Leita í fréttum mbl.is

Heiðursaðild að ESB er ekki til

arni thor sigurdsson
Í umræðunni um Evrópumálin og gjaldmiðilsmálin hafa talsmenn aðildar Íslands að ESB æ ofan í æ talað um mikilvægi þess að Ísland „léti reyna á" og kannaði „hvað okkur býðst" í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þar með er látið í veðri vaka að Ísland gæti náð einhverjum sérstökum samningum, að Ísland gæti orðið einhvers konar „heiðursfélagi" í Evrópusambandinu sem nyti einstakra vildarkjara. Hafa margir málsmetandi einstaklingar og fjölmiðlar haldið þessu fram. Þetta er að sjálfsögðu bábilja.

Ef skoðaðar eru yfirlýsingar og fullyrðingar forystumanna og háttsettra embættismanna innan Evrópusambandsins er deginum ljósara að ekkert slíkt er í boði. Í besta falli hafa þeir sem eru velviljaðir Íslendingum látið í það skína að Ísland gæti fengið einhverjar tímabundnar undanþágur, einkum frá sjávarútvegsstefnu sambandsins. En það er í raun algert aukaatriði.

Það má öllum vera ljóst hvað felst í aðild að Evrópusambandinu. Allar samþykktir og sáttmálar um aðild að Evrópusambandinu liggja fyrir, lög og reglur Evrópusambandsins sömuleiðis. Öll aðildarríki verða að beygja sig undir þá skilmála. Undanbragðalaust. Það er ekki hægt að velja sætu berin úr og skilja þau súru eftir. Nema hvað?! Það er ekki í boði neitt „íslenskt ákvæði" sem undanþiggur Ísland að standa við þær skuldbindingar sem aðrar þjóðir þurfa að gera. Þess vegna er allt tal um að láta reyna á aðild, kanna hvað okkur býðst o.s.frv. til þess eins fallið að slá ryki í augu fólks.
 
Stjórnmálamenn eiga að koma hreint fram gagnvart þjóðinni og segja kost og löst á Evrópusambandsaðild en ekki að gefa í skyn að eitthvað annað og betra fylgi aðild en raun er á. Þannig er alveg ljóst að við myndum m.a. missa forræði yfir stjórn sjávarútvegsmála til Brussel og hið sama á við um viðskiptasamninga við önnur ríki. Um það á ekki að þurfa að deila.
 
Árni Þór Sigurðsson,
þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs
 
(Birtist áður í Fréttablaðinu 23. september 2008)
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 314
  • Sl. sólarhring: 476
  • Sl. viku: 2395
  • Frá upphafi: 1188531

Annað

  • Innlit í dag: 275
  • Innlit sl. viku: 2171
  • Gestir í dag: 261
  • IP-tölur í dag: 258

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband