Leita í fréttum mbl.is

ESB og vinstrimennskan

Evrósinnar neyta nú fallsins og herđa sóknina. Krónan er ónýt,fullveldiđ falliđ, máliđ dautt! Ţeir hafa lengi dregiđ upp ţá mynd ađ ístuđningsliđi ţeirra sé einkum nútímalegt fólk međ frjálslynda heimssýnmeđan evróandstađan einkennist af gamaldags, ţjóđernis- ogeinagrunarhyggju ađ viđbćttri sveitamennsku. Upp á síđakastiđ hafa ţeirkosiđ ađ ţrengja sjónarhorniđ: ađ gera Evrópumálin og fullveldismálinfyrst og fremst ađ spurningu um gjaldmiđil, af ţví krónan hefur nú lentí slíkum ógöngum í kjölfar íslenska hrunsins.

Samfylkingarfólkhefur löngum viljađ kenna Evrópusamrunann og ESB-stuđning viđ einhverskonar „vinstrimennsku“. Ţađ skal fúslega viđurkennt ađ evróisminn nćrlangt ínn í rađir ţess fólks sem telur sig vinstrisinnađ. Ţess vegnaskal nú reynt ađ skođa nokkra ţćtti Evrópumála og hafa hefđbundinvinstri gildi til viđmiđunar.

Gjaldmiđillinn fyrst. Annargjaldmiđill hefđi ekki bjargađ Íslandi haustiđ 2008. Sú meginviđbára ađSeđlabanki Evrópu og voldugir evrópskir seđlabankar hefđu ábyrgstskuldir íslenkra banka á sér enga stođ. Ţađ sýnir hrun banka sem orđiđhefur innan ESB upp á síđkastiđ (sbr. hjálparbeiđni Ungverja). Ef ţeimduga ekki tryggingar frá eigin ríki og seđlabanka er ţeim vísađ áAlţjóđagjaldeyrissjóđinn. Ţetta sjá ţeir sem vilja sjá.

Lýđrćđiđ.Evrósinnar mćla međ fullveldisframsali til Brüssel og á móti ţví gćfifull ađild okkur áhrif á stofnanir ESB. En atkvćđavćgi Íslands í ESByrđi innan viđ 1% hvort heldur vćri í Ráđherraráđinu eđa áEvrópusambandsţinginu. Vestmannaeyingar eđa Grímseyingar hafa ađ vísukosningarétt en áhrif ţeirra í íslenska stjórnarráđinu eru hverfandi.Sjálfsákvörđunarréttur ţjóđar er stór hluti lýđrćđisins. Sýnileg,gegnsć og nálćg ákvarđanataka sömuleiđis. Íslensk alţýđa hefurvissulega lítiđ slett sér fram í stjórnun landsins seinni árin –kannski er ađ verđa ţar breyting á – en möguleikar hennar til áhrifa ástjórnarathafnir íslenskra stjórnvalda eru ţó miklu meiri en mögulegáhrif á stofnanir og skrifrćđi ESB. Hvađa vinstrimanni finnst ţađ veraaukaatriđi? 

Hagstjórnin. Stórn ASÍ hefur lengi mćlt međinngöngu í ESB og sćkir ţađ nú ákafar en fyrr. Helstu rök hennar hafaveriđ lćgra matvćlaverđ innan ESB en á Íslandi og nú grípur húngjaldmiđilsrökin og heldur ţeim fast fram. ASÍ-menn hafa aldrei lagtfram neina greiningu á ESB. En hún mćtti vera svona: Grundvöllur ESB er„innri markađurinn“, og kjarni hans er frjálshyggjan, nefnilegafjórfrelsiđ – númer eitt frjálst flćđi fjármagns um allt svćđiđ ogbrottnám hafta – sama prinsipp og stýrt hefur hnattvćđingu auđhringannameđ vaxandi hrađa frá ţví um 1990 (forusta ESB reynir í sífellu ađstjórnarskrárbinda frjálshyggjuna). Minnumst ţess ađ íslenska hruniđ erbeinlínis afleiđing ţess ađ Ísland hefur ađlagađ sig reglum Evrópskaefnahagssvćđisins, ţar sem íslenskir fjármálamenn nýttu sér ákafar ennokkrir ađrir reglur ţess svćđis um frjálst flćđi fjármagns yfirlandamćri, og fengu til ţess lausan taum frá íslenskum stjórnvöldum.Hruniđ er sem sagt nátengt Evrópusamrunanum og er síst af öllu merki umraunverulega sjálfstćđa efnahagsstefnu af Íslands hálfu. Og ţegarfrjálshyggjan hefur lagt íslenska hagkerfiđ í rúst er ţađ undarlegverkalýđsforusta sem leitar inngöngu lengra inn í ţettafrjálshyggjuvirki. A.m.k. skrýtin vinstri stefna.

Evrópusamruninnhefur veriđ leiddur af evrópskri borgarastétt, og sérstaklega af stóruauđhringunum og einokunarauđvaldinu, sem sér sér hag í samrunanum ogstćrđarhagkvćmninni, m.a. í samkeppni sinni viđ Sam frćnda og ađrarheimsvaldablokkir. Evrópsk borgarastétt er samrunasinnuđ (samţjöppuninbýr í auđmagninu), útrásarsinnuđ og heimsvaldasinnuđ. Skiptir ţá litluhvort hún hefur sem merkisbera harđskeytta hćgrimenn eins og Sarkozy ogMerkel eđa harđskeyttan markađskrata eins og Brown. Ţađ er vandséđhvernig sjálfskipađir vinstri menn sjá í ţessu liđi einhverja„vinstrimennsku“. Alţýđa Evrópulanda hefur hins vegar veriđ treg ítaumi og tefur Evrópusamrunann nánast alltaf ef hún er spurđ, sem ersjaldan.

Íslenska borgarastéttin hefur veriđ undantekningin íEvrópu. Ţađ á sér einfalda og landfrćđilega skýringu.  Ţađ gerafiskimiđin. Ađ vísu hefur hluti sjávarútvegs í útflutningi Islandssigiđ niđur úr 75% og niđur í um  50% á  20 árum (vegna álvćđingar).Eftir sem áđur er ţađ ansi hátt hlutfall og eđlilegt ađ eignastétt semţannig byggir auđćvi sín, og ţó einkum ţeir sem á einhvern hátttengjast íslenskum útgerđarhagsmunum, hiki viđ ađ afhenda yfirráđfiskimiđanna til stofnana ESB. 

Auđvaldiđ á Íslandi ertvískipt. Annars vegar sá hluti sem lengi hefur ráđiđ, međsjávarútveginn sem megingrundvöll og hins vegar útrásarsinnađri oghnattvćđingarsinnađri hluti ţess. Ţessu fylgir líka hugmyndafrćđilegtvískipting sem kenna má viđ heimastjórn og evróisma. Ef viđpersónugerum má nefna Baugsveldiđ á móti Davíđ. Ég slć ţó föstu ađlínurnar milli hlutanna tveggja eru síđur en svo hreinar. Um 1994 taldiíslensk borgarastétt sig finna allgóđa innri málamiđlun međEES-samningnum. Ţar fékkst markađsađgangur og fylgt var reglum hinsfrjálsa flćđis vöru og fjármagns í meginatriđum međan sjávarútvegi oglandbúnađi var haldiđ utan viđ. En á hinum miklu hnattvćđingartímumeftir 1990 hefur hnattvćđingar- og evrósinnađi vćngurinn  augljóslegaveriđ í sókn. Helstu samtök íslensks efnahagslífs (Viđskiptaráđ, Samtökatvinnulífsins, Samtök iđnađarins) hafa tekiđ skýra evróstefnu. Öllnema LÍÚ.  Og á útrásartímunum miklu frá 2005 hafa íslenskirútrásarforsprakkar og bankamenn (svo sem Jón Ásgeir Jóhannesson ogSigurđur Einarsson) fariđ ađ kalla á inngöngu í ESB og myndtbandalag ogađ ţađ vćri forsenda ţess ađ bankar og stórfyrirtćkin flyttu ekkihöfuđstöđvar sínar úr landinu. Og í fjármála- og gjaldeyriskreppunnihrynja varnir heimastjórnarmanna og Framsókn og Sjálfstćđisflokkur ćtlanú ađ skvera upp Evrópustefnuna. Ţá skapast ţörf fyrir nýtt „ţjóđlegt,borgaralegt“ stjórnmálaafl sem fljótlega getur orđiđ til. Ţađ breytirţví ekki ađ borgarastéttinni er ekki trúandi fyrir sjálfstćđiţjóđarinnar svo ţjóđvarnarbaráttan verđur fyrst og fremst verkefnialţýđunnar.

Frćđingar og fjölmiđlar. Međ frćđilegri skarpskyggnisinni hafa frćđingarnir séđ ţessa ţróunarstefnu íslenskrarborgarastéttar. Og ţađ er algjörlega rökrétt ađ ţeir endurómibreytingar í heimssýn stéttar sinnar. Ţeir hafa tekiđ afleiđingunum međvaxandi Evróputrúbođi. Alţjóđamálastofnun Háskóla Íslands og Viđskipta-og hagfrćđideild HÍ eru ţarna áberandi, og Háskólinn í Reykjavík erlíka mjög framarlega. Enska skal vera ţar a.m.k. jafngild íslensku.Svipađa sögu er ađ segja af íslenskum fjölmiđlunum. Ţeir hafa um skeiđtalađ eins og evrópumálin séu nútíminn en fullveldi eđainnflutningsvernd tilheyri sveitamennsku og fornöld.

Viđ gćtummisst móđinn. Ţetta sýnist óvígur her. Nánast allir flokkarnir, nánastallir fjölmiđlarnir, nánast allir frćđingarnir – og ASÍ, Jesús minn! Enskelfist ekki. Bćđi stjórnmálamenn og frćđingar hafa ekki mikla tiltrúhjá almenningi. Speki ţeirra hefur reynst haldlítil, orđ ţeirra hafa núlítiđ vćgi. Ţađ er rétt: Ingibjörg Sólrún, Valgerđur og Ţorgerđur Karíntala ţarna einum munni. Ţćr eru ađ vísu fulltrúar ţriggja flokka. Enţćr eru fulltrúar sama ţjóđfélagshóps. Markađssinnar, evrusinnar,útrásarsinnar, hnattvćđingarsinnar, einkavćđingarsinnar. Tilheyra ţeimhluta borgarastéttarinnar. Ég var í Noregi í ađdraganda ţess ađNorđmenn tókust á um EBE/ESB 1992-1994. Ţá var algjöryfirburđastuđningur viđ inngöngu hjá fjölmiđlum og frćđingum. Endavildi norsk borgarastétt nćstum í heild inngöngu. Helstu samtökatvinnurekenda studdu ákaft inngönguna (hagsmunir tengdir landbúnađi ogfiski ţó yfirleitt undanteknir), forusta (en ekki međlimir)verkalýshreyfingarinnar líka, og stćrstu flokkarnir (Arbeiderpartiet,Hřyre og Fremskrittspartiet). Ađeins tveir litlir flokkar á Stórţinginuákveđnir á móti. En alţýđan náđi samt vopnum sínum og sagđi nei.

Uppbyggingin.Eftir hvađa prinsippum ćtlum viđ ađ byggja upp Ísland eftir kreppu?Jafnari skipting gćđa er vćntanlega númer eitt. En hér er ég einkum ađrćđa efnahagstjórnunina. Sú efnahagsţróun sem hér hefur orđiđ eftirinngöngu okkar í EES – og ţróunin innan EFTA frá ţví um 1980 – hefurhaft ađ leiđarljósi hámörkun fríverslunar, fjármagnsflćđis og ađlögunarađ heimsmarkađi (sem eru prinsipp ESB, GATT, IMF...). Ţetta hefur gertíslenskt efnahagskerfi ósjálfstćđara og ósjálfbćrara en ţađ var ogmiklu varnarlausara fyrir ytri áföllum. Ţróunin í átt ađ einhliđaútflutningsframleiđslu hefur leitt af sér ć fćrri og fábreyttariframleiđslugreinar, m.a. hrun flestra greina sem framleiddu fyrst ogfremst fyrir innanlandsmarkađ. Helsta undantekning er matvöruvinnsla úrlandbúnađarvörum. Ţađ má ţakka ţeirri innflutningsvernd sem íslenskurlandbúnađur nýtur gagnvart frjálsu flćđi evrópska markađarins – af ţvíviđ erum ekki enn í ESB. Hafi veriđ ţörf á ađ snúa af ţessari brauthins frjálsa flćđis í góđćrinu er ţađ nú brýn nauđsyn.

Út úrEES. Í stađ ţess leiđarljóss sem fylgt var, ađ ađlaga atvinnulífiđheimsmarkađi verđur ađ byggja ţađ upp út frá samfélagslegum markmiđum –svo sem  eins og atvinnustigi, sjálfsbjargarstigi,umhverfissjónarmiđum, byggđasjónarmiđum, matvćlaöryggi... Til ţess ţarfmeiri samfélagslega stýringu á kostnađ markađsstýringar. Ţađ vil égkalla vinstrimennsku. Dreifđari eign og efnahagslegt vald. Ekkert lánfrá AG (IMF). Beitt sé viđvarandi hallarekstri á ríkissjóđi (sbr.tillögur Lilju Mósesdóttur). Opinber stuđningur viđ ýmsar innlendaratvinnugreinar. Ţetta rekst meira og minna á reglur EES um frjálstflćđi, hvađ ţá á lög ESB. Ţess vegna er ţađ brýnt hagsmunamál alţýđu ađÍsland segi sig úr EES, taki upp svissnesku leiđina og semji tvíhliđaviđ ESB og önnur lönd og efnahagseiningar. Annars erum viđ í klóm sömuafla og áđur, klóm sem herđa nú ađ. Ţađ er ţví forgangsmál ađ íslenskirróttćklingar og alţýđusinnar rćđi afstöđuna til ESB, og ekki bara ţađ –líka EES.

Ţórarinn Hjartarson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 107
  • Sl. viku: 585
  • Frá upphafi: 969413

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 505
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband