Leita í fréttum mbl.is

ESB og vinstrimennskan

Evrósinnar neyta nú fallsins og herða sóknina. Krónan er ónýt,fullveldið fallið, málið dautt! Þeir hafa lengi dregið upp þá mynd að ístuðningsliði þeirra sé einkum nútímalegt fólk með frjálslynda heimssýnmeðan evróandstaðan einkennist af gamaldags, þjóðernis- ogeinagrunarhyggju að viðbættri sveitamennsku. Upp á síðakastið hafa þeirkosið að þrengja sjónarhornið: að gera Evrópumálin og fullveldismálinfyrst og fremst að spurningu um gjaldmiðil, af því krónan hefur nú lentí slíkum ógöngum í kjölfar íslenska hrunsins.

Samfylkingarfólkhefur löngum viljað kenna Evrópusamrunann og ESB-stuðning við einhverskonar „vinstrimennsku“. Það skal fúslega viðurkennt að evróisminn nærlangt ínn í raðir þess fólks sem telur sig vinstrisinnað. Þess vegnaskal nú reynt að skoða nokkra þætti Evrópumála og hafa hefðbundinvinstri gildi til viðmiðunar.

Gjaldmiðillinn fyrst. Annargjaldmiðill hefði ekki bjargað Íslandi haustið 2008. Sú meginviðbára aðSeðlabanki Evrópu og voldugir evrópskir seðlabankar hefðu ábyrgstskuldir íslenkra banka á sér enga stoð. Það sýnir hrun banka sem orðiðhefur innan ESB upp á síðkastið (sbr. hjálparbeiðni Ungverja). Ef þeimduga ekki tryggingar frá eigin ríki og seðlabanka er þeim vísað áAlþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þetta sjá þeir sem vilja sjá.

Lýðræðið.Evrósinnar mæla með fullveldisframsali til Brüssel og á móti því gæfifull aðild okkur áhrif á stofnanir ESB. En atkvæðavægi Íslands í ESByrði innan við 1% hvort heldur væri í Ráðherraráðinu eða áEvrópusambandsþinginu. Vestmannaeyingar eða Grímseyingar hafa að vísukosningarétt en áhrif þeirra í íslenska stjórnarráðinu eru hverfandi.Sjálfsákvörðunarréttur þjóðar er stór hluti lýðræðisins. Sýnileg,gegnsæ og nálæg ákvarðanataka sömuleiðis. Íslensk alþýða hefurvissulega lítið slett sér fram í stjórnun landsins seinni árin –kannski er að verða þar breyting á – en möguleikar hennar til áhrifa ástjórnarathafnir íslenskra stjórnvalda eru þó miklu meiri en mögulegáhrif á stofnanir og skrifræði ESB. Hvaða vinstrimanni finnst það veraaukaatriði? 

Hagstjórnin. Stórn ASÍ hefur lengi mælt meðinngöngu í ESB og sækir það nú ákafar en fyrr. Helstu rök hennar hafaverið lægra matvælaverð innan ESB en á Íslandi og nú grípur húngjaldmiðilsrökin og heldur þeim fast fram. ASÍ-menn hafa aldrei lagtfram neina greiningu á ESB. En hún mætti vera svona: Grundvöllur ESB er„innri markaðurinn“, og kjarni hans er frjálshyggjan, nefnilegafjórfrelsið – númer eitt frjálst flæði fjármagns um allt svæðið ogbrottnám hafta – sama prinsipp og stýrt hefur hnattvæðingu auðhringannameð vaxandi hraða frá því um 1990 (forusta ESB reynir í sífellu aðstjórnarskrárbinda frjálshyggjuna). Minnumst þess að íslenska hrunið erbeinlínis afleiðing þess að Ísland hefur aðlagað sig reglum Evrópskaefnahagssvæðisins, þar sem íslenskir fjármálamenn nýttu sér ákafar ennokkrir aðrir reglur þess svæðis um frjálst flæði fjármagns yfirlandamæri, og fengu til þess lausan taum frá íslenskum stjórnvöldum.Hrunið er sem sagt nátengt Evrópusamrunanum og er síst af öllu merki umraunverulega sjálfstæða efnahagsstefnu af Íslands hálfu. Og þegarfrjálshyggjan hefur lagt íslenska hagkerfið í rúst er það undarlegverkalýðsforusta sem leitar inngöngu lengra inn í þettafrjálshyggjuvirki. A.m.k. skrýtin vinstri stefna.

Evrópusamruninnhefur verið leiddur af evrópskri borgarastétt, og sérstaklega af stóruauðhringunum og einokunarauðvaldinu, sem sér sér hag í samrunanum ogstærðarhagkvæmninni, m.a. í samkeppni sinni við Sam frænda og aðrarheimsvaldablokkir. Evrópsk borgarastétt er samrunasinnuð (samþjöppuninbýr í auðmagninu), útrásarsinnuð og heimsvaldasinnuð. Skiptir þá litluhvort hún hefur sem merkisbera harðskeytta hægrimenn eins og Sarkozy ogMerkel eða harðskeyttan markaðskrata eins og Brown. Það er vandséðhvernig sjálfskipaðir vinstri menn sjá í þessu liði einhverja„vinstrimennsku“. Alþýða Evrópulanda hefur hins vegar verið treg ítaumi og tefur Evrópusamrunann nánast alltaf ef hún er spurð, sem ersjaldan.

Íslenska borgarastéttin hefur verið undantekningin íEvrópu. Það á sér einfalda og landfræðilega skýringu.  Það gerafiskimiðin. Að vísu hefur hluti sjávarútvegs í útflutningi Islandssigið niður úr 75% og niður í um  50% á  20 árum (vegna álvæðingar).Eftir sem áður er það ansi hátt hlutfall og eðlilegt að eignastétt semþannig byggir auðævi sín, og þó einkum þeir sem á einhvern hátttengjast íslenskum útgerðarhagsmunum, hiki við að afhenda yfirráðfiskimiðanna til stofnana ESB. 

Auðvaldið á Íslandi ertvískipt. Annars vegar sá hluti sem lengi hefur ráðið, meðsjávarútveginn sem megingrundvöll og hins vegar útrásarsinnaðri oghnattvæðingarsinnaðri hluti þess. Þessu fylgir líka hugmyndafræðilegtvískipting sem kenna má við heimastjórn og evróisma. Ef viðpersónugerum má nefna Baugsveldið á móti Davíð. Ég slæ þó föstu aðlínurnar milli hlutanna tveggja eru síður en svo hreinar. Um 1994 taldiíslensk borgarastétt sig finna allgóða innri málamiðlun meðEES-samningnum. Þar fékkst markaðsaðgangur og fylgt var reglum hinsfrjálsa flæðis vöru og fjármagns í meginatriðum meðan sjávarútvegi oglandbúnaði var haldið utan við. En á hinum miklu hnattvæðingartímumeftir 1990 hefur hnattvæðingar- og evrósinnaði vængurinn  augljóslegaverið í sókn. Helstu samtök íslensks efnahagslífs (Viðskiptaráð, Samtökatvinnulífsins, Samtök iðnaðarins) hafa tekið skýra evróstefnu. Öllnema LÍÚ.  Og á útrásartímunum miklu frá 2005 hafa íslenskirútrásarforsprakkar og bankamenn (svo sem Jón Ásgeir Jóhannesson ogSigurður Einarsson) farið að kalla á inngöngu í ESB og myndtbandalag ogað það væri forsenda þess að bankar og stórfyrirtækin flyttu ekkihöfuðstöðvar sínar úr landinu. Og í fjármála- og gjaldeyriskreppunnihrynja varnir heimastjórnarmanna og Framsókn og Sjálfstæðisflokkur ætlanú að skvera upp Evrópustefnuna. Þá skapast þörf fyrir nýtt „þjóðlegt,borgaralegt“ stjórnmálaafl sem fljótlega getur orðið til. Það breytirþví ekki að borgarastéttinni er ekki trúandi fyrir sjálfstæðiþjóðarinnar svo þjóðvarnarbaráttan verður fyrst og fremst verkefnialþýðunnar.

Fræðingar og fjölmiðlar. Með fræðilegri skarpskyggnisinni hafa fræðingarnir séð þessa þróunarstefnu íslenskrarborgarastéttar. Og það er algjörlega rökrétt að þeir endurómibreytingar í heimssýn stéttar sinnar. Þeir hafa tekið afleiðingunum meðvaxandi Evróputrúboði. Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Viðskipta-og hagfræðideild HÍ eru þarna áberandi, og Háskólinn í Reykjavík erlíka mjög framarlega. Enska skal vera þar a.m.k. jafngild íslensku.Svipaða sögu er að segja af íslenskum fjölmiðlunum. Þeir hafa um skeiðtalað eins og evrópumálin séu nútíminn en fullveldi eðainnflutningsvernd tilheyri sveitamennsku og fornöld.

Við gætummisst móðinn. Þetta sýnist óvígur her. Nánast allir flokkarnir, nánastallir fjölmiðlarnir, nánast allir fræðingarnir – og ASÍ, Jesús minn! Enskelfist ekki. Bæði stjórnmálamenn og fræðingar hafa ekki mikla tiltrúhjá almenningi. Speki þeirra hefur reynst haldlítil, orð þeirra hafa núlítið vægi. Það er rétt: Ingibjörg Sólrún, Valgerður og Þorgerður Karíntala þarna einum munni. Þær eru að vísu fulltrúar þriggja flokka. Enþær eru fulltrúar sama þjóðfélagshóps. Markaðssinnar, evrusinnar,útrásarsinnar, hnattvæðingarsinnar, einkavæðingarsinnar. Tilheyra þeimhluta borgarastéttarinnar. Ég var í Noregi í aðdraganda þess aðNorðmenn tókust á um EBE/ESB 1992-1994. Þá var algjöryfirburðastuðningur við inngöngu hjá fjölmiðlum og fræðingum. Endavildi norsk borgarastétt næstum í heild inngöngu. Helstu samtökatvinnurekenda studdu ákaft inngönguna (hagsmunir tengdir landbúnaði ogfiski þó yfirleitt undanteknir), forusta (en ekki meðlimir)verkalýshreyfingarinnar líka, og stærstu flokkarnir (Arbeiderpartiet,Høyre og Fremskrittspartiet). Aðeins tveir litlir flokkar á Stórþinginuákveðnir á móti. En alþýðan náði samt vopnum sínum og sagði nei.

Uppbyggingin.Eftir hvaða prinsippum ætlum við að byggja upp Ísland eftir kreppu?Jafnari skipting gæða er væntanlega númer eitt. En hér er ég einkum aðræða efnahagstjórnunina. Sú efnahagsþróun sem hér hefur orðið eftirinngöngu okkar í EES – og þróunin innan EFTA frá því um 1980 – hefurhaft að leiðarljósi hámörkun fríverslunar, fjármagnsflæðis og aðlögunarað heimsmarkaði (sem eru prinsipp ESB, GATT, IMF...). Þetta hefur gertíslenskt efnahagskerfi ósjálfstæðara og ósjálfbærara en það var ogmiklu varnarlausara fyrir ytri áföllum. Þróunin í átt að einhliðaútflutningsframleiðslu hefur leitt af sér æ færri og fábreyttariframleiðslugreinar, m.a. hrun flestra greina sem framleiddu fyrst ogfremst fyrir innanlandsmarkað. Helsta undantekning er matvöruvinnsla úrlandbúnaðarvörum. Það má þakka þeirri innflutningsvernd sem íslenskurlandbúnaður nýtur gagnvart frjálsu flæði evrópska markaðarins – af þvívið erum ekki enn í ESB. Hafi verið þörf á að snúa af þessari brauthins frjálsa flæðis í góðærinu er það nú brýn nauðsyn.

Út úrEES. Í stað þess leiðarljóss sem fylgt var, að aðlaga atvinnulífiðheimsmarkaði verður að byggja það upp út frá samfélagslegum markmiðum –svo sem  eins og atvinnustigi, sjálfsbjargarstigi,umhverfissjónarmiðum, byggðasjónarmiðum, matvælaöryggi... Til þess þarfmeiri samfélagslega stýringu á kostnað markaðsstýringar. Það vil égkalla vinstrimennsku. Dreifðari eign og efnahagslegt vald. Ekkert lánfrá AG (IMF). Beitt sé viðvarandi hallarekstri á ríkissjóði (sbr.tillögur Lilju Mósesdóttur). Opinber stuðningur við ýmsar innlendaratvinnugreinar. Þetta rekst meira og minna á reglur EES um frjálstflæði, hvað þá á lög ESB. Þess vegna er það brýnt hagsmunamál alþýðu aðÍsland segi sig úr EES, taki upp svissnesku leiðina og semji tvíhliðavið ESB og önnur lönd og efnahagseiningar. Annars erum við í klóm sömuafla og áður, klóm sem herða nú að. Það er því forgangsmál að íslenskirróttæklingar og alþýðusinnar ræði afstöðuna til ESB, og ekki bara það –líka EES.

Þórarinn Hjartarson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 266
  • Sl. viku: 513
  • Frá upphafi: 1116615

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 449
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband