Leita í fréttum mbl.is

Evrópuhugsjónin og Ísland

arni_helgasonEftir ađ Lissabon-sáttmálinn var felldur í ţjóđaratkvćđagreiđslu á Írlandi í síđasta mánuđi (sama plaggiđ og Frakkar og Hollendingar felldu áriđ 2005) hefur veriđ tekist á um framtíđarţróun Evrópusambandsins. Skiptar skođanir eru um sífellt nánari samruna međ auknum áhrifum frá ađildarríkjunum til stofnana ESB í Brussel og eins hvort Evrópusambandiđ sé ekki fariđ ađ útvíkka starfssviđ sitt meira en ráđ var fyrir gert í upphafi.

Hin upphaflega Evrópuhugsjón gekk ekki út á umsvifamikiđ stjórnkerfi sem blandađi sér í nánast öll innri málefni ađildarríkjanna. Hugsjónin um Evrópu og samstarf Evrópuríkjanna gengur út á ađ greiđa fyrir verslun og viđskiptum og koma í veg fyrir ađ hindranir og höft dragi úr möguleikum og tćkifćrum einstaklinga og fyrirtćkja.

Nánari samruni felldur
EES-samningurinn felur einmitt ţetta í sér, ţ.e. ađ tryggja fjórfrelsiđ og skapa sameiginlegan innri markađ. Ţetta hefur skilađ öllum ţátttakendum óumdeildum ávinningi og ţađ var mikiđ heillaspor fyrir Ísland ađ taka ţátt.

Aftur á móti virđast sífellt fleiri íbúar Evrópu setja spurningamerki viđ ţá stefnu forystu Evrópusambandsins ađ fćra til sín aukin völd á kostnađ ađildarríkjanna í málaflokkum sem ekki tengjast beint viđskiptum eđa markađi. Ţessi tortryggni íbúanna sést ágćtlega í ţví ađ íbúar Írlands, Hollands og Frakklands hafa nú á ţremur árum fellt hugmyndir sambandsins um stjórnarskrá og dýpri pólitískan samruna í ţjóđaratkvćđagreiđslum, en ţessar ţrjár ţjóđir voru ţćr einu sem fengiđ hafa ađ kjósa beint um ţessar hugmyndir.

Í nýlegri könnun ICM fyrir samtökin Global Vision í Bretlandi kom fram ađ nćrri tveir ţriđju ađspurđra myndu vilja samvinnu viđ Evrópusambandiđ sem byggđist eingöngu á viđskiptum og verslun.

ESB beitir sér víđa
Umrćđa og ummćli ţeirra sem ráđa ferđinni innan Evrópusambandsinseru oft í hróplegu ósamrćmi viđ hugmyndir um laustengdara samband og ţá falleinkunn sem aukinn samruni hefur fengiđ í ţjóđaratkvćđagreiđslum. Nicolas Sarkozy, sem leiđir ráđherraráđ Evrópusambandsins nćsta hálfa áriđ, sagđi um daginn ađ ţađ vćri sérstakt áhyggjuefni hve margir Evrópubúar virtust horfa til síns ţjóđríkis varđandi vernd og öryggi í daglegu lífi í stađ ţess ađ horfa til Evrópusambandsins.

Laszlo Kovacs, yfirmađur skattamála hjá Evrópusambandinu, hefur bođađ ađ gjaldtaka á sígarettur innan sambandsins verđi hćkkuđ, mest hjá nýju ađildarţjóđunum sem gćtu búist viđ allt ađ 50% gjaldhćkkun á sígarettur. Ţetta verđur gert til ţess ađ vinna ađ heilbrigđismarkmiđum sambandsins og ţá hyggst ţingmađur á Evrópuţinginu beita sér fyrir löggjöf um ađ sígarettur verđi bannađar áriđ 2025.

Nýveriđ ákvađ framkvćmdastjórn sambandsins ađ draga ítölsk stjórnvöld fyrir dómstól vegna ţess ađ sorphirđa í Napólí vćri í ólestri.

Í öllum ţessum nýlegu dćmum vaknar spurningin um réttmćti ţess ađ ESB hafi afskipti af innri málefnum ađildarríkjanna. En slík sjónarmiđ virđast ekki hafa mikiđ vćgi hjá forystu sambandsins.

Ţví er stundum haldiđ fram ađ stađa Íslands í Evrópusamstarfinu skaprauni forystu ESB vegna ţess ađ viđ njótum kostanna viđ samstarfiđ en tökum ekki á okkur allar skyldurnar. Ţađ er ekkert til ađ hafa áhyggjur af. Viđ eigum auđvitađ ađ byggja á ţeirri hugsjón um Evrópusamstarf sem viđ trúum á en standa utan viđ ţann hluta hennar sem er okkur síđur ađ skapi.

Árni Helgason,
framkvćmdastjóri ţingflokks sjálfstćđismanna

(Birtist áđur á 24 stundum 24. júlí 2008)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Feb. 2021
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.2.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 991997

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband