Leita í fréttum mbl.is

Reikniskekkjur skjálfhentra ESB - sinna

bjarni hardarson
Handarskjálfti getur tíðum leitt til þess að rangt er slegið inn á reiknivélum og svo virðist nú farið þeim aðildarsinnum sem reiknað hafa út að aldrei hafi fleiri Íslendingar verið hlynntir ESB - aðild en nú. Ef litið er á tölur á heimasíðu Samtaka iðnaðarins sést að þetta er rangt. Fylgið við aðild að ESB náði meiri hæðum í netbólukreppunni í byrjun þessarar aldar en rénaði fljótt um leið og um hægðist á mörkuðum.
 
Þannig töldu 67% þeirra sem tóku afstöðu í febrúar 2002 að Ísland ætti að ganga í ESB en nú er sambærileg tala 60%. Frændur okkar Svíar gengu í ESB í krafti einnar atkvæðagreiðslu sem sýndi meirihlutafylgi við aðild. Bæði fyrir og eftir þá kosningu hefur meirihlutinn verið andvígur ESB - aðild þar í landi en úr ESB er engin leið út.

Skrýtla í skrifræðinu
Í nýjum Lissabonsáttmála er reyndar ein skrýtla um úrsögn þar sem gert er ráð fyrir að þjóð megi ganga úr ESB en verði þá fyrst að sæta því að vera gíslingu hinna ESB landanna í tvö ár án þess að ráða nokkru um sín mál eða koma nokkuð að ákvörðunum innan sambandsins. Í öllu skrifræði sambandsins er þetta eitt af örfáum dæmum um skopskyn og enn fyndnara þegar einhver tekur reglu sem þessa alvarlega.

En áfram um talnafræðin. Þegar horft er til sögu Svía og niðurstöður skoðanakannanna á Íslandi síðustu ár er handarskjálfti ESB - sinna hér heima ofur skiljanlegur. Reynslan kennir þeim að meirihlutafylgi við ESB - aðild er mjög hverfult. Fæstir hafa skoðað málið til þrautar og fyrir flestum rennur upp önnur mynd þegar þeir átta sig á að með aðild að ESB hefur Ísland glatað nýfengnu fullveldi um alla framtíð. Fullveldi sem hefur skilað okkur svo fram á brautina að frá því að vera frumstæðust og fátækust allra Evrópuríkja erum við nú þau efnamestu.

Reynsla Norðmanna bendir raunar til að við kosningar sé þjóðleg hollusta og skynsemi mun meiri en í yfirborðslegum skoðanakönnunum. Meirihluti Norðmanna hefur samþykkt ESB aðild í könnunum en hafnað hinu sama í kosningum.

En hinu er ekki að neita að ef fjármálakreppan dýpkar enn og verðbólgan heldur áfram er líklegt að fylgi við ESB aðild eigi jafnvel enn eftir að aukast - áður en það hjaðnar hratt á ný, líkt og gerðist á árinu 2002. Þá gerðist það að fylgi við ESB féll mjög hratt um mitt ár 2002 og hefur síðan lónað í 40% allt fram til ársins 2006 að það fór að skríða hægt uppundir helming en sú þróun stöðvaðist í raun og veru fyrir ári síðan. Munurinn á ágústtölum Samtaka Iðnaðarins nú (48,8%) og ágústtölunum frá 2007 (47,9%) er innan skekkjumarka.

Almenningur á að hlýða ESB!
ESB - sinnar eiga ekki langt að sækja það að vera ónákvæmir á reiknivélum þegar kemur að skoðunum almennings. Hjá sjálfu Brusselvaldinu hefur aldrei tíðkast að farið sé eftir skoðunum almennings, - það er almenningur sem á að fara eftir skoðunum valdsins. Kosningar eru til að staðfesta þegar markaða stefnu og ef almenningur hafnar því sem fyrir hann er lagt er það vegna þess að sami almenningur hefur ekki skilið kosningarnar. Þessu er nú haldið fram um Lissabonkosningar Íra.

Frakkar höfðu hafnað sömu tillögum í þjóðaratkvæðagreiðslu með mjög afgerandi hætti og sama gerðu Hollendingar. Í stað þess að farið væri að vilja almennings var nafni á hinni nýju stjórnarskrá breytt og hún kölluð Lissabonsamningur. Síðan sjá þjóðþingin um að keyra það í gegn sem almenningur hafði hafnað.  Andstaða almennings við Evrópusamrunann innan ESB landanna er orðin áþreifanleg og feigðarmerki sambandsins flestum augljós.
 
Bjarni Harðarson,
þingmaður Framsóknarflokksins
 
(Birtist áður í 24 stundum og á bloggsíðu höfundar)
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 95
  • Sl. viku: 1740
  • Frá upphafi: 1176913

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1578
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband