Leita í fréttum mbl.is

Í hlekkjum óttans

brynja_bjorgÓtti er óvinur. Hann lýsir sér í bjargarleysi, órökhyggju, skammsýni, trúgirni og örvćntingu. Óttasleginn mađur er tilbúinn ađ gera nánast hvađ sem er til ađ komast út úr ţeim ađstćđum sem hann er í. Hann er líklegur til ađ taka vanhugsađa ákvörđun í von um björgun.

Íslendingar eru óttaslegnir. Umtalsvert atvinnuleysi er fyrirsjáanlegt og ţeir sem ekki missa vinnuna missa spón úr aski sínum. Vaxtastig er kćfandi bćđi fyrir fjölskyldur og fyrirtćki. Kaupmáttur rýrnar međ vaxandi verđbólgu og gjaldeyri skortir. Ţessi ótti á rétt á sér.

Hvađ er til ráđa? Sumir telja rétt ađ bregđa búi og ráđast í vist hjá Evrópusambandinu.

Í ţessari umrćđu verđ ég helst vör viđ myntrökin; krónan er ónýt og ţví skuli taka upp evru. Gallinn er sá ađ Ísland uppfyllir ekki Maastricht-skilyrđin sem eru forsenda upptöku. Lönd sem uppfylla ţau hafa stöđugan gjaldmiđil og ţurfa ekki á öđrum ađ halda. Uppfylling skilyrđanna er lofsvert markmiđ, óháđ evru og viđ ćttum ađ stefna ađ ţví fullum fetum. Ef og ţá ţegar Ísland uppfyllir ţau skilyrđi, yrđi evruupptaka ástćđulaus.

Einn fylgifiskur ađildar er ađ öll sett lög frá ESB yrđu stjórnskipulega bindandi á Íslandi hvort sem Alţingi lögfestir ţau eđur ei. Ţađ er gríđarlegt afsal fullveldis og sjálfsákvörđunarréttar sem krefst stjórnarskrárbreytingar.

Annar er upptaka tollastefnu ESB gagnvart ríkjum utan ţess. Ţéttir tollamúrar útiloka verslun viđ ţróunarlönd. Ísland á ađ versla viđ allar ţjóđir í stađ ţess ađ niđurgreiđa vörur sem framleiddar eru á meginlandi Evrópu ţar sem ekki eru skilyrđi til rćktunar eđa framleiđslu. Rúm 50% af útgjöldum ESB fara í niđurgreiđslu landbúnađar međ einhverjum hćtti.

Okkar helsta hagsmunamál er sjávarútvegurinn. Sagt hefur veriđ ađ viđ fengjum undanţágu og héldum auđlindum okkar óskiptum. Ţađ má vera, í bili. Ef afli evrópskra sjómanna brestur hversu langur tími líđur áđur en undanţágan heyrir sögunni til?

Áđur var ţörf en nú er nauđsyn ađ hafa sveigjanlegt hagkerfi og sjálfstćđa efnahagsstjórn. Einmitt nú ţurfum viđ ađ geta brugđist hratt og örugglega viđ sveiflum á gengi, atvinnustigi og verđbólgu. Međ evru yrđi efnahagsstjórnin stađsett í Brussel ţar sem ekkert tillit vćri tekiđ til Íslands ef ađstćđur ţar vćru ađrar. Viđ megum ekki viđ meira íţyngjandi reglugerđum til ađ ná okkur upp úr kreppunni, sveigjanleiki er nauđsynlegur.

Í ţví samhengi má minnast á gođsögnina um „evrópsku hagsveifluna“ ađ hún sé eins alls stađar í Evrópu. Hagsveiflur eru ólíkar milli landa og innan landanna. Á Íslandi er gangur sveiflna ólíkur eftir landshlutum, jafnvel atvinnugreinum.Fyrst 300.000 manna myntsvćđi sveiflast ekki eins, hví ćtti 300 milljóna manna myntsvćđi ađ gera ţađ?

Margir hugleiđa landflótta vegna efnahagsástandsins. Ef burđugt ungt fólk flýr land unnvörpum á Ísland ekki framtíđ fyrir sér. Lykilatriđi er ađ koma í veg fyrir fjármagnsflótta og spekileka. Ţví verđur ađ taka á strax og ESB- ađild er ekki lausnin.

Ţróun verđur bara ef hún er nauđsynleg. Međan allt leikur í lyndi er engin ástćđa til annars en fylgja straumnum. Ţegar straumurinn hćttir eđa snýst viđ verđur ađ róa. Viđ megum ekki óttast ástandiđ heldur taka á ţví og jafnvel fagna ţví, ţví ţađ er á tímum sem ţessum sem viđ ţróumst. Látum ekki ótta knýja okkur til ađ gera eitthvađ eftirsjáanlegt. Viđ höfum ekkert ađ óttast nema óttann sjálfan.

Brynja Björg Halldórsdóttir,
formađur Ungra vinstri grćnna á höfuđborgarsvćđinu

(Birtist áđur í Morgunblađinu 24. nóvember 2008)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Feb. 2021
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.2.): 46
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 115
  • Frá upphafi: 992039

Annađ

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband