţessara samninga eru í öllum grundvallaratriđum ţau sömu og stjórnarskrárinnar sem hafnađ var. Í ţeim verđur endanlega stađfest, ađ stjórn sjávarauđlinda verđur á valdi ESB, en ekki ađildarríkja ţess, og réttaráhrif ţeirra fyrir ađildarríkin verđa ţau sömu.

Í ljósi ţessara stađreynda vekur ţađ furđu mína ađ fyrrverandi formađur Framsóknarflokksins, Jón Sigurđsson, skuli í grein sinni slá ţví föstu ađ forsendur sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB muni ekki eiga viđ á Íslandsmiđum gerist Ísland ađili ađ sambandinu. Öll ađildarríki ESB munu ţurfa ađ beygja sig undir ţćr grundvallarreglur sem sambandiđ byggist á og starfar eftir. Annađhvort eru ríkin hluti af sambandinu eđa ekki međ ţeim kostum og göllum sem ađild fylgir.

Ađ mínu mati halda fullyrđingar Jóns Sigurđssonar ekki vatni, enda er ekkert sem bendir til ţess ađ ţćr eigi viđ rök ađ styđjast. Fram til ţessa hefur engin ţjóđ fengiđ varanlega undanţágu frá hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB. Eđlilega hafa ţjóđir fengiđ tímabundinn frest til ađ laga sig ađ ýmsum grundvallarreglum sem gilda innan ESB, en ekki undanţágu til frambúđar. Og ţađ er ekkert sem bendir til ađ annađ verđi uppi á teningnum í tilviki Íslands verđi sótt um ađild ađ sambandinu.

Ţađ er mikilvćgt ađ upplýst, fordómalaus og yfirveguđ umrćđa um Evrópumál fari fram hér á landi á grundvelli ţeirra stađreynda sem fyrir liggja. Sú umrćđa má hins vegar ekki stjórnast af óraunhćfri óskhyggju og fullyrđingum sem ekki eiga sér stođ í raunveruleikanum.

Sigurđur Kári Kristjánsson,
alţingismađur og varaformađur Heimssýnar

(Birtist áđur í Morgunblađinu 4. maí 2008 og á bloggsíđu höfundar)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 1121213

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband